Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 563 Smásagan: Draugur TVÆR menntakonur í Nýa Englandi ákváðu að fara skemmtiför til Kali- forníu í sumarleyfi sínu, og ferðast á eigin bíl fram og aftur. Á leiðinni vest- ur skoðuðu þaer Steingjörvingaskóg og Grand Canyon, en á heimleiðinni lögðu þær leið sína um Saltvatnsborg. Þær voru báðar greindar og hleypi- dómalausar, og höfðu mikla ánægju af ferðalaginu. Svo var það seint um kvöld að þær voru staddar úti á hinum miklu slétt- um í Kansas. Þær voru að keppast við að ná ákveðnum gistingarstað. En þeg- ar þær áttu um 50 km. ófarna þangað, bilaði bíllinn. Hvorug þeirra kunni að gera við hann, þær höfðu aldrei, frem- ur en sumir bílstjórar, fengið nokkurn nasaþef af þekkingu á hreyflum. Þvi var ekki um annað að gera fyrir þær en bíða og treysta á að einhver góður maður færi þar um veginn og gæti komið þeim til hjálpar. En eftir nokkra bið varð þeim ljóst, að enginn bíll mundi verða þar á ferð fyr en með morgni. í þessum vandræðum sínum koma þær auga á tveggja hæða hús, ómálað, er stóð eitt sér eigi alllangt frá veg- inum. Þær heldu nú þangað, en fóru mjög varlega, því að þær óttuðust að varðhundur mundi vera þar. Þó kom- ust þær slysalaust heim að húsinu og börðu að dyrum. Enginn kom til dyra. Og er þær höfðu knúð hurðina um hríð, þóttust þær vissar um að húsið mundi vera í eyði. Treystu þær nú a hurðina og fundu að hún var ólæst. Þá hýrnaði nú heldur yfir þeim. Þær fóru inn í húsið, kölluðu hátt hvort nokkur væri þar, og lýstu með vasaljósum sín- um í hvern krók og kima. Þarna var allt í bezta lagi, það sáu þær undir eins, stofan með húsgögn- um og eldhúsið með öllu því, sem þar á að vera. En þykkt ryklag var á öllu og á því mátti sjá, að langt var síðan að fólk hafði verið þar. Konurnar hrósuðu sínum sæla fyrir að hafa komizt í húsaskjól, og þeim kom saman um, að þær skyldu sofa í stofunni um nóttina. Þarna var alveg sæmilegur legubekkur, og þær sóttu voðir út í bílinn til þess að breiða ofan á sig. Hjá eldstónni var nóg af þurru brenni. Þær kveiktu upp eld, og við ornar sér geislana af arninum, sem fóru flökt- andi og hlýir um alla stofuna, gengu þær til hvílu og fellu þegar í væran svefn. Nokkrum klukkustundum seinna vaknaði önnur þeirra við það, að henni fannst endilega að einhver ókunnugur maður hefði komið inn í herbergið. Og í sama bili hrökk hin einnig upp með andfælum. Þær fundu báðar að kaldur gustur fór um herbergið, og það var sem loftið væri mengað af saltri sjáv- argufu, enda þótt þær væri hér 1500 km. inni í landi. Og svo sáu þær hvar ungur maður gekk inn í stofuna! Ann- ars gekk hann ekki, það var eins og hann liði áfram, og þær heyrðu hvorki þrusk né fótatak. Hann var í sjóklæð- um og sjóstígvélum og það var sem vatn drypi úr rauðum skegghýung á kjálkum hans. Hann gekk rakleitt að arninum og kraup þar niður skjálfandi og nötrandi til þess að orna sér. Þá rak önnur konan upp skelfingar- óp. Maðurinn sneri sér við með hægð, andvarpaði raunalega og leystist svo upp og varð að engu. Nær örvita af ótta heldu konurnar dauðahaldi hvor í aðra og þorðu sig ekki að hreyfa fyr en morgunsólin skein inn um rykugar gluggarúðurnar. „Eg sá hann — eg er alveg viss um að eg sá hann!“ sagði önnur. „Auðvitað sástu hann, eg sá hann líka“, sagði hin, og svo benti hún á blett fyrir framan arininn. Þar var ofurlítill bleytupollur og í honum lá snifsi af grænleitu þangi. Þær hröðuðu sér nú út undir bert loft, en önnur þeirra hafði þó rænu á því að taka þangsnifsið. Hún helt því milli gómanna og eins langt frá sér og hún gat. Þegar það var orðið þurrt, stakk hún því niður í handtösku sina. Skömmu seinna bar bíl að þarna og bílstjórinn var svo greiðvikinn að hann tók bíl þeirra í eftirdrag og dró hann til næstu viðgerðarstöðvar. Með- an bílaviðgerðarmaðurinn var að stumra yfir bílnum, spurðu konurnar hann um húsið, sem þær höfðu verið í um nóttina. „Það hlýtur að vera hús Newtons" sagði hann kæruleysislega, „það hefur nú staðið í eyði í tvö ár Þegar New- ton gamli dó, arfleiddi hann Tom son sinn að húsinu og öllu sem í því var. En strákurinn vildi ekki stunda búskap og fór austur á bóginn. Hann var eitt- hvað að tala um að hann ætlaði að verða sjómaður eins og afi. Og síðan hefir ekkert til hans spurzt". Þegar konurnar komu heim, fóru þær með þangið í rannsóknarstofu. Það var þá enn mjúkt og rakt. Forstöðu- maður staðfesti ágiskun þeirra. „Jú, þetta er þang, um það er ekki neinum blöðum að fletta", sagði hann. „En þetta er sérstök og merkileg þang- tegund, því að hún finnst hvergi nema á sjóreknum mönnum". Þá sneru þær sér til blaðsins „Evening Sun“ og blaðamaður þar rannsakaði siglingaskýrslur til þess að vita hvort hann fyndi þar nafn Thomas Newtons frá Kansas. Hann komst að því, að Thomas Newton hafði ráðizt sem fullgildur háseti á vöruflutninga- skip, sem hét „Robert B. Anthony" hinn 14. apríl 1937. Sex vikum seinna hafði skip þetta farizt í ofviðri undan Grænlandsströnd og allir menn drukknað. t^ð®®®6>^_> Fita og æðastífla AMERÍSKUR sérfræðingur, dr. Lesem J. Boer í Dearborn, varar menn við þeirri „heimsku“ að forðast allt feit- meti, í því skyni að megra sig. Hann segir að menn þurfi að fá um 25% af feitmeti í fæðunni, annars sé við búið að menn fái lifrar- og nýrnaveiki. Ekki er hann heldur trúaður á af menn fái krónæðastíflu af því að et» feitmeti. Orsakir til hennar sé allt aðs- ar, svo sem efnasamsetning blóðsins lögun æðanna og strit, og vel geti verið að skortur sérstakra efna í fæðunni geti og valdið þar nokkru um. Það sé að minnsta kosti staðreynd, að karl- mönnum sé hættara en kvenfólki við að fá krónæðastíflu. Það var í hjúkrunarkvennaskóla og læknir var að halda fyrirlestur. — Verstu óvinir okkar eru gerlarnir, sagði hann. Þeir valda óteljandi sjúk- dómum. En nú skulum við athuga þetta betur. Segir mér ungfrú Jóhanna, hvernig stendur á því að svo margir sjúklingar eru í yðar deild? Jóhanna roðnaði, en svaraði þó: — Eg er í fæðingardeildinni, læknir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.