Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 2
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Drezkum rafmagnsfélögum um raf- magnsstöð fyrir Reykjavík. Hún átti að kosta 3000 Sterlingspund. Því tilboði var einnig hafnað. Menn vissu þá varla hvað rafmagn var og sumir höfðu ýmugust á því sem „galdri“. Árið 1904—05 setti Jóhannes Reykdal á fót rafmagnsstöð í Hafn- arfirði. Og þegar menn sáu raf- magnsljósin, breyttist viðhorfið til þeirra að mun. Hér var þá ekki um neinn galdur að ræða, heldur ljós, sem var margfalt betra en öll önn- ur ljós er íslendingar höfðu átt völ á. Reykvíkingar öfunduðu Hafn- firðinga af rafmagnsljósunum, og minnist eg þess að eg heyrði suma tala um, að það væri skömm fyrir höfuðborgina að Hafnarfjörður skyldi hafa orðið á undan henni að þessu leyti. En það var þó ekki Hafnarfjarðarbæ að þakka. Hann mundi hafa „setið í myrkrinu“ lengi enn, ef framtak einstaklings- ins hefði ekki komið þar á fót fyrstu rafmagnsstöðinni á íslandi. 300 ha. rafstöð En nú var farið að tala um það í alvöru að koma hér upp rafmagns -stöð og virtist mikill áhugi standa þar að baki. Varð þetta til þess að Halldór Guðmundsson raffræðing- ur var sendur til Noregs árið 1906 til þess að kynna sér rafstöðvar í bæum af svipaðri stærð og Reykja- vík og fá að vita hvernig þær reynd -ust. Var þá áætlað að Reykjavík þyrfti ekki nema 300 ha. stöð, og mvrndi hún nægja bæði til ljósa og handa þeim iðnaðarfyrirtækjum er þá voru hér. Þegar Halldór Guðmundsson kom heim aftur taldi hann ekki ráðlegt að virkja Elliðaárnar, þvi að engar upplýsingar væri um ís- rek í þeim og mismunandi vatns- rennsli. Leizt honum bezt á að Sogið vseri virkjað, en vegna fjar- lægðar yrði að reisa þar svo stóra stöð, að hún væri Reykjavík um megn. Lagði hann því til að hér yrði komið upp rafmagnsstöð með tveimur olíuhreyflum, öðrum 180 ha., en hinum 135 ha. Vildu þa margir að í þetta yrði ráðist þá þegar, og 18. október um haustið samþykkti bæarstjórn með 7:5 at- kvæðum, að leita samninga við inn - lenda og erlenda menn um að koma hér upp á sinn kostnað rafmagns- stöð og gasstöð og reka hana á sinn kostnað um ákveðið árabil. Með þessu var horfið frá vatnsafli og olíuhreyflum og gert ráð fyrir þvi að rafmagnið yrði framleitt með gashreyflum. Hafði nefnd þriggja manna (en í henni voru þeir Jón Þorláksson verkfræðingur, Ásgeir Sigurðsson kaupmaður og Halldór Jónsson bankagjaldkeri) samið ályktun þá er samþykkt var. I greinargerð sögðu þeir að fyrir- tækið mundi fyr komast á fót með þessu móti og bærinn losnaði við áhættu af lántöku, en hann þyrfti nú sjálfur á miklu fé að halda til vatnsveitunnar, skolpræsagerðar og hafnarinnar. Jón Þorláksson taldi það og mikils um vert, að með þessu móti fengi bæarbúar gas til eldunar, og væri ekki minna um það vert en að fá rafljós. Nefndin hafði aflað sér upplýsinga um rekst -ur rafmagnsstöðva í 26 smábæum í Englandi, og höfðu allir tapað á raflýsingunni nema 3, og réði þetta úrslitum um að nefndin vildi ekki að bærinn réðist sjálfur í fyrirtæk- ið. Gerði hún ráð íyrir að þessi stöð mundi kosta um 200.000 kr., fyrir utan lóð undir byggingar. Þeir 5, sem greiddu atkvæði gegn tillögu nefndarinnar, voru allir fylgjaridi því að hér kæmist sem fyrst upp rafmagnsstöð, en þeir vildu að bærinn reisti hana sjálfur. Th. Krabbe verkfræðingur skrif- aði þá grein í Lögréttu og taldi að það yrði gróðavegur fyrir bæarfé- lagið að koma sér upp gasstöð. Gas- ljós mundu verða ódýrari en raf- magnsljós. Að minnsta kosti væri sú reynslan í Kaupmannahöfn, að gasið væri Ijósgjafi ninna fátæku, en rafmagnið ljósgjafi hinna ríku. Skriður kemst á málið Nú var leitað tilboða í stöðina og kom ekkert tilboð frá útlöndum, en tvö tilboð komu frá innlendum að- iljum. Að fyrra tilboðinu stóðu þeir Thor Jensen kaupmaður, Eggert Claessen lögfræðingur o. fl., en að hinu seinna Th. Krabbe verkfræð- ingur, Jón Hermannsson skrif- stofustjóri, Leonh. Tang kaupmað- ur o. fl. Nokkur leynd var höfð um þessi tilboð, og var haldinn lokað- ur fundur í bæarstjórn 2. maí til þess að taka ákvörðun um þau. I báðum tilboðum var farið fram á að fá ókeypis lóð á Melunum undir stöðina. Báðir skuldbundu sig til þess „að veita rafmagni og gasi svo langt og víða um bæinn, sem kraf- ist verður með sanngirni“. Báðir gerðu ráð fyrir að stöðin gæti tekið til starfa fyrir haustið 1908, en vildu þó ekki skuldbinda sig til að hafa hana til fyr en ári seinna. Gert var ráð fyrir 25 ára einka- leyfi Einhver smávegis munur var þó á tilboðunum. Varð allmikið þref í bæarstjórn út af því hvorum skyldi veita einkaleyfið. En á fundi 7. júní 1907 var samþykkt með 8:4 atkv. að taka tilboðinu frá þeim Thor Jensen, og enn var samþykkt seinna, að stöðin mætti vera á Mel- unum. Þetta sumar kom hingað umboðs- maður frá firmanu Carl Francke í Brimum að leita samninga við bæarstjórn um að koma upp gas- stöð hér með góðum kjörum. En þá hafði bæarstjórn þegar bundið sig, svo að ekki gat orðið úr samn- ingum. í öndverðum október fóru ís- lenzku verktakarnir fram á breyt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.