Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
561
Það verður aðeins tii þess að mönn-
um verður illt í maganum, og það
getur haldið fyrir þeim vöku ekki
síður en of lítil fæða.
Læknir hefir ráðlagt mér að eta
eitthvað sætt á kvöldin til þess að
auka sykurefnið í blóðinu. Eftir
langan og erfiðan vinnudag hefir
blóðsykurinn (glycose) gengið
mjög til þurrðar, og þá fer líkam-
inn að ganga á þau eggjahvítuefni,
sem í honum eru, en sú starfsemi
aftrar því að vöðvarnir geti komizt
í hvíld, og það heldur svo vöku
fyrir mönnum.
Kaldir fætur halda vöku fyrir
mörgum. Þá er gott ráð að taka
sér göngu áður en menn fara að
hátta og ganga rösklega. Við það
kemst blóðið á hreyfingu. Þetta er
betra er nokkurt meðal frá lækni.
Ef menn þjást af svefnleysi og
vita enga ástæðu til þess, er til
eitt ráð nær óbrigðult. Menn fara
í heitt bað áður en þeir fara að
sofa, láta baðvatnið smáhitna og
síðan smákólna, en fá sér ískalt
steypibað á eftir. Fari menn svo
rakleitt í rúmið meðan hrollurinn
er í þeim, þá hitnar þeim fljótt
og með hlýunni kemur svefninn.
Steypibaðið hefir þau áhrif, að
blóðið leitar út í húðina, en dregst
frá höfðinu, eða svo skýra fróðir
menn þetta fyrirbrigði. Einnig er
hægt að draga blóðið frá höfðinu
og veita því út um líkamann, meo
því að leggja kaldan bakstur viö
ennið og fá sér samtímis heitt fóta-
bað. Ef það er of mikil fyrirhöfn.
getur verið gott að leggja kaldan
bakstur aftan á hálsinn.
Sumum þykir gott að fá sér ljós-
bað áður en þeir sofna, en það
skyldi enginn gera nema því aðeins
að sjálfslökkvari sé á lampanum.
Hlýan sem af ljósinu stafar verður
oft til þess að menn sofna fyrr en
þá grunar, en það er hættulegt að
liggja sofandi undir sterkri há-
fjallasól.
Söngvarar sofa yfirleitt vel,
vegna þess að þeir hafa lært að
anda djúpt. En í svefni verður and-
ardrátturinn linur hjá mörgum, svo
að lungun þenja út þindina (kvið-
öndun) í stað þess að þenja út
brjóstið, en af því getur leitt óró-
legan svefn.
Margs konar áhyggjur halda
vöku fyrir mönnum, og við því eru
fá ráð. Það er segin saga, að eftir
því sem maður er ánægðari, eftir
því sefur hann betur Sumir halda
því fram að gott sé að grípa í bók,
þegar upp í rúm er komið, þá
komi svefninn fyrr og verði ró-
legri. Það er að vísu alveg hættu-
laust að lesa í rúminu, ef maður
hefir gott Ijós. En ekki er sama
hvað lesið er, og engin allsherjar
regla verður gefin um það. Sama
efnið hæfir ekki tveim mönnum.
Einn getur sofnað út frá spennandi
skáldsögu, vegna þess að við lestur
hennar fer hann að dreyma dag-
drauma, er brátt verða að reglu-
legum draumi. Annar kemst í
geðshræringu út af sömu sögu, og
þá er ekki um svefn að tala. Bezt
er líklega að lesa eitthvað sem
menn þurfa ekki að hugsa um.
Sumum hefir reynzt það vel við
svefnleysi, að einblína á einhT,ern
vissan hlut, en hlusta jafnframt
á tifið í klukkunni og forðast að
líta á hana.
Þreyta getur oft valdið svefn-
leysi. Það er því ágætt ráð að fá
sér svolítinn blund eftir mat, ef
menn geta komið því við. Það
dregur úr þreytunni og mönnum
gengur betur að sofna á kvöldin.
Nokkurra mínútna blundur seinni
hluta dags, getur eytt þeirri þreytu
er ella heldi fyrir manni vöku.
Golfmaður: — Eigum við að keppa
á laugardaginn?
2. golfmaður: — Eg hafði nú ákveðið
að gifta mig á laugardaginn, en það
getur svo sem vel beðið.
Alagablettir
VÖlvuleiði
ENDA þótt frásögnin hér á eftir
sé ekki um álagablett í venjulegri
merkingu, þykir þó rétt að birta
hana, því að víða liggja álög á
völvuleiðum.
Á Holmahálsi við Reyðarfjörð er
völvuleiði og talið vera við gamla
veginn þar sem hann er hæstur. En
þær sagnir eru um þetta leiði, að
völvan, sem þar er leidd hafi látið
svo um mælt, að aldrei skyldi
byggð inni í Reyðarfirði verða
grandað af sjó, meðan nokkur jaxl
í sér væri ófúinn.
Sagt er, að þegar Tyrkir rændu
hér á landi, hafi þeir ætlað inn a
Reyðarfjörð, en þá hafi svo þykk
þoka komið á móti þeim, að þeir
urðu frá að hverfa.
Svo var það meðan herinn var
í Reyðarfirði á seinni stríðsárun-
um, að þá var altalað að þýzk flug-
vél hafi ætlað að gera árás á Búð-
areyri. En þegar hún var komin í
stefnu af völvuleiðinu, villtist hún
og fórst í fjalli norðan fjarðarins.
Eg vil bæta því hér við, að mér
finnst leiðinlegt ef Reyðfirðingar
láta völvuleiðið týnast, en nú er
svo komið, að það eru ekki nema
fáir aldraðir menn, sem vita fyrir
víst hvar leiðið er. — S.
í-x''ö®®®6>«^>
S A R A H dóttir Churchills er leik-
kona. Hún naut mikillar hylli, en var
ekki alveg viss um hvort það var vegna
haefileika sinna, eða vegna þess að hún
hét Churchill. Þess vegna var hún að
hugsa um að fá sér nýtt nafn — leik-
aranafn. En er hún minntist á það
við föður sinn, hló hann og sagði:
- Vertu ekki að því, gott nafn þolir
vel annað eins smáræði og þetta.
C^'tXíiwsfa'VJ