Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 12
244 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS né þvegið föt sín vikum saman. Hér á pólstöðinni höfðum við heit og köld steypiböð, þvottavél, þurkun- arvél fyrir þvott, ryksugur, rafljós hjá hvers manns rúmi, dúk á gólf- um og kvikmyndasýningar þrisvar í viku. Á hverjum degi bræddum við hjarn svo að við fengum um 50 lítra handa hverjum manni. Þrifn- aður var því allur með ágætum, og mönnum leið vel. Matreiðslan var vandasöm Eg gæti ritað langt mál um hvern mann, sem þarna var, því að hver hafði sínu skyldustarfi að gegna, og undir árvekni hvers og eins var árangurinn af starfi okkar kominn. Enginn hafði þó jafn vandasamt og vanþakklátt starf og matreiðslu- maðurinn. Við vorum svo heppnir að hafa úrvalsmann, Chet Segers. Eg dáðist eigi aðeins að ágætum mat hans, heldur hvernig hann rækti starf sitt yfirleitt. Var þó erfitt að gera 17 mönnum til hæfis, misjafnlega matvöndum. En ef hann vissi að einhverjum líkaði ekki sá matur, sem var á borðum, hafði hann sérstakan mat handa þeim. Við áttum þrjár smálestir af frystu kjöti þegar veturinn gekk í garð. Flugvélar höfuð flutt það og önnur matvæli til okkar, og kastað þeim niður í fallhlífum. Matvælun- um var komið fyrir í snjógöngum hingað og þangað. Hverjum manni voru ætluð 6—8 pund af matvælum á dag. Það var ærið vandaverk að skipuleggja matvælanotkunina, einkum ef þess er gætt, að allt var beinfrosið og þurfti að þíða það nokkra daga áður en hægt væri að matreiða. Lífguð fjörgömul fræ úr jöklinum Læknirinn okkar, dr. Howard C. Taylor, þurfti ekki mikið að sinna sjúklingum, sem betur fór. En hann flutti fyrirlestra um heilsu- fræði einu sinni í viku, og svo var hann að finna upp ýmislegt. Furðu- legasta áhaldið kallaði hann „in- somniometer“, en það var áhald til þess að mæla hve oft menn sneru sér í svefni á nóttinni. Það var aðal- lega búið til úr tómum niðursuðu- dósum og úr því lágu strengir í svefndýnu. Sjálfritandi tæki átti svo að sýna hvernig maður bylti sér á dýnunni. Taylor læknir vann vikum saman að því að búa til þetta áhald og reyndi það svo á Bob Benson. Um morguninn sást, að sjálfritarinn hafði dregið beina línu. Þá gafst læknirinn upp. En þetta var vegna þess að Bob hafði ekki hreyft sig í svefni alla nótt- ina! Þá tókst lækninum betur við aðra merkilega tilraun, en hún var sú, að lífga þau frió, sem fundust djúpt niðri í jöklinum. Miklar lík- ur eru til þess að ætla, að þessi frjó hafi borizt í háloftunum frá öðrum heimsálfum og geymzt þarna í ,hraðfrystistöð“ jökulsins jafnvel öldum saman. Læknirinn bræddi nokkur sýnishorn af hjarni sem tek -ið var á miklu dýpi, ogræktaði frjó kornin í loftheldum ílátum. Þetta reyndust sveppar, mjög líkir hin- um hvítu og grænu myglusvepp- um í brauði. Hann flutti þetta með sér er við fórum heim, og verður það nú rannsakað nánar. Veðurathuganir Veðurfræðingarnir voru fjöl- mennastir í okkar hóp. Þeir voru fjórir og unnu til skiptis nótt og dag. Þeir höfðu ótal mælitæki, sem komið var fyrir á bersvæði um 100 metra frá stöðinni, og um þau urðu þeir að vitja á þriggja stunda fresti, hvernig sem veður var. Þeir flýttu sér eins og þeir gátu, vegna kuldans. Þeir heldu niðri í sér and- anum meðan þeir athuguðu hita- mælirinn, svo að andgufan hefði engin áhrif á hann. Svo athuguðu þeir hin áhöldin, sem mældu vind- átt og vindhraða og hitabreytingar milli íss og lofts. Þeir athuguðu hina örsmáu ískrystalla, sem stund- um koma svo að segja úr heiðskíru lofti. Þeir athuguðu breytingar á yfirborði jökulsins og hvort þær stöfuðu af renningi eða úrkomu. Sérstaklega athuguðu þeir ,,snæ- dúninn“, örþunnar frostkúlur, sem verða að dufti við minnstu snert- ingu. Þessar furðulegu kúlur mynd -ast þegar loftið hitnar hraðar en yfirborð jökulsins. Þegar tunglsljós var mátti oft sjá rosabaug kringum tunglið, fölan og undarlegan í samanburði við rosa- bauginn sem sést svo oft umhverfis sólina á sumrin. Það eru örlitlir ís- krystallar í loftinu, sem valda þess- um Ijósfyrirbærum. Veðurfræðingarnir urðu líka að gera athuganir hátt í lofti. Til þess hófðu þeir stóra loftbelgi með svo- lítilli sendistöð. Móttökustöðin var í hvolfturninum á stöðinni (hann var úr plasti) og þar var fylgzt með ferðum loftbelgjanna. Frá sendi- stöðinni komu ýmis merki, er tákn- uðu hitastig, loftþrýsting og raka. Stundum var ofurlítið rafmagns- ljós sett neðan í loftbelg til þess að auðveldara væri að fylgjast með ferðum hans. Síðan var unnið úr þessum upplýsingum og niðurstöð- unum útvarpað til Litlu-Ameríku, sem fær veðurupplýsingar frá öll- um stöðvunum á Suðurskautsland- inu. Uppgötvun um jónbeltið og jökulinn Sjálfvirkt senditæki sendi dag- lega á 15 mínútna fresti útvarps- bylgjur upp í jónloftlagið, en ann- að tæki hleraði eftir hvort bylgj- urnar endurköstuðust þaðan, og rit- aði þær niður á band. Jónloftlagið er í 80—400 km hæð og endurkast- ar útvarpsbylgjum. Vísindamenn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.