Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 Kort af eynnl. — Á miðri austur- strönd er Fort de France, þar nokkru norðar St. Pierre og nyrzt á eynni eld- fjallið. Hvað segið þið. um eldgosið? Nú, það er ekki mikið um það að segja. Fjallið hefir spúð og valdið nokkr- um óþægindum. En engin hætta er á ferðum. Það er aðeins ítalskur skipstjóri sem sagði, að ef hann hefði séð Vesúvíus í þeim ham, sem Mont Pelée var nú, þá hefði þann flýtt sér frá Neapel, eins og hann ætlaði nú að flýta sér frá St. Pierre, Yfirvöldin neituðu hon- um um skipsskjölin og hótuðu sektum, en það hafði engin áhrif á hann. Hann sigldi burt og aðeins með hálfan farm. En samt er það nú svona, sagði afgreiðslumaður, að margir vilja fá far með þessu skipi, sextíu og sex hafa pantað far á fyrsta far- rými, vegna þess að þeir vilja komast burt frá St. Pierre. Væri ekki hægt að sljákka dálítið í þeim óttann með því, að skipið færi fyrst til St. Lucia, skipaði þar upp þeim vörum, sem þangað ætti að fara, og kæmi svo aftur til St. Pierre? Stýrimaður sagði að þetta væri ekki hægt nema með mikilli fyrir- höfn. Vörurnar til St. Pierre lægi ofan á vörunum til St. Lucia, og það mætti teljast óvinnandi verk, að skipa fyrst upp vörunum í St. Lucia. Afgreiðslumaður hikaði ofurlít- ið. Það voru nú þessir sextíu og sex farþegar á fyrsta farrými. Jæja, þeir gátu vel beðið svolítið lengur. Skipið gæti látið úr höfn undir eins og vörurnar, sem þang- að áttu að fara, voru komnar í land. Bak við þá þrumaði Mont Pelée og þeytti kolsvörtum reykmekk’ upp í loftið. ÞAÐ VAR dimmt í neðanjarðar- klefa fangelsisins í St. Pierre, en þó lagði ofurlitla skímu inn á milli rimla ofan við hurðina. Það var nóg til þess, að fanginn sem þar var, Auguste Ciparis, gat greint skil dags og nætur. Það hafði svo sem enga þýð- ingu, nema hann vildi telja dag- ana og vita þannig hve lengi hann ætti eftir að hírast þarna. En hvaða gagn var að því? Ekki styttist tím- inn við það! Þess vegna treysti Ciparis aðallega á meðfædda afrík- anska þolinmæði sína. Hann var dæmdur sakamaður, og honum stungið hér inn. Við því var ekk- ert að gera. En það var nú samt óneitanlega hart, að vera lokaður hér inni, þegar hátíðisdagur var í borginni og allir skemmtu sér — og hann var ekki nema tuttugu og fimm ára, hraustur og hlaðinn lífs- orku. Að morgni 8. maí lagði ofurlitla skímu inn um rimlana, og fanginn glaðvaknaði. Það hefði verið gam- an að fá að taka þátt í hátíðahöld- unum í dag! Hann öfundaði félaga sína sem nú fengu að skemmta ser á götunum og vera með fótliprum og ögrandi kynblendingastúlkum. Hvernig stóð á því að fangavörður- inn skyldi ekki koma með matinn til hans? Skyndilega hvarf birtan. Það var sem kolsvört nótt hefði skollið á allt í einu.... ....... KLUKKURNAR í St. Pierre voru gengnar 10 mínútur í 9 þennan morgun en þá stöðvuðust þær að eilífu. Ógurleg þruma kvað við, eins og skotið væri af mörgum fall- byssum samtímis, og upp í sól- bjartan himininn þeytti Mont Pelée gífurlegum gufumökk, og svo þeyttist kollurinn af fjallinu, með eldingum og eldblossum. Kolsvart- ur mökkur þyrlaðist hátt á loft og skyggði fyrir sól. Og neðst í þessum mekki hamaðist Mont Pelée, kast- aði stóreflis björgum hátt á loft cg jós ösku og eimyrju yfir land og sjó. Svo opnaðist glóandi rauf í fjall- ið beint uppi yfir St. Pierre. Og út úr þessari eldgjá kom ógurlegt eidflóð, sem fór með óskiljanlegum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.