Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 225 PáskasiÖir á Sikiley Sinn er siður í hverju landi og á það ekki sízt við um heigi- siðina og þeir eru eigi aðeins mismunandi eftir löndum, heldur jafn- vel eftir borgum og héruðum. Frásögn þessi af dymbilviku-hátíða- höldunum á Sikiley, er höfð eftir amerískum rithöfundi, Herbert Kubley að nafni. ur og síðan smíðað að nýu, og enn var lagt af stað með það út á sandana. Nú tókst að koma því þangað. Því var sökkt og það grófst niður 1 sandinn, eins og til var ætlazt. Eftir tvo mánuði hafði það sokkið niður um 22 fet og þá hélt Bush að það mundi vera komið niður á fastan botn og nú væri óhætt að reisa vita á því. Margar tilraunir voru gerðar um hve öruggt það stæði og virtist það eins og klettur. Bush var í sjöunda himni og þóttist nú eiga sigri að hrósa. En svo var það eina nótt í október 1841, að ameriskt timbur skip hraktist undan ofviðri í Ermar- sundi og rak beint á kerið. En við áreksturinn valt það um koll, en skipið fórst með allri áhöfn. Bush var ekki á því að gefast upp. Hann lét smíða minna járnker og flutti út á sandana, en brimið braut það sundur eftir skamma hríð. Þá réðist Bush í að ná upp gamla járn- kerinu og setti það sem undirstöðu vita að nýju. Og árið 1845 var vitinn fullgerður, og Bush og vinir hans héldu daginn hátíðlegan með átveizlu uppi í vitanum, sem var 60 feta hár. Svo tilkynnti hann Lloyds að hann hefði reist vitann og gat þess um leið, að þarna hefði hann bætt nýrri ey við ríki Bretakonungs og hana mætti gera að vígi, §em orðið gæti jafn öflugt og Gibraltar-vígið. Svo settist Bush að i vitanum með konu sína og börn. En yfirvöldin voru ekki jafn sannfærð og hann um ágæti vitans. Voru nú sendir menn til þess að skoða hann. Komust þeir að þeirri niður- stöðu að vitinn stæði á allra óheppi- legasta stað, og væri þvi fremur hættu legur siglingum en þeim til gagns. Á fimm árum hafði Bush eytt 12.000 Sterlingspundum i vitann. Það var því von að honum sárnaði þessi úrskurður. En nú bættist það við, að ýmis skip kvörtuðu um að vitinn hefði villt sig. Ákváðu þá yfirvöldin að þetta „leiðar- ljós allra þjóða“, skyldi rifið. Var svo vitinn sjálfur rifinn, en kerið sökk og hvarf niður í Goodwin Sands. Og nú sjást engin örmul af þessu mann- virki. Einkennilegasti vitinn í Bretlandi er líklega sá, sem kallaður er Dunstan Pillar og er i Lincolnshire, því að hann var ekki reistur vegna sjófar- enda heldur manna, sem ferðast á landi. Hann var reistur 1751 til þess að leiðbeina mönnum, sem áttu leið um Metheringham-heiði. Eftir alda- í DYMBILVIKUNNI fara fram mikil hátíðahöld á Sikiley. í hverju þorpi og borg er rifjuð upp píslar- saga Jesú, og allir taka þátt í því. Sérstaklega þykja hátíðahöldin í Taormina tilkomumikil og þangað streymir þá aragrúi ferðamanna. Og enda þótt íbúarnir sé þá með hugann við hátíðahöldin, gleyma þeir því ekki að krækja í erlendan gjaldeyri ferðamannanna. Pálmasunnudagur rann upp bjartur og fagur. Klukkum var hringt snemma og sólin skein á blómahaf þorpsins. Á gluggasyll- um stóðu blómapottar og í þeim fagurgrænir hveiti-nýgræðingar, tákn frjóvseminnar, sem hvert heimili skreytir sig með um hátíð- ina. Og í kapellu Maríu meyar í dómkirkjunni hafði verið sáð til blóma, er nú mynduðu þar kross. Kirkjan var öll uppljómuð af kert- um og á gólfið fellu fagrir geislar úr myndskreyttum gluggunum. Annars var þarna dapurlegur blær á öllu, því að dýrlingamyndirnar og líkneskin voru þakin sorgar- slæðum. Framan við kirkjuna safnaðist saman fjöldi bæarbúa og ferða- manna til þess að horfa á pálma- skrúðgönguna. Höfuðprestur Taormina safnaði um sig aðstoðarmönnum sínum og gekk út. Ungir drengir í hvítum matrósafötum og litlar stúlkur mótin 1800 var vitinn orðinn óþarfur, og 1820 var reist á honum minnismerki um Georg III. konung og fimmtíu íra ríkisstjórn hanj. klæddar eins og brúðir, biðu ásamt foreldrum sínum, öfum og ömmum og nunnum. Allir voru með helgi- tákn í höndum, krossa ofna úr pálmablöðum, pálmavendi með silkiböndum, er tákna frið, olíuvið- argreinar sem tákna hreinleika, hveitistrá sem tákna frjóvsemi og vendi úr döðlupálmum, sem tákna bræðralag. Ungir piltar renndu ástaraugum til ungu stúlknanna, en þær skýldu sér með blómvöndum. Fólkið þusti fram til þess að meðtaka blessun, en ysinn og hávaðinn var svo mikill að ekkert heyrðist hvað presturinn sagði. Nú hófst skrúðgangan. Fyrstur gekk höfuðpresturinn með prest- um sínum og akolútus, og heldu allir á helgum dómum. Síðan kom almenningur, fyrst æpandi börn, þá dökkklæddar konur og karl- mennirnir seinast. Allir gengu í langri fylkingu niður strætið, út um Messinahliðið til Sankti Panc- razio kirkjunnar og svo þaðan til allra hinna kirknanna, stöðugt syngjandi og sönglandi. Það leið á daginn og hitinn varð sterkur. Skrúðgangan leystist upp í mangarasöfnuð. Menn seldu mis- litar blöðrur og sætindi, götusalar æptu um vörur sínar og allar búðir voru opnar. — ★ — Á skírdag á höfuðpresturinn að standa fyrir hinni helgu kvöldmál- tíð og seinna um daginn á hann að þvo fætur lærisveinanna fyrir fram -an altarið. Höfuðpresturinn leikur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.