Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 12
228 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að miðnætti“. sagði Gerardo. „En þá fara báðar Madonnurnar sorg mæddar til kirkna sinna“. — ★ — Næsta dag lagði svo hin grát- andi Madonna í leit að syni sínum. Og vegna þess að hún varð að leita um allar götur, þá stóð þessi leit 1 fullar 20 klukkustundir. „Finnur hún soninn að lokum?“ spurði eg Gerardo. „Það er sú spurning, sem ekki fæst svarað", sagði hann. „Á hverju ári spyrja menn þessa. Sumir segja að hún finni hann, en aðrir segja að hún finni hann ekki. Enginn veit neitt með vissu“. Gangan hafði hafist klukkan tvó og uú var klukkan orðin fjögur Við gengum niður Via Fardella og heyrðum hornaþytinn álengdar. Og svo mættum við fylkingunni eins og úlfaldalest á eyðimörk. Fremst fóru 40 menn í skarlatsklæðum. Þeir voru með hvítar hettur yíir höfðum og rifur fyrir augum. Minntu þeir mig helzt á Ku-Klux- Klan. Þetta voru menn úr leynifé- lagi, sem átti upptök sín aftur í mið -öldum. Þessir menn báru kyndla og voru skuggalegir, eins og allir grímuklæddir menn. Þarna voru bornar margar helgi- myndir og á undan hverri fór hóp- ur hljóðfæraleikara. Þeir léku ýmxs lög, svo sem sorgarmarsa eftir Puccini, Toselli og Lombardi og svo ýmislegt annað til heiðurs ninni syrgjandi guðsmóður. Á eftir hverri hljómsveit kom hópur svart- klæddra varðmanna, og voru þar tveir fánaberar, annar fullorðinn en hinn drengur. Þeir tóku dans- skref eftir hljómfallinu, tvö skreí áfram og eitt aftur á bak. Allur var þessi skari heldur dapurlegur. Þó voru innan um kátir ungir menn, einkum þeir sem báru helgi- myndirnar. Þegar staðnæmst var, hölluðu þeir sér fram á myndirnai og reyktu sígarettur, eða þá að þeir seildust undir klæðafald þeirra og drógu þar fram flösku. sem þeir létu ganga milli sín. Þeir hendu gaman að krossfestingunni alveg eins og hermennirnir á Golgata. Mér varð bylt við að sjá Krist. Líkneskja hans var borin í gler- skáp og sat hann þar nakinn nema hvað hann var með lendaklæði og þyrnikórónu. Hann reri fram og aftur og mér sýndist engu líkara en að hann væri að hneigja sig fyrir einhverri konu og bjóða henni upp í vals. Svo kom hin grátandi Madonna, ímynd móðursorgar. Hún var ekki með annað skart en hið heilaga hjarta stungið rýtingi, og hvítan vasaklút. Klúturinn var úr silki- kniplingum og í hann saumað stórt M og helt hún á honum með litla fingrinum. Hún minnti mig á ein- hverja leikkonu í sorgarleik fra V iktoríutímabilinu. Á eftir henni komu svartklæddar grátkonur og höfðu fest merki hennar á brjóst sér. Margar voru gamlar og berfættar og fæturnir afar óhreinir. Aðrar gengu á svört- um sokkum, sem tærnar stóðu út um. Sumar konurnar báru börn, og gamlar kerlingar leiddu barnabörn sín. Á eftir þeim kom svo hinn háværi hópur sölumanna. Næstu átta klukkustundirnar sá- um við ekkert til fylkingarinnar, en heyrðum alltaf í hljómsveitun- um. Um miðnætti fórum við upp á þak á kvikmyndahúsi og sáum þaðan hvernig fylkingin mjakaðist um göturnar, þar til hún kom í gót- una þar sem við vorum. Öll götu- ljós voru slökkt, en einkennilegir f löktandi skuggar dönsuðu um húsa -veggi og stræti undan birtu blys- anna og kertaljósanna. Rauðu klæðin grímumannanna voru eins og logandi. Foringi þeirra bar Kross. Burðarmennirnir voru orðnir þreyttir og hvíldu sig oftar en áð- ur. Þeir komust ekki nema svo sem 50 fet í áfanga og lögðust svo þungt á byrði sína til að hvíla sig. Eg sneri mér að Gerardo og spurði: „Hvoru eru páskarnir helgaðir, Maríu eða Jesú?“ Það stóð ekki á svarinu. „Báð- um“, sagði hann, „en auðvitað var það sonur hennar sem var kross- festur“. Þar kom það. Sonur hennar var krossfestur, ekki Jesú. Hluttekning- in stafaði ekki af meðaumkun út af píslum hans, heldur út af sorg móð- urinnar. — 'k — Stundu fyrir sólarupprás kom Gerardo til mín í gistihúsið. Fyrir framan gluggann á herbergi mínu voru svalir og sá þar yfir Viktor Emanúelsgötu, þar sem skrúðgöng- unni skyldi lokið. En hún varð einni stund á eftir áætlun. Það lét hátt í hljóðfærunum og göturnar voru fullar af fólki. Skruð -gangan nálgaðist frá efri enda göt- unnar. Henni miðaði hægt, því að burðarkarlarnir urðu að fara var- lega, götusteinarnir voru flughálir af vaxi, sem lekið hafði af kertun- um. Þeir hvíldu sig nú lengur í hvert skipti en áður, fleygðu ser flötum á götuna eða hölluðust fram á burðarstengurnar. Þeir voru jafn sorglegir á svipinn og myndirnar, sem þeir báru. Kertin. sem lýst höfðu svo vel um nóttina, voru nu eins og reykstryk í sólskininu. Svo hægt miðaði fylkingunni áfram, að hún var fjórar klukkustundir að komast seinustu þúsund fetin. Hver flokkur burðarkarla var stundarfjórðung að komast inn í kirkjuna með byrði sína. Hljóm- sveitirnar léku nú sitt lagið hver og hundur trylltist og hljóp upp með gjammi miklu. Madonna var ekki komin enn, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.