Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Blaðsíða 1
Skúli Magnússon fekk œrið að starfa í Hegranesþingi ; SKÚLI MAGNÚSSON, síðar land- fógeti, fekk Hegranesþing 14 apríl 1737, kom til íslands sama sumar og settist að á Hofi á Höfðaströnd. Helt hann fyrst briggja hreppa þing að Vallalaug í 16. viku sum- ars, og birti þar sýslubréf sitt Espólín lýsir honum svo: „Skúli var hár meðalmaður á vöxt og eigi þrekinn, kvikur mjög, skarpeygur og nokkuð varaþykkur, mikill rómurinn og því líkast sem hann biti nokkur á vörina er hann talaði; hann var óvílsamur og þótti nokkuð harðlyndur. en vinfastur var hann og þrautgóður í mörgu. Brátt gerðist hann héraðsríkur og úrskurðarmikill". Minnir þessi lýs- ing að nokkru á lýsingu Njálu á Skarphéðni. Það kom sér vel að Skúli var bæði óvílsamur og úrskurðarmik- ill, er hann hóf sýslumannsstarf sitt í Hegranesþingi, öllum ókunn- ugur. Átti hann brátt í mörgu og misjöfnu að snúast, en leysti úr öllu með skörungsskap og hygg- indum, svo að sumir dómar hans þóttu merkilegir. Vandræðin hófust þegar á þessu fyrsta þingi hans hjá Vallalaug. Þangað var komið með brjálaðan mann, sem enginn þóttist geta tjónkað við og enginn vildi hjá sér hafa. Hét sá Björn Steindórsson. Sýslumaður varð svo skjótur til úrræða, að það mun hafa komið mönnum á óvart. Hann skipaði að flytja Björn heim til sín að Hofi á Höfðaströnd, og skyldi hann vera þar til sumarloka. Með þessu gaf hann bændum gott fordæmi og sýndi að hann ætlaði ekki að skjóta sér undan vandræðum, sem héraðs- búum bæri að höndum. Þjófnaður í Hofsósi Um þessar mundir var konungs- verslun í Hofsósi og er forstjóri hennar nefndur Söfren Pétursson. Það hafði borið við veturinn áður. að brotist hafði verið inn í versl- unina og ýmsu stolið. Og nú kærði kaupmaður ákveðinn mann um þjófnaðinn, Guðmund Jónsson, bónda að Á. Hóf Skúli rannsókn í því máli 21. ágúst eða rúmum hálfum mánuði eftir að hann hafði haldið sitt fyrsta þing. Réttar- höldin fóru fram á Hofi og var þangað stefnt kaupmanninum, á- samt Guðmundi og Guðrúnu Er- lendsdóttur konu hans. Guðmundur játaði þegar sök sína. Skúli spurði hvort hann hefði dregið nokkur nauður til þess að stela, en hann kvað það ekki ver- ið hafa. Þá spurði Skúli hvernig á því hefði staðið að hann tók upp á þeim óvinafagnaði að gerast þjófur. Sagði Guðmundur þá svo frá, að haustið áður hefði hann ver- ið á sjó með Hannesi Jónssyni á Eiði og fleiri mönnum. Hefði Hann- es þá sagt við sig, að hægðarleik- ur væri að komast inn í kaup- mannsbúðina. Væri vandinn ekkl annar en sá, að fara fyrst inn í eldhúsið, en á milli þess og her- bergis, sem var innar af búðinni, væri gat með hlera fyrir og mætti skríða þar í gegn. Meira sagði Hannes ekki, og ekki kvað Guð- mundur hann hafa verið i vitorði með sér og væri hann alveg sak- laus. Eítir að Guðmundur kom heim &

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.