Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 555 flæktust því ýmsir 1 málið auk þeirra, sem frá var stolið. Var svo kvatt til þings að Seilu 21. október og þangað stefnt mörgu fólki. Úr Hofshreppi var stefnt: Jóni Guð- mundssyni á Hofi, Sveini Tómas- syni og Steinunni Einarsdóttur* í Grafargerði, og Jóni Einarssyni í Gröf. Úr Viðvíkurþingsókn var stefnt: Þorláki Jónssyni á Ásgeirs- brekku, og Þórði Gíslasyni á Narfa- stöðum. Úr Akraþingsókn var stefnt: Grímulfi Þorvaldssyni, Jóni Gíslasyni*, Ólafi Gunnlaugssyni, Höskuldi Guðmundssyni, Jóni Grímssyni, Jóni Jónssyni í Djúpa- dal, Sveini Bjarnasyni á Ökrum og Jóni Guðmundssyni á Ulfsstöðum. Úr Seiluþingsókn var stefnt: Guð- mundi Sveinssyni á Bakka, Sveini Iliugasyni á Völlum, Ara Jónssyni í Húsey, Jóni Jónssyni á Skinþúfu, Rafni Tómassyni á Seilu, Þorláki Skúlasyni í Geldingaholti, Jóni Bjarnasyni í Holtsmúla* og Birni Guðmundssyni, sem hitti þá félaga fyrir vestan Blöndu. (* merkir þá, sem ekki mættu í réttinum). Það kemur glögglega fram í máli þessu, að mikil brasknáttúra hefir verið í Skagfirðingum um þær mundir og að þeir hafa verið vanir því að taka sinn rétt sjálfir. Þess er áður getið að Jón Einars- son í Gröf keypti af þeim bræðr- um smíðatólin, sem þeir stálu á Hofi, og skilaði hann þeim í rétt- inum. Jón Jónsson í Djúpadal keypti af Sigurði brjóstadúk, sem hann hafði stolið í Grafargerði og galt honum fyrir beizli; þessum dúk skilaði Jón Jónsson í réttin- um. Jón Grímsson hafði fengið grænt klæði, % alin, hjá Jóni Bjarnasyni, en því var líka stolið í Grafargerði; sagðist Jón Gríms- son ekki hafa borgað klæðið, og skilaði því. Jón á Vöglum hafði hestakaup við Jón Bjarnason og fekk stolinn hest frá Grímulfi Þor- valdssyni; en síðan tók Grímulfur hestinn aftur og lét svo sem ekkert hefði í skorizt. Höskuldur Guð- mundsson hafði einnig haft hesta- kaup við Jón Bjarnason, en hirti sinn hest aftur þegar komið var með Jón Bjarnason af fjöllunum. Fyrir þessa sjálfstöku buðu þeir Grímulfur og Höskuldur að greiða 20 alnir hvor til fátækra og tók sýslumaður því boði. En einkum kom brasknáttúran fram hjá þeim Jóni í Holtsmúla og Birni, er þeir hittu piltana fyrir vestan Blöndu og urðu þeim samferða frá áningar- stað kaupmanna og niður að Blönduvaði, s'em ekki var ýkja lÖng leið. Á þessari leið hafði Jón í Holtsmúla síðhempukaup við Jón Bjarnason, gaf í milli hatt, en fekk húfu hjá nafna sínum til að hafa á höfðinu. Svo hafði hann beizla- kaup við Sigurð. Svo hafði hann skipti við Pétur á húfunni, sem hann fekk hjá Jóni og hatti sem Pétur var með. Síðan hafði hann hnífakaup við Jón Bjarnason að óséðu, þar næst höfðu þeir hatta- kaup, svo að Jón í Holtsmúla fekk sinn hatt aftur. Seinast klykktu þeir út með því að hafa þófakaup. Björn bar sig líka að versla. Hann hafði beizlakaup við Jón Bjarnason og gaf honum hníf og bandhringjur í milli. Síðan höfðu þeir hálsbandskaup, gjarðakaup og keyrissliturskaup. Jón í Holtsmúla lét ekki sjá sig á þinginu og hugsaði Skúli honum þegjandi þörfina seinna. En Guð- mundur Björnsson, faðir Björns, bauð 10 aura eða 60 alnir til fá- tækra gegn því að sonur sinn slyppi við ákæru út af viðskiptum sínum við þá fjallamennina. Tók sýslumaður því boði, þar sem sveitungar Björns báru honum gott orð. Mal Péturs Bjarnasonar var ekki hægt að taka fyrir, þar sem hann var fjarstaddur, enda átti hann varnarþing í Vaðlasýslu. En dóm- ur þeirra bræðra, Jóns og Sigurðar, var á þá leið, að þeir væri upp- visir að því að hafa stolið þremur hestum og þar fyrir utan annað- hvort sjálfir stolið eða í verki og vitorði verið með Pétri Bjarnasym að þjófnaði á 8 bæum, og síðan á fjöll út lagzt. Þýfið, sem fyrir rétt- inn hafi komið sé virt á 58 fiska, fyrir utan hestana og hitt og annað. Þar að auki hafi þeir bræður borið viðurstyggilegan ásetning til úti- legu. Þess vegna sé þeir dæmdir þjófar og skuli kagstrýkjast og brennimefkjast í enni. En þar sem hvorugur þeirra eigi neina fjár- muni, verði ei hægt að dæma þá til sekta. Síðan spurði sýslumaður hvort sakaraðiljar krefðust líkamsrefs- ingar í stað bóta þeirra er þeim bæri, en allir svöruðu neitandi, að svo miklu leyti sem þeir mætti eft- ir gefa. Var refsingin síðan lögð á þá bræður og „hýddi þá og markaði Magnús meistari, er þess háttar sýslu hafði haft hjá Jens Spend- rup“. Um Jón Bjarnason, sem var tal- inn hættulegri af þeim bræðrum, var sú ályktun gerð, að hann skyldi þegar fara til Gísla Gísla- sonar á Ingveldarstöðum, þar sem hann hafði verið vistráðinn, og vera hjá honum til næstu kross- messu, en Gísla var skipað „við hann að höndla téðan tíma svo sem sitt vinnuhjú forsvaranlega". Frh. t_>^T)Sxsxscrs<_j Hjónin eru að íara í kvöldveizlu. — Manninum verður litið á konu sína og segir: — Hvaða ósköp eru að sjá þessa flík. — Nú, hvað er að kjólnum, segir frúin. — Hvort ertu heldur innan í hon- um og ert að reyna að komast út, eða ertu utan við hann og reynir að kom- ast inn?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.