Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 1
Hamfarir náttúrunnar: Þegar fjöllin springa í loft upp NORÐUR af Venezuela í Suður-Ameríku gengur löng halarófa af eyum of næi alla leið norður undir Puerto Rico. Nyrðri hluti tyanna kallast Hléseyar, en syðri hlutinn Vindborðseyar. Á mót- um þeirra er eyan Martinique, sem Frakkar ráða yfir. Þar er eld- íjallið Pelée. Fyrir 56 árum varð ógurleg sprenging í fjallinu. í bcrginni St. Pierre biðu allir menn bana nema einn — svertingi sem var í fangelsi. LANIÐ hafði leikið við Fernand Clerc. Hann var nú um fertugt en hann var auðugasti plantekrueig- andinn í hinu dásamlega eylandi sem Martinique heitir. Hann var milljónamæringur og öll fyrirtæki hans blessuðust. En þótt gott sé að vera í Vestur- indíum, þá verða sumir gripnir óyndi þar og heimþrá. Svo var þó ekki um Fernand Clerc, því að for- sjónin hafði séð svo um, að hann var kosinn þingmaður, og þess vegna varð hann að fara á hverju ári heim til ættjarðarinnar, Frakk- lands, og sitja á þinginu í París. Hann var hraustur og vel á sig kommn, hann naut virðingar sam- borgara sinna, og hann átti yndis- lega konu og börn. Það var því ekki sagt út í bláinn, að lánið hefði leikið við hann á allan hátt. Hann var oft á ferðalagi milli plantekra sinna, og fagrir voru sykurreyrs- akrarnir hans hjá Vivé, utan í hlíðum Mont Pelée. Nafnið Mont Pelée þýðir „Nakta fjallið“, og það átti við meðan hraunleðja og aska úr eldgígnum þakti allar hlíðar þess, svo að þar sá ekki stingandi strá. En nú var langt síðan þetta var. Eldgígurinn hafði ekki bært á sér síðan 1851 og þá aðeins lítillega. Nú var árið 1902 og gígurinn kuln- aður fyrir löngu. Gróður þakti fjallahlíðarnar og í gígnum hafði myndast stöðuvatn, hið svokallaða Pálmavatn, vegna þess að umhverf- is það stóðu pálmatré. Þar var ynd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.