Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 237 Svarti glæpamað- inn var sá eini sem komst lífs af i borginni. var hún höfuðlaus. Það skifti í tvö horn — ýmist voru líkin hræðileg útlits, eða það var eins og þau væri sofandi. VEGNA ÞESS að ein kona fannst með lífsmarki í rústunum, var lagt meira kapp á að leita, en fleiri fundust ekki lifandi. Svo var það fjórum dögum eftir að fjallið sprakk, að tveir svert- ingjar voru að ráfa um rústir borg- arinnar. Þá heyrðu þeir að hrópað var á hjálp neðan úr jörðinni. Þeir urðu gráir af hræðslu fyrst f stað En er þeir áttuðu sig hrópuðu þeir: „Hver er þar? Hvar ertu?“ Og svarið kom: „Eg er niðri í rústum dýflissunnar. Bjargjð mér!“ Þeir grófu þar niður og komust að dyrum kjallarans. Þeir brutu hurðina, og þarna björguðu þeir Auguste Ciparis, svarta glæpa- manninum. Nokkrum dögum seinna komu þarna tveir bandarískir ‘ blaða- menn, George Kennan og August F. Jaccaci. Þeir voru komnir til þess að skrifa um örlög St. Pierre Þeim tókst að hafa upp á Ciparis í þorpi nokkru inni á eynni. Hann var hryllilega brenndur, en þe>r útveguðu honum læknishjálp og fengu svo sögu hans. Þegar heitur stormurinn kom inn í fangaklefann, fann Surtur að hann brenndist, en hafði þá jafn- framt vit á því að standa á öndinm meðan þetta reið yfir og anda síð- an með gætni. Hann vissi ekki hvað skeð hafði, hann hafði ekki hug- mynd um að hann var lifandi graf- inn í rústum fangelsisins. Hann vissi það eitt, að hann hafði verið \Jorcfle&i Nú er sól og sumardagur svipur loftsins unaðsfagur, bjartir sunnugeislar glitra grundin brosir, lækir sitra, lifnar allt og endurnærist, óijós kennd í hjarta bærist. Friður ríkir foldu yfir, fagnar vori allt sem lifir. Glæða vonir geislar bjartir gróður vex, en skuggar svartir víkja fyrir vorsins ljóma, vorfuglanna söngvar hijóma. Út við strönd og inn til dala upp rís líf af vetrardvala. Niður bjargið fellur fossinn, funar blóð við ástarkossinn. Klæðist jörð úr klakadróma kátar vorsins raddir óma, bráðnar mjöll í brúnum fjalla, brekkulækir niður falla. Ileiðavötnin svanir synda silfurtæra gára mynda. Land og sær í iogagylling lofa alheims mikla sniliing. EIRÍKUR EINARSSON Réttarholti. matarlaus í fjóra daga og liðið illa af þorsta. Samt var hann svo hress, þegar hann var grafinn upp og hafði feng- ið nægju sína að drekka, að þá gat hann gengið til Morne Rouge, en þangað voru sex km. Hann var eini maðurinn sem komst lífs af, af þeim 40 þús., sem höfðu verið í St. Pierre. Það var einstæð björgun. (Úr bókinni „Disaster Fighters"). LEIÐRÉTTING Ártalsskekkja varð i miðdálki á bls. 222 í seinustu Lesbók, 1918 í stað 1917, eins og sjá má á samhenginu. Það var í ágúst 1917 (ekki lðl8) að byrjað var að brenna mó úr Kringlumýrinni i gasstöðinnL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.