Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 247 þeir menn, sem hafa aflað sér þekk- ingar, verða sammála um, að tvær frumstæðustu skipategundirnar, eru einhverjar hinar beztu í sjó að leggja; þeim mun einnig finnast það senni- legt, að á slíkum skipum hafi verið farið yfir öll heimsins höf og fundin öll þau lönd, er byggð voru, eða báru þess vott að byggð hefði verið, áður en fyrstu kunnir Norðurálfumenn komu þangað. Slík skip eru útleggjara- kæn- ur Suðurhafseyja-búa og húðbátar íra og Eskimóa . . . Þegar vér höfum fyrst sagnir af írum, voru þeir siglingaþjóð, og O’Kelly hefir fundið nægar sann- anir fyrir því, að meðan írar voru meiri menningarþjóð en Bretar og þeim fremri í siglingum, þá treystu þeir mest á „curragh", enda þótt þeir ætti einnig tréskip. Og samkvæmt írskum sögnum hafa þeir allt fram á 6. öld treyst nær eingöngu á húðskip- in til langferða . . . Nokkuð er á reiki um hve margir menn hafi verið á hverju skipi. Hornell segir að á ein- um stað sé nefnd þrjú húðskip og 20 menn á hverju; á öðrum stað sé talað um húðskip sem á voru 30 menn. . . Þessi skip voru gerð úr nautshúðum, sem sútaðar höfðu verið í barkar- legi. . . Sagt er að St. Comgall hafi sent Beoe á húðskipi til Rómaborgar frá Bangor, til þess að ræða kirkjumál við Gregoríus páfa. .. Maeldur, sem unpi var á 7. öld eða í byrjun 8. aldar. fór í langferð á „curragh" og hafði með sér 63 menn“ (Greenland). { annari bók (Great Adventures and Explorations) segir: „Um það leyti er íslands er fyrst getið i írskum heimild- um, var húðskipið, eða „curragh" tal'ð bezt allra til langra sjóferða. — En sagnir íra og rit geta ekki um það hvort allar ferðir þeirra um norðan- vert Atlantshaf voru farnar i „curr- aghs“, en líklegast er það þó. því að flest bendir til þess að húðskipin sé bezt í sjó að legga allra þeirra skipa er menn hafa fundið upp“. T. C. Lethbridge segir 1 bók sinni „Herdsman and Hermits": „Curragh" er ótrúlega létt skip, svo létt að það lyftist á bárum, sem mundu færa stærri skip í kaf. Og vegna þess hve létt það er, er það mjög hrað- skreytt^ Það er alls ekki ótrúlegt að slík skip hafi getað farið milli Skot- lands og fslands á sex dögum. . . Það hefir verið sjón að sjá er kristnu munkarnir (Papar) sigldu norður í höf. Húðskipið rann eins og stormfugl á bárum hafsins. . . . Stýrimaður miðaði stefnuna við það úr hvaða átt bárurn- ar komu, og endrum og eins gat hann stuðst við sól á daginn, eða stjörnur um nætur. Gæti hann haldið þannig stefnunni nokkurn veginn í norðurátt, gat hann ekki farið fram hjá íslandi, því að fjöllin þar eru svo há, að þau sjást langar leiðir utan af hafi“. Hér er því haldið fram, að Papar hafi komið hingað á húðskipum, og þá er líklegt að írskir landnámsmenn, er hingað fluttust, hafi komið á slíkum farkosti, enda þótt þess sé hvergi get- ið. í ritgerð sinni um siglingar á sögu- öld (Safn IV.) getur Bogi Th. Mel- sted um Ávang og skipasmíð hans í Botni. Er hann ekki frá þvj að sagan geti verið sönn, en segir að þess beri gæta, að inn í Landnámsbók sé skotið „ýmsum sögnum og þjóðsögum, sem eigi eru allar jafnáreiðanlegar". Um skipasmíðina þarf ekki að efast. Bónd- inn í Hvalfjarðarbotni hefir smíðað þar „curragh" og haft til kaupferða, líklega til írlands. En um nafn bónd- ans mætti frekar efast að rétt væri, en hefði skolast í munni og meðferð, nema um kenningarnafn sé að ræða. Líklegt er, að í Botni hafi frá land- námstíð verið hvíldarstaður ferða- manna, eða áfangastaður. sem nú er kallað. Slíkan stað kölluðu fornmenn áívang. Því svipar furðanlega mikið til nafns bóndans írska, Ávangur. Getur ekki skeð að hann hafi fengið það kenningarnafn af staðnum? Slíkar nafngiftir voru til, sbr. Þórarinn Króksfjörður. Á. Gerfitunglin SPUTNIK I., sem Rússar skutu upp í háloftin, vóg 184 pund, og komst í nær 900 km. hæð. Hann lenti inn í gufuhvel jarðar 4. janúar s. 1. og brann þar upp til agna. Sputnik II., sem skot- ið var á loft mánuði seinna vóg 1118 pund og í honum var lifandi hundur. Hann komst í nær 1600 km. hæð. Nú er hann einnig úr sögunni, brann ný- lega upp til agna er hann barst inn í gufuhvolfið. En nú eru tvö gerfitungl Bandaríkjanna á lofti. Fyrra gerfitunglið, sem nefnist Explorer, vegur aðeins 30,8 pund. Því var skotið á loft með 70 feta langri þrefaldri rákettu af Júpítergerð. Sjálft er það aflangt, 6 fet og 8 þuml. á lengd, en 5 þuml. að þvermáli. Það fer um- hverfis jörðina eftir sporbaug og kemst í 2900 km. hæð. Búist er við að það geti haldist á lofti allt að 10 árum, en þó getur verið að það komi fyr inn í gufuhvel jarðar og eyðist þá. Seinna gerfitunglið, sem Bandaríkja- menn settu á loft, heitir Vanguard og vegur 21 pund, og getur verið árum saman á lofti. Það er útbúið alls konar rannsóknatækjum. Og bráðlega er von á þriðja bandaríska gerfitunglinu, sem vegur um 100 pund. Þetta eru tilrauna- hnettir. Seinna á þessu ári gera Banda- ríkjamenn ráð fyrir að senda á loft gerfitungl, sem vegur nokkrar smá- lestir. Sputnikarnir gengu umhverfis jörð- ina frá norðri til suðurs og lá braut þeirra yfir Bandaríkin. En bandarísku gerfitunglin ganga umhverfis jörðina frá austri til vesturs og fara aldrei yfir Rússland. Hugvit Edisons THOMAS A. EDISON er enn talinn meðal fremstu hugvitsmanna heims- ins. Hann lét sér ekki nægja að fást við stórar uppgötvanir, ekkert var svo fánýtt að hann reyndi ekki að endur- bæta það á einhvern hátt. Þar á meðal voru ýmis heimilisáhöld. Og sumarbú- staður hans varð frægur fyrir þau áhöld er hann hafði fundið upp til þess að létta heimilisstörfin. Einu sinni bauð hann nokkrum vinum sínum þangað til að skoða þetta, og dáðust þeir mjög að öllu. En einn sagði þó að hann skildi ekkert í því að hugvits- maðurinn skyldi ekki hafa betri grind í hliðinu heldur en krosstré það, sem þar var. — Eg varð að taka á öllu afli til þess að geta snúið krosstrénu, sagði hann. Þá brosti Edison glettnislega og mælti: — Þú gerðir annað meira — þú dældir 30 lítrum af vatni upp í vatns- geymi hérna á þakinu um leið og pú snerir krosstrénu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.