Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Síða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
557
Delavans-halastjarnan, sem sást 20.
sept. 1914. Hún er með' klofinn hala.
stjarna svo björt, að hún sést með
berum augum einhvers staðar a
hnettinum. Og þar sem mannkynið
bjó ekki síður við allskonar hrak-
föll fyr á öldum heldur en nú, þá
heldu menn að halastjörnurnar boð
-uðu stórtíðindi eða orsökuðu bein-
línis ófárir og hörmungar. Og það
er ekki langt síðan að menn voru
sanntrúaðir á, að halastjörnur boð-
uðu váleg tíðindi.
Þegar spurt er um hvað hala-
stjörnur sé og hvernig þær sé, þá
er ekki gott að svara því, vegna
þess hve geisilega stórar þær eru,
en þó úr litlu efni gerðar. Venju-
legar ljósmyndir sýna heldur alls
ekki hvernig „hausinn“ á þeim er.
Það er vegna þess, að ljósmyndarar
hafa einkum sózt eftir því að ná
mynd af halanum. Hann er daufari
en sjálfur hausinn, og til þess að
ná mynd af honum hafa þeir orðið
að „yfirlýsa“ hausinn. Sýnist hann
því venjulega hnöttóttur og mjög
bjartur. En þannig er halastjarna
ekki. Hún hefir enga sérstaka lög-
un, og hausinn breytist dag frá
degi, jafnvel á enn styttri tíma.
Að þessu leyti eru halastjörnur
frábrugðnar jarðstjörnunum, sem
ekkert breytast. Það er því auð-
velt að villast á halastjörnum. Um
Halley’s halastjörnu er þó það að
segja, að hún hefir komið reglu-
lega á 77 ára fresti, eða þar um
bil, og alltaf farið sömu braut, svo
að það hlýtur að vera sama hala-
stjarnan.
Þegar halastjarna nálgast sól,
tekur hún undarlegum og óvænt-
um breytingum. Halinn, sem jafn-
an snýr hér um bil beint undan
sól, blossar þá upp og verður líkt
og flöktandi eins og reykur frá
skipi, en hausinn minnkar. Hitt
hefði þó verið eðlilegra að orka
sólarinnar hefði haft öfug áhrif á
hann og hann hefði stækkað.
Oft er það að halastjörnur aflag-
ast alla vega, eins og þær engist
sundur og saman. En þrátt fyrir
það halda þær hiklaust áfram
braut sína umhverfis sól. Leonardo
da Vinci uppgötvaði þetta fyrir
fjórum öldum, en nú þykja stjörnu-
fræðingum halastjörnur ekki svo
merkilegar, að þeir vilji eyða tíma
í að rannsaka þær, og þess vegna
vita nú fáir meira um þær heldur
en Leonardo da Vinci gerði á sinni
tíð. Hann sagði um þær: „Hala-
stjarna virðist mismunandi í lag-
inu, svo að stundum sýnist hún
hnöttótt, stundum löng, stundum
er hún eins og hún greinist í tvo
eða þrjá hluta, stundum virðist
hún ósýnileg, en birtist svo aftur“.
Nú er það vitað, að ekkert
venjulegt fast efni mundi haga sér
þannig. En til þess að fara fljótt
yfir langa og merkilega sögu, þá
hafa menn komizt að því, að hala-
stjarna er ekki annað en mökkur
örlítilla efnisagna, sem ekki eru
stærri en sandkorn og svo gisin að
margir metrar eru á milli þeirra,
en allur þessi mökkur er geisilega
fyrirferðarmikill.
Halastjarnan sem sást 1892 og
kennd er við Holmes, var meiri
fyrirferðar en sólin, en efni hennar
var ekki 1000 miljón-miljónasti
hluti af efni sólarinnar. Svo langt
er milli efniskornanna í hala-
stjörnu, að hún er gegnsæ, svo að
Halley’s-halastjarnan, eins of hún er
sýnd á Bayeux-reflinum árlð 1066.
fjarliggjandi stjörnur sjást greini-
lega í gegnum hausinn á henni.
Þegar Halley’s halastjarnan kom
1910 og gekk milli jarðar og sólar,
varð hún ósýnileg þegar hana bar
í sólina, enda þótt menn vissu upp
á hár hvar hún var. Sama hefur
skeð um aðrar halastjörnur.
Um leið og halastjarna kemur í
námunda við sól, þyrlast öll kornin
í henni sitt í hverja áttina, vegna
þess að aðdráttarafl sjálfrar stjörn-
unnar megnar ekki að standast að-
dráttarafl sólar. Hefir verið sýnt að
þetta er ástæðan til þess að hala-
stjörnur breyta allavega um lög-
un, og það eru þær breytingar, se;n
Leonardo da Vinci hefir séð.
Meðan þetta iðukast fer fram í
halastjörnunni, rekast kornin hvert
á annað með svo miklum krafti, að
þau sundrast. Verður því efnið
innan í stjörnunni smátt og smátt
að örfínu dufti. En við það skapazt
nýtt og furðulegt fyrirbæri. Þegar
einhver efnisögn er orðin nógu
lítil, fær hún ekki reist rönd við
magni ljósgeisla, sem á hana fell-
ur. Bylgjulengd sólarljóssins er
ekki nema fáir þúsundustu hlutar
úr þumlungi. En þegar duftkornin
í halastjörnunni eru orðin svo smá,
þá þeytir ljósorkan þeim í áttina
burt frá sól. Þyrlast þá þessar smá-
agnir úr kjarna halastjörnunnar og
safnast í halann. Það efnistjón.
sem kjarninn verður fyrir með
þessu móti, er að vísu svo lítið, að