Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Qupperneq 16
564
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Brúin
á Hvitá
Þessi mynd er af
nýu brúnni á Hvita
hjá Iðu i Biskups
tungum. Brúin mun
verða opnuð fyrir
umferð í næst?
mánuði.
SÉRA FRIÐRIK EGGERZ
skrifaði svo 1864 um það hvernig
hann vildi hafa útför sína: „Lofi guð,
vildi Friðrik verða lagður rétt niður
með kistu konu sinnar sál., svo hann
hefði hana sér til hægri hliðar. Kistu
sína vill hann óvandaða og þó hún
væri óhefluð, dauða og fúa er allt full-
gott, hann vill láta leggja á bert brjóst
Hallgrímssálma opnaða við 17. sálm-
inn og honum snúið að brjóstinu. Hann
vill enga líkræðu, en vill láta syngja
sálminn „Vakna mín sál og virð fyrir
þér“ á grallaranum. Það má hver prest-
ur kasta á rekunum sem þóknast og
hann fær borgun þar fyrir eins og lög
ákveða. Heimamenn séu líkmenn.
Bjarni á Reykhólum, ef hann er á lífi,
sé þeirra fyrirliði, en verði þá ekkinógu
margir, þá sé teknir Heinabergsbænd-
ur, ef þeir lifa sem þar nú eru, hver
þeirra fái vætt eða vættarvirði, Bjarni
mest og einhvern hlut til endurminn-
ingar. Útfararveizla sé engin og engum
heldri mönnum til boðið“.
ÆVILOK SIGURÐAR MÁLARA
Sigurður var lasinn allt sumarið
1874, fór á spítalann eftir hátíðina en lá
aldrei og skreið til Jóns Guðmundsson-
ar hvern dag. Einn dag um haustið
kom hann að vanda. Eg var þar þann
dag, en svo var hann aumur, að frúin
þorði ekki að láta hann fara einan, og
var þó ekki langt að fara. Spítalinn
var þar sem Frelsisherinn er nú. Eg
fór svo með honum, og urðum við að
stanza i öðru hvoru spori. Svo var
mæðin mikil. Hann dó daginn eftir.
Þegar hann var jarðaður fylgdu hon-
um nokkrar konur í hátíðarbúningi og
höfðu svartar slæður. Það var sú eina
virðing, sem honum var sýnd. (Guðrún
Borgfjörð)
SYNODALRÉTTUR
Með lögum um hæstarétt 6. okt. 1919
var gerð ný skipan á synodalrétti.
Hann skulu skipa fimm dómarar, for-
seti hæstaréttar sem íormaður, tveir
hæstaréttardómarar, hinir elztu að
embættisaldri í dóminum, og tveir guð-
fræðingar, sem forseti kveður til. Syno-
dalréttur varð æðsti dómstóll í málum
þeim, sem að lögum lágu undir pró-
fastsdóm í héraði, og einnig í málum
gegn biskupum út af samsvarandi af-
brotum og þeim afbrotum annarra
kennimanna þjóðkirkjunnar, er prófast
-dómur tók yfir. Síðan kirkjudómur
kom í stað prófastsdóms, eru dómstig
tvö í málum gegn biskupi eins og
málum annarra embættismanna þjóð-
kirkjunnar. Kirkjudómur er undirrétt-
ur, en synodalréttur æðsti dómstóll. —
Synodalréttur hefir ekki haft mál tii
meðferðar og ekki verið kvaddur til
starfa síðan 1903. (Björn K. Þórolfsson
Biskupsskjalasafn)
ALDARAFMÆLI MERKRA BÓKA
Á þessu ári eru 100 ár liðin síðan Hið
íslenzka bókmenntafélag hóf útgáfu
Fornbréfasafnsins. Þá er og ein öld lið-
in síðan að út kom fyrsta bindið af
„Þúsund og einni nótt“ í þýðingu
Steingríms Thorsteinssonar.