Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Side 2
550
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS
úr sjóferðinni, fór hann að hugsa
um þetta, sem Hannes hafði sagt,
og smám saman þróaðist hjá hon-
um sá ásetningur, að reyna að
komast inn í búðina. Og eftir miðj-
an nóvember lét hann svo verða
af því. Tókst honum að opna lás,
sem var fyrir eldhúsdyrum, síðan
braut hann lokur frá gatinu, sem
var á skilrúmi milli eldhúss og
herbergisins þar innar af. Gat hann
smogið í gegn um opið og í her-
berginu fann hann járn, sem hann
notaði til þess að sprengja upp
hurðina að krambúðinni. Varð
enginn var við þetta og komst
hann óáreittur á burt með þýfi
sitt.
Viku fyrir jólaföstu var hann
sendur suður að Bessastöðum.
Hafði hann þá nokkuð af þýfinu
með sér og seldi það á leiðinni.
Eftir að hann kom að sunnan,
brauzt hann tvisvar inn í búðina,
en fór þá aðra leið. Komst hann
þá inn í kjallara og úr honum upp
á loft og inn í krambúðina með
því að opna tvær hurðir með lykl-
um. Sagðist hann svo hafa „brotið
þar upp þrjár vættarkistur og tvo
kramstokka“ og tekið nokkuð úr
þeim, þar á meðal nokkur skjöl.
Mikið kom til skila af þýfinu og
var lagt fram í réttinum. Má á
upptalningu þess sjá, að Guðmund
hefir ekki rekið neinn nauður til
þess að stela, því að hann hefir
hrifsað það sem hendi var næst,
Vörurnar, sem hann tók, voru alls
metnar til 6 rdl. 60 sk., og var þetta
sitt úr hverri áttinni: skeifur,
hnoðsaumur, naglar, hörléreft,
barnshúfa, flauelsborðar, vírborð-
ar, tvinni, kambar, krókakerfi,
nokkrir hnífar, spegill, lásar, reim-
ar, nálhús, þjalir, spil, prjónabréf,
saumnálar, sápa, oblátuöskjur,
lakk, pappír, 2 al. vaðmáls, húfa,
ullarkambar, hnappar, öngull,
gamlir koparkranar o. s. frv. Að
vísu má segja að Guðmundur hefði
getað hagnýtt sér flest af þessu,
þótt ekki verði séð hvað hann hefði
átt að gera við obláturnar. En hitt
er óskiljanlegt að hann skyldi
fara að stela skjölum, sem honum
voru með öllu ónýt. Þetta voru
hafnarskjöl Hofsóss. Guðmundur
mun og brátt hafa séð, að þessi
skjöl voru honum einkisvirði, en
gátu á hinn bóginn komið upp
um hann. Tók hann þá það til
bragðs að brenna nokkru af þeim,
en afganginum skilaði hann í rétt-
inum og segir þar svo um þetta:
„Þar vantar öll þau nýrri og ný-
ustu hafnardokument, en þessi eru
lítið eitt af þeim elztu Hofsóshafn-
ar dokumentis". Þetta er eitt dæmi
um það, hvernig gömul skjöl gátu
farið í súginn hér á landi.
Guðmundur hafði hjálpað kunn-
ingjum sínum um hitt og þetta af
þýfinu. Sumt hafði hann selt fólki
á grasafjalli en hitt hafði hann
borið heim og hafði látið konu sína
fá ýmislegt smávegis. Hún þrætti
harðlega fyrir að hún hefði haft
neina hugmynd um að þetta dót
hefði verið illa fengið. Kvaðst hún
þó hafa spurt hann að hvar hann
hefði fengið þetta, en hann svarað
þvi að hann hefði fundið það í op-
inni búðinni, og sagði Guðmundur
það satt vera, að hann hefði reynt
að dylja þjófnaðinn fyrir henni. —
En það kom þeim ekki að gagni.
Sýslumaður bauð Guðmundi að
hafa verjanda fyrir sig, en það
vildi hann ekki, kvaðst hafa játað
allt og ekki hafa neitt sér til af-
sökunar, „en sýnir á sér full iðr-
unarmerki og biður vægðar í guðs
nafni“, eins og stendur í dóms-
bókinni.
Hann var dæmdui til kagstrýk-
ingar og að brennimerkjast á enni.
Allir fémunir hans er yrðu afgangs
skuldum, skyldu ganga til ígalds og
tvígjaldsbóta til kóngsverslunar-
innar, og ef eitthvað yrði þá af-
gangs, skyldi það falla sem sektar-
fé til konungs.
Guðrún kona hans var fundin
sek um þjófshylmingu, þar sem
hún hafði hagnýtt muni, er bóndi
hennar hafði borið heim og talið
sig hafa fundið í búðínni, en ekki
lýst þeim. Hún hafði og látið
nokkuð af þessu í hendur annarra,
en sumt fannst í hirslum hennar
heima. Var hún því dæmd til hýð-
ingar, „hvert straff með vægð á
hana leggjast skal“. Þá voru þau
og dæmd af bújörð sinni og að-
skilin, en börn þeirra ung skyldu
fylgja móður sinni.
Þetta var þungur dómur, enda
voru lögin ströng á þeim árum.
En Skúli sá sér þó fært að milda
dóminn nokkuð og sýna með því
drengskap sinn. Hann ákvað að
Guðrún skyldi ekki verða fyrir
neinum fjársektum, en búi þeirra
Guðmundar skipt áður en af því
væri tekið sektarfé hans, og skyldi
Guðrún halda sínum hlut fyrir sig
og börn sín.
Þórunnarmál
Um þessar mundir bjó á Yztu
Grund í Akrahreppi bóndi sá, er
Einar hét Arngrímsson. Hjá hon-
um var í húsmennsku kona, sem
Þórunn hét, hálfsextug að aldri,
og hafði komið til hans um vorið
frá Frostastöðum, en þar hafði
hún verið í húsmennsku. Hafði
hún hjá sér óskilgetinn son sinn,
Guðmund að nafni, er þá var á 15.
ári. Þórunn hafði kenningarnafn
og var kölluð Þórunn tálausa. Mun
það sennilega hafa stafað af því,
að hana hafi einhvern tíma kalið
á fótum, svo að hún hafi misst tær,
og svo bækluð var hún í fótum,
að hún gat ekki gengið til vinnu
og fekk því hvergi vist. Er svo
að sjá sem hún hafi haft leyfi til
þess að fara um og biðja sér bein-
inga hjá góðu fólki, og hafa þannig
ofan af fyrir sér. Hún hafði fæðst
é
m