Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 8
324 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Leiðarljós FYRSTI vitinn, sem sögur fara af, var f Alexandriu, talinn á sínum tíma eitt af sjö furðuverkum veraldar. Hann var hiaðinn úr hvítum marmara og var 450 fet á hæð. Slíkur viti hefir aldrei verið reistur síðan. Ptolemy konungur vildi tileinka sér heiðurinn af því að hafa reist þennan mikla vita, og skipaði því að letra nafn sitt á hann. En yfirsmiðurinn, Sostrates. letraði fyrst sitt eigið nafn á vitann, dró svo yfir það leir og letr- aði nafn konungs í leirinn. En er árin liðu, flagnaði leirinn af með nafni konungs, og eftir stóð nafn yfirsmiðs- ins. Rómverjar reistu vita víða um Evrópu á valdatímum sínum. Merkast- ur af þessum vitum var „Tour de Cor- duan“, sem reistur var við mynni Girondeárinnar í Frakklandi, en mælt var að áður hefði 2011 skíp farist við ósa hennar. Vitasmíðin stóð í 27 ár. Vitinn var endurbættur árið 805 og var þá elzti viti sem uppi standandi var í heiminum. í Englandi reistu Rómverjar vita, þegar þeir voru þar, og er frægastur þeirra vitinn hjá Dover, er enn stend- ur. Hann var 80 feta hár, hlaðinn upp allra jb/oðo af rauðum múrsteini, ferhyrndur að innan, en áttstrendur að utan. Þetta er mesta mannvirki Rómverja, sem enn er við líði í Englandi, og mun geta staðið um langt skeið enn. Vitinn hjá Barra Head á Suðureyj- um, sem margir íslendingar kannast við, er talinn hæsti viti í Englandi, því að hann stendur á 683 feta háum kletti. Skammt þar frá er Lewis-ey og er þar annar viti, en í honum er ekkert ljósker. En þar er holspegill mikill og endurkastar hann ljósinu frá vitanum á Barra Head. Á Scilly-eyum, sem eru 30 sjómílur undan Bretlands strönd stendur ein- kennilegur viti á Biskups-skeri. Það er í rauninni viti innan í vitahúsi. Fyrsti vitinn, sem reistur var þarna, skolaðist burt i brimi eftir skamma hríð. Þá var reistur þar annar viti, en brimið var þegar farið að brjóta hann áður en hann væri fullgerður. Vita- smiðurinn, sem hét Smeaton, fann þá upp á því snjallræði að hlaða byrgi umhverfis vitann úr granít, og það hefir staðizt öll áhlaup Atlantshafs- ins. Svo sem miðja vegu milli Biskups- skers og Lizard, stendur annar viti á svonefndu Ulfs-skeri. Það er nú talinn einangraðasti viti Bretlands og ákaf- lega erfitt að komast að honum. Upphaflega voru vitar reistir á landi, en árið 1696 var fyrsti brezki vitinn reistur á skeri. Þar er nú Eddystone- vitinn, tíu sjómílur undan Plymouth. Yfirsmiður þessa fyrsta vita var Henry Winstanley. Vitinn var úr timbri, hár turn, ekki ósvipaður ind- verskri pagódu. Þessi viti stóð í fimm ár, en þá skolaði honum burt. Var Winstanley og nokkrir menn með hon- um staddir í vitanum þá og hurfu með honum í sjóinn, svo að lík þeirra hafa aldrei fundizt. Tveir vitar, sem reistir voru þarna siðar, fóru sömu leið, brim- ið braut þá. Fjórði vitinn var svo reistur þarna fyrir eitthvað 70 árum, og hann stendur enn. Fram undir aldamótin seinustu var talið óhugsandi að reisa vita á sendn- um sjávarbotni eða sandgrynningum, en þá leystu Þjóðverjar það vandamál. Þeir smiðuðu öfli^gt stálker, drógu Wolf Rock-viti — stendur á eyðisker. og illt að komast að honum. það út á grynningar fyrir utan Weser-ósa, sökktu því þar og fylltu svo með steinsteypu. Við þetta sökk kerið niður í sandinn, en ofan á það reistu þeir svo vita. Þetta er hinn svokallaði Rauðusanda-viti. Fyrsta tilraunin í þessa átt hafð þó verið gerð í Bretlandi 1841. Það var verkfræðingur, er William Bush hét Hann kom fram með þá hugmynd a? setja vita á grynningar þær er nefnasl Goodwin Sands, þar sem fjöldi skipa hefir farizt, og hann ætlaði að kalla þann vita „Leiðarljós allra þjóða". Hann lét gera gríðarstórt keilumyndað ker, úr járni, með 30 feta breiðum botni, og fékk dráttarskipið „Monkey" til þess að draga það út á sandana. En skipið strandaði á leiðinni og keilan slitnaði frá því. Annað skip, sem hét „Shearwater“ kom þar að. Tókst þvi að koma böndum á kerið og draga það að Deal Pier, en þar sökk það. Þrátt fyrir þessi óhöpp gafst Bush ekki upp. Kerið náðist, var tekið lund Fyrsti Eddystone-vitinn sem sjórinn braut 1701.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.