Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Blaðsíða 10
178 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kennarar þeirra eru oftast háskóla- gengnir menn, sem hafa fundið hjá sér köllun til að gerast útverðir þjóðhollustu og lifandi alþýðu- menningar. En samt sem áður er því ekki að leyna, að enn 1 dag mætir lýðskólinn óvild frá þess- háttar steingerðum fræðagörpum, sem engu láta sig varða uppeldi æskulýðsins og álíta sig alvísa og öllum kænni á hverju sviði lífsins sem er, af því að inni í sínum þröngu verkstofum og „laboratorí- um“ geta þeir ráðið við formúlur sínar og viðfangsefni. Ef vel er að gáð, eiga íslending- ar flesta andstæðinga sína í hand- ritamálinu í hópi slíkra manna, en úrelt sjónarmið þeirra rekast hvar- vetna á heilbrigða dómgreind þeirrar alþýðu, sem notið hefur fræðslu lýðskólanna, svo það er því ekki undarlegt að lýðskólarnir séu vandræðagripir í augum slíkra manna. Sérstaklega líta þeir á það með siðferðilegri vandlætingu, að lýðskólinn skuli gera öllum Norð- urlandaþjóðunum jafnhátt undir höfði, og jafnvel skoða íslendinga og Færeyinga sem sérstaka þjóðar- einingu hvern fyrir sig, með sjálf- stætt blómgandi þjóðlíf. Ef þessar gömlu nýlendur eru nefndar á nafn sem gildir borgarar í sam- skiptalífi myndugra þjóða, kippast þeir við og álíta að hér sé um að ræða stórhættulegan, aðsteðjandi vanda, sem geti leitt danska menn- ingu á slíka ógæfuþröm. að sjálf- stæðinu sé stór hætta búin. Þó okkur kunni að þykja þetta broslegt, og látum það að mestu af- skiptalaust fram hjá okkur fara, er þetta ótrúlega afturhaldssama, hrokafulla sérsinni einmitt það mein, sem lýðskólarnir dönsku stöðugt berjast við að uppræta í dönsku þjóðfélagi. Það eru leifarn- ar frá stórveldistímabilinu danska og áhrif frá svartaskólaveldinu í menningu landsins, þ. e. ánauð latínulærdómsins og því vanmati á alþýðlegum menningarverðmæt- um, sem þróaðist í þeim jarðvegi. Það er ótrúlegt, að þessi beina mót- sögn gegn margvíslegum bylting- um í framvindu og stjórnarkerfi þjóðarinnar skuli ennþá eiga sér stað, en engu að síður er það satt og starf og barátta lýðskólahreyf- ingarinnar hefur um langan aldur verið í því fólgin að reyna að þvinga þetta afturhald til að kasta af sér skikkju sjálfblekkingar og yfirdrepsskapar og horfast í augu við rök og viðfangsefni breyttra tíma. Sérstaklega er lögð áherzla á þau kaflaskipti í norrænni menn- ingu, þegar Danir hættu að drottna yfir öðrum en sér sjálfum og Norð- urlandaþjóðirnar urðu sjálfstæðar hver út af fyrir sig. Og þegar á allt er litið, hafa lýðskólarnir haft meiri sameinandi áhrif á Norður- landaþjóðirnar en nokkur önnur fræðslustofnun eða stefna. Þeir hafa dreift óhlutdrægri fræðslu um bræðraþjóðirnar, samstillt menntun þeirra og látið meira kveða að verðmætum þjóðarein- kennanna en frásögnum á sviði tækni og vélamenningar. Frjálslyndi lýðskólanna má þó ekki skilja þannig, að þeir álíti alla íhaldssemi fjandsamlega mannleg- um verum. Þeir bera engan kinn- roða fyrir að viðurkenna, að skoð- anir þeirra séu grunnfestar í þeim hugsjónum vestrænnar menningar, sem lúta að kristindómi og lýðræði. En þrátt fyrir það hef eg aldrei heyrt þá álíta lýðskólana þesskon- ar menningarfyrirbæri sem gæti gert menn sáluhólpna með því að hengja á þá eitthvert vörumerki. íhaldsemi þeirra er enginn kyr- stæður lífsfjandskapur, en frjáls- lyndi þeirra hins vegar eigin breið- gata, þar sem allt lendir í dáðleysi og undanhaldi. Frjálslyndi kalla þeir aðeins þá lífsvirku eigind, sem gerir manneskjuna að sjálfstæðum persónuleika, og þjóðirnar að sjálf- stæðri eining á grundvelli félags- legs frelsis. í ljósi þessara athugana verður að skoða afstöðu lýðskólanna dönsku til handritamálsins. Þeir eru svo frjálslyndir, að þeir viður- kenna íslenzku þjóðina sem hinn eina rétta eiganda að handritun- um, en þeir eru hins vegar það íhaldssamir, að þeir eru algerlega fráhverfir því að handritunum verði skipt. Þeir álíta það á aðra hliðina ódrenglyndi gagnvart þjóð- legum hugsjónum, en á hina hlið- ina ótímabært undanhald und- an því steinrunna afturhaldi, sem eg áður reyndi að gera grein fyrir, og sem þeir álíta fjandsamlegt nor- rænni menningu, samvinnu og fé- lagshyggju. Lýðskólamennirnir hafa ekki lát- ið sitja við orðin tóm. Árið 1947 sendu þeir áskorun til dönsku stjórnarinnar um að skila handrit- unum, og gerðu þar svo skilmerki- lega grein fyrir afstöðu sinni í höf- uðmálgagni skólanna, „Höjskole- bladet“, að stefna þeirra fekk strax mikið fylgi. Hinir risu þegar í stað upp og svöruðu með öðru undir- skriftaskjali og lýstu yfir því gagn- stæða, að íslendingum bæri engin handrit, því Danir hefðu bæði sið- ferðislegan og lagalegan rétt til þeirra. í því sambandi hafa auð- vitað komið fram ýmsar velritaðar greinar, en því miður bar þó mikið á illgirnislegum og hálf kjánaleg- um óhróðri í íslands garð. Hefur hann sýnt og sannað, að það er ekki torvelt að túlka rök handrita- málsins á þann veg að hleypidóm- arnir fái að ráða, ef ekkert væri á móti spyrnt. En meðal danskra manna hafa engir túlkað röksemd- ir okkar af meiri einurð en lýð- skólamennirnir og hinn skeleggi rithöfundur Jörgen Bukdahl, sem tvímælalaust hefur lagt'á sig meira starf til þessara mála fyrir íslands

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.