Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 3
1 ingar á samningnum, og síðar vildu þeir fá frestinn til að fullgera stöð- ina framlengdan til 1910 vegna þess að þeim hafði ekki tekizt að útvega lánsfé. Raflýsinganefnd réði ein- dregið frá þessu og fellu þá samn- ingarnir niður. Lagði þá nefndin til að teknir væri upp samningar við Carl Francke. Þýzkt firma kemur til sögunnar Þegar til kom vildi hann aðeins reisa gasstöð, en ekkert eiga við rafmagn fyr en ýtarleg rannsókn hafi farið fram á því hverjar horf- ur væri um framtíð rafmagnsstöðv- ar og þá stöðvar er tæki orku úr Elliðaánum. Tilboð hans var á þá leið, að hann skyldi reisa hér gasstöð fyrir umsamið verð, annast götulýsingu og setja upp Ijósker og halda þeim við. Gert var ráð fyrir því að hvert götuljós mundi kosta álíka mikið á ári og gömlu steinolíuljósin, en frá hverju ljóskeri kæmi 5 sinnum meira ljósmagn en áður. Gas til lýsingar í húsum skyldi verða ódýr -ara en nokkur annar ljósgjafi. Og svo væri gas til suðu, upphitunar og iðnaðar. Francke bauðst til þess að útvega lán til stöðvarinnar. Átti firmað svo að starfrækja stöðina fyrst um sinn, en greiða bænum árlega vexti og afborganir af lán- inu, þar til það væri að fullu greitt. Verði rekstrarhalli á stöðinni átti Francke að greiða hann, en ef ágóði yrði, skyldi bærinn fá % hluta hans. Bænum var og heimil- að að taka að sér reksturinn eftir 5 ár, ef hann vildi. Nú var hætt að kalla nefndina raflýsinganefnd og farið að kalla hana gasnefnd, enda var það rétt- nefni. í tillögum sínum til bæar- stjórnar lét hún þess getið, að hún hefði fengið upplýsingar frá 30 þýzkum smábæum um notkun gass og rafmagns, og væri raflýsing hvarvetna dýrari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á fundi bæarstjórnar 17. des. 1908 var samþykkt með 9:3 atkv. að láta reisa gasstöð á kostnað bæ- arins og taka tilboði Francke um að koma þessari stöji upp „með öllum útbúnaði, úr beztu bygging- arefnum og með vandaðasta frá- gangi, að öllu leyti útbúinni að taka , til starfa eftir fyrirmyndunum, upp -dráttum og kostnaðaráætlaninni, er sé samþykkt af sínum sérfræð- ingnum fyrir hvorn málsaðila“, eða einum sérfræðingi, ef báðir gæti komið sér saman um hann. Og það varð. Báðir komu sér saman um að fela Th. Krabbe verkfræðingi þetta starf Það má því með nokkrum rétti segja, að stofndagur gasstöðvarinn- ar hafi verið 17. desember. Undirbúningur í tilboðinu var það tekið fram. að Francke væri skylt að útvega bænum lán til þess að koma upp gasstöðinni, en bænum átti samt að vera heimilt að útvega sér lánið hjá öðrum. Gæti Francke ekki út- vegað lánið með þeim kjörum, sem bærinn vildi ganga að, átti bærinn að vera laus allra skuldbindinga annarra en þeirra að borga undir- búninginn. Francke útvegaði tilboð um lán. En vextir þóttu bæarstjórn of háir. Var nú samþykkt í bæarstjórn 17. júní 1909 að taka tilboði Lands- bankans um lán „í því skyni að kaupa af Carl Francke gasstöð sam -kvæmt tilboði hans, er bæarstjórn hafði samþykkt 17. des 1908“. Svo var gasnefnd gefið „umboð til þess að ákveða hvar gasstöðin skyldi standa, til þess að kaupa grunn undir hana eða makaskipta á grunnum, og til þess að undirbúa allt er þarf undir úrskurð Th. Krabbe verkfræðings um endan- legan byggingarsamning". í gas- nefnd áttu sæti þeir Páll Einars- son borgarstjóri, Kristján Jónsson, 219 Halldór Jónsson, Knud Zimsen og Magnús Th. S. Blöndahl. Nú undirbjó nefndin samninginn í hendur Th. Krabbe. Hann úr- skurðaði eigi aðeins öll atriði, sem nefndina og umboðsmenn firmans. hafði greint á um, heldur setti hann og verð á öll atriði kostnaðar- áætlunarinnar, og síðan ritaði hann á samninginn eftirfarandi klausu: „Eg undirritaður lýsi hér með yfir því sem einkavalinn sérfræð- ingur af hálfu beggja málsaðilja, að ofanskráður byggingarsamning- ur um gasstöð í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum, skal vera bindandi fyrir báða málsaðilja“. Á þetta stig var málið þá komið er það kom fyrir bæarstjórnarfund hinn 8. júlí 1909. Borgarstjóri fór fram á það, að sér yrði gefið um- boð til þess að undirrita samning- inn fyrir hönd bæjarstjórnar. Þá fór að hvessa En í stað þess að veita þetta um- boð tafarlaust, sem allir munu hafa búizt við, hófst nú hin harðvítug- asta deila á fundinum. Sumir vildu alls’ ekki veita umboðið, báru fyrir sig að bærinn væri laus allra mála úr því að Carl Francke tókst ekki að útvega lán með þeim kjörum, er bærinn vildi ganga að, og heldu því auk þess fram, að hægt væri að reisa ódýrari gasstöð en þessa. Sömuleiðis var gerð hörð árás á borgarstjóra og gasnefnd fyrir kaup á lóð undir gasstöðina. Upphaflega hafði verið ráðgert að.reisa stöðina á lóð, sem bærinn átti hjá fiskstakkstæði Ásgeirs Sig- urðssonar kaupmanns. Sú lóð var talin mjög verðmæt, en í viðbót við hana hefði orðið að kaupa við- bótarlóð fyrir nokkrar þúsundir króna. Meðan þetta var í ráði, bar Ás- geir Sigurðsson sig upp undan því að sér yrði bakað tjón með þessu, því að reykur frá gasstöðinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.