Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Side 6
994
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
-ur Jón og Sigurður ekkl, kváðust
ætla vestur á heiðar aftur, því að
þar iægi þeir til grasa. Pétur kvaðst
einnig gerður út af Sveini á ökr-
um til grasa og ætla að vera meö
þeim, en varð þeim Jóni í Holts-
múla þó samferða austur yfir ána
til að sækja dót þeirra, er þar væri
geymt. Þegar austur yfir ána kom,
skildust leiðir, og heldu þeir Jón og
Björn norður í Skagafjörð.
Eftir að þeir voru heim komnir
barst út fréttin um viðskipti þeirra
og þrímenninganna, Péturs, Jóns
og Sigurðar og hvar þeir væri nið-
ur komnir. Gerðust þá órólegir
ýmsir af þeim, sem þeir kumpánar
höfðu stolið frá. Fór Guðmundur
Sveinsson á Bakka þá á fund Þor-
láks Skúlasonar hreppstjóra í Geld
-ingaholti og skoraði á hann að
hefja leit að strokumönnunum.
Féllst Þorlákur á það, ef Guð-
mundur kæmi með sér. Þessi Guð-
mundur var faðir Erlendar á Holta-
stöðum, sem lenti í hrakningunum
miklu.
Þeir Þorlákur og Guðmundur
lögðu svo á stað í byrjun október-
mánaðar og riðu vestur Vatnsskarð
og þaðan suður yfir Svartá að
Tungukoti. Þar fréttu þeir að fram
í Blöndudal hefði orðið vart við þá,
hefði Pétur komið þar til manna
einn síns liðs, en þeir Jón og Sig-
urður saman. Heldu þeir síðan vest
ur yfir Blöndu og fréttu víða til
þeirra bræðra á bæum, en fengu þó
nákvæmastar fréttir af þeim í
Sléttárdal. Þar höfðu þeir bræður
komið fyrir skemmstu og þótzt
vera sendimenn. Var ætlan manna
að þeir mundu nú vera í Svínadal
Þeir Þorlákur heldu áfram för
sinni vestur í Svínadal og lágu úti
um nóttina í flóunum fyrir ofan
Holt. Voru þeir snemma á ferli
næsta morgun og heldu lengra
Iram í dalinn. Þar rákust þeir á
fjóra hesta, móálóttan, brúnskjótt-
an, jarpan og rauðan, og þóttust
vita að þetta mundu vera hestar
strokumannanna. En þeir sjálfir
sáust hvergi, Fóru þeir Þorlákur þá
að leita og leituðu fram til hádegis.
Þá rákust þeir á piltana í jarðfalli
nokkru, þar sem þeir höfðu leitað
sér náttstaðar. Skriðu þeir upp úr
jarðfallinu, er þá Þorlák bar að,
og spurði Þorlákur á hvaða ferða-
lagi þeir væri. En þeir kváðust
ætla að halda vestur í Hrútafjörð,
hefði Jón í Holtsmúla sagt þeim
að þeir skyldi fara til bróður síns,
Ólafs bónda Bjarnasonar á Balka-
stöðum, með kveðju frá sér og það
með, að hann léti þá fá skotsilfur
sér til matar eða farareyris.
Þoriákur setti þeim þá tvo kosti,
að þeir færi viljugir norður með
sér, en ef þeir vildu það ekki.
kvaðst hann mundu setja þá í
bönd og flytja norður nauðuga
Gugnuðu piltarnir þá og tóku þann
kogtinn að fara viljugir með þeim.
Síðan rannsakaði Þorlákur farang-
ur þeirra og fann þar mikið af því.
er þeir höfðu stoiið í Hólminum.
Var nú snúið norður á bóginn og
komu þeir að Langamýri til þess
að spyrja um Pétur. Fréttu þeir þá,
að hann hefði komið þar daginn
áður og riðið vestur úr. Varð það
þá úr, að Þorlákur skildi Guð-
mund þarna eftir til þess að gæta
piltanna, en hóf sjálfur eftirreið
og ætlaði að ná í Pétur. Reið hann
fyrst að Svínavatni og þaðan að
Búrfelli og gisti þar um nóttina.
Dagmn eftir helt hann ferðinni
áfrám og spurði víða á bæum til
ferða Péturs. Komst hann svo alla
leið vestur að Miðhópi. Þar hafði
Pétur gist, en farið þaðan af
skyndingu snemma morguns dag-
inn áður. Gafst Þorlákur þá upp
við eltingaleikinn og sneri aftur að
Langamýri, og fluttu þeir Guð-
mundur svo þá bræður norður í
Skagafjörð.
En þegar þangað kom, vildi eng-
inn við þeim bræðrum taka „og
eigi þeir, sem þekktu þó fjármuni
sína í höndum þeirra“. Varð það
svo úr, að þeim bræðrum var
sleppt og heldu þeir þá fram í
Dali.
Þegar fregnin um þetta barst að
Hofi á Höfðaströnd, varð Skúli
sýslumaður Magnússon mjög reið-
ur og þótti þeir Holmverjar hafa
sýnt lítilmennsku og úrræðaleysi
að sleppa slíkum stórþjófum og
vandræðamönnum. Ritaði hann þá
bændum í Holmi harðort bréf og
skipaði þeim að handtaka piltana
og fiytja þá á sitt heimili, en að
öðrum kosti kvaðst hann gera þá
ábyrga fyrir hverjum þeim þjófn-
aði, er piltarnir kynni að fremja
meðan þeir gengi lausir.
Við þetta brá bændum heldur í
brún og urðu þeir hræddir. Var nú
safnað liði og sent fram í Dah.
Náðu sendimenn Jóni á tungunnt
milli Vestri og Eysti Jökulsár, á
leiðinni milli Bakkakots og Bú-
staða, en Sígurði náðu þeir á
Merkigili handan Jökulsár eystri,
og var hann þar hjá móður sinnL
Voru þeir bræður nú fluttir út að
Hofi til sýslumanns, en hann lét
járna þá og setja í gapastokk, eins
og þá var siður um misindismenn.
Voru þá ekki liðnir nema nokkrir
dagar síðan þeir Þorlákur og Guð-
mundur handsömuðu þá fyrst.
Skúli yfirheyrði nú piltana og
lét þá gefa skriflega skýrslu um
allar ávirðingar sínar. Bar þeim að
vísu ekki vel saman. Sagði Sigurð-
ur að þeir Jón og Pétur hefði ginnt
sig til ódáðanna og reyndi að gera
sem minnst úr hlutdeild sinni i
stuldunum. En báðir heldu þvt
fram, að Pétur hefði stolið mestu
á bæunum í Holminum. Þeir sögðu
og frá skiptum sínum við ýmsa
menn, eftir að þeir höfðu stolið, og