Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 8
240 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Veturseta á SuÖurheimskauti í FYRSTA skipti í sögu heimsins hafa menn haft vetursetu á Suðurheimskautinu, átján bandarískir menn, og stunduðu þar rannsóknir í sambandi við jarðeðlisfræðaárið. Aðalforingi þeirra var Paul A. Siple. Hann h'efir skrifað grein um þessa vetursetu í The Geographic Magazine og er þetta útdráttur úr henni. ÞAÐ var 18. september 1957. Það var bráðlega von á sólinni, sem ekki hafði sézt í hálft ár. Hún var þegar farin að strá gullnum geisl- um yfir rúmlega hálft himinhvelið. Eg dró úlfskinnhettuna betur fyrir andlitið til þess að hlífa því og skundaði svo út úr snjógöngun- um hjá bústað okkar. Kuldinn var bitrari en nokkuru sinni fyr. Um leið og eg andaði frá mér var and- gufan orðin að hrími í 10 mánaða gömlu skegginu. Ósjálfrátt bar eg höndina upp að nefinu til þess að skýla því. í slíku frosti, sem nú var, kell nefið á svipstundu. Frostbitran var alveg eins og eldslogi léki um nefið. Og áður en eg hafði gengið mörg spor, voru togleðursstígvélin mín gaddfreðin og hörð eins og járn. Frostið var nú 102 stig F. (74,44 st. C.), en daginn áður hafði það verið 102,1 st. (74,5 C.) og er það mesti kuldi, sem mældur hefir ver- ið á jörðinni. Okkur langaði tií að vita hvernig væri að vera úti í slíkum heljarkulda. Jack Tuck (foringi sjóliðanna) og hundurinn Bravo, serh aldrei skildi við hann, voru komnir út á undan mér. Hundurinn dansaðí af kæti. Hann fagnaði því eins og við að fá aftur að sjá dagskímu. Hann Paul A. Siple skeytti ekkert um kuldann, en stökk á undan okkur, og andgufan var eins og löng hvít stroka aftur af honum. Á sjálfum Suðurpólnum Við lögðum leið okkar að „suður pólnum“, þeim stað þar sem jarð- möndullinn endar landfræðilega Með nákvæmum mælingum um væturinn höfðum við Jack komizt að því, að þessi staður var 2400 fet frá búðunum, í áttina til austur strandar Ástralíu. Á þessari leið var röð af rauðum veifum með 100 metra millibili Óslétt hjarn var alla leið og við hrösuðum hvað eftir annað er við rákum tærnar í glerharða skafla Allan veturinn hafði verið látlaus stormur svo að segja og vindhrað- inn oft 86 km. á klukkustund. Og þegar vindurinn fór yfjr örðulausa sléttuna, skóf hann snjóinn og hlóð honum í hin furðulegustu form. Vindurinn skefur snjóinn og ber hann saman í harða skafla er hafa hin furðulegustu form. Hér má t. d. síta Hal snjóbrú yfir lægð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.