Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Blaðsíða 12
180
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sýki fá menn og skepnur af biti
tsetse-flugunnar. Venjulegar hús-
flugur geta borið taugasótt, lífsýki,
blóðkreppusótt, kóleru, Yaws, tra-
kóma og berkla. Þær bera einnig
með sér sníkjudýr, og sumir halda
að þær útbreiði lömunarveiki.
Svartidauði berst með flórn,, og
rauðidauði, eða dílataugaveiki,
berst með lúsum.
Auk þess að vera hættulegir
smitberar, valda skordýrin mönn-
unum óskaplegu tjóni á hverju ári.
Af öllu því, sem maðurinn ræktar,
fer tíundi hlutinn í skordýr. Og á
ári hverju valda skordýrin meiri
skemmdum á skógum heldur en
skógareldar og fúasveppar samtals.
Sum skordýr hafa tekið sér bú-
staði í vistarverum mannanna, og
eru orðin að nokkurs konar „hús-
dýrum“. Svo er um mölinn. Hann
hefir fylgt mannkyninu frá alda
öðli. Sennilega hefir hann borizt
inn á heimilin með skinnum þeirra
dýra, sem steinaldarmenn drógu
í búið. Nú þekkist ekki viltur möl-
ur, en heimilismölurinn eyðileggur
á hverju ári fatnað, sem kostar
hundruð miljóna króna.
Frá því maðurinn kom fram hér
á jörð og fram á þennan dag, hefir
hann átt í látlausu stríði við skor-
dýrin. Maðurinn komst snemma að
því, að reykur fældi skordýr. Hann
kynnti því bál fyrir framan hellis-
munna sinn. Enginn var þá til að
vara hann við því, að þetta gæti
hefnt sín geipilega. En svo fór.
Reykinn lagði inn í hellinn og
hann fældi þaðan leðurblökurnar,
er þar höfðu hafst við. En eftir
varð í hellinum skordýr, sem lifað
hafði á leðurblökunum. Og nú lagð
-ist það á mennina þegar leður-
blökurnar voru farnar, og hefir
fylgt þeim síðan. Það er veggja-
lúsin.
Á ÞESSARI ÖLD hefir mikið ver-
ið gert til þess að verjast skordýr-
um. Menn nota flugnanet til að
hlífa sér, og menn nota net fyrir
glugga og dyr, til þess að varna
skordýrum að komast inn. Og
flugnapappír hefir átt sinn þátt í
að eyða flugum, sem komast inn í
‘húsin.
Meira er þó um hitt vert, hvað
þrifnaður hefir aukizt mikið, því
að hann heftir mjög viðkomu
flugnanna. Þá segja og sumir að
flugum hafi fækkað stórlega um
leið og hestum fækkaði, en bílar
komu í staðinn. Moskító-flugum
var og víða útrýmt með því að
hella steinolíu í fenin, 'þar sem þær
hafast við.
Á seinni árum hafa menn eink-
um reynt að útrýma skordýrum
með eitri. Um 1930 kom meðalið
„pyrethreum“ og reyndist ágæt-
lega sem flugnaeitur. Eins var um
meðalið „rotenone“. Þessi meðul
drápu flugurnar unnvörpum en
voru óskaðleg mönnum. En smám
saman vöndust flugurnar þessu,
þær urðu ónæmar fyrir eitrinu og
það beit ekki á þær. Fjölgaði þeim
þá óðfluga aftur.
Svo var það 1942 að hið fræga
„DDT“ kom til sögunnar, og nú
virtist svo sem menn mundu geta
útrýmt flestum hættulegum skor-
dýrum á nokkrum árum. Það var
svo baneitrað fyrir flugur, að þær
strádrápust ef þær komu inn í hús
þar sem „DDT“ hafði verið stráð.
Meðalið var einnig ágætt gegn
lúsum, og í seinni heimsstyrjöld-
inni tókst að koma í veg fyrir að
hermenn sýktust af þeim plágum,
sem lýs bera. En afturkippurinn
kom fljótlega. Árið 1947 veittu
menn því athygli í Ítalíu að meðal-
ið hreif ekki lengur gagnvart flug-
um, og árið eftir varð hins sama
vart í Kaliforníu. Rannsóknir, sem
þá voru gerðar sýndu, að flugurn-
ar voru nú ekki aðeins orðnar
ónæmar fyrir „DDT“, heldur alls-
konar skordýraeitri sem áður
hafði verið reynt með góðum ár-
angri. Afkomendur þeirra flugna,
sem höfðu þolað eitrið, voru alveg
ónæmir fyrir því. Sama máli var
að gegna um moskítóflugur, sem
meðalið hafði verið reynt við. Þær
urðu ónæmar fyrir því og öðrum
eiturtegundum líka. Og nú þjóta
þær að nýu upp í Ítalíu, Indlandi,
Fiorida og Kaliforníu.
Og svo urðu menn þess varir í
Kóreustríðinu, að „DDT“ var ekki
lengur einhlítt gegn lúsum.
Ekki tókst betur til á öðru sviði.
Menn fóru að nota „DDT“ til þess
að útrýma þeim skordýrum er
leggjast á ávexti og spilla þeim.
Það gekk vel fyrst. En svo urðu
þessi skordýr ónæm fyrir eitrinu
og einnig fyrir öðrum eiturtegund-
um, sem áður höfðu verið notaðar
með góðum árangri til þess að
halda skordýraplágunni í skefjum.
Og nú stóðu menn berskjaldaðir
fyrir varginum og fjöldi manna ’
Bandaríkjunum gafst alveg upp á
ávaxtarækt.
HÉR hafði skeð furðuleg breyting,
en hún var auðskilin. Hér hafði
ekki gerzt annað en það, að skor-
dýrin höfðu vanið sig á að þola
eitrið og afkomendur þeirra erfðu
þann eiginleika. Og þar sem við-
koman er svo óskapleg, þá var eng-
in furða þótt skordýrunum fjölg-
aði fljótt aftur.
Nú er það svo alls staðar þar sem
samfarir ráða tímgun, að þá erfa
afkomendurnir sérstaka eiginleika
frá hvoru foreldri, og nýir eigin-
leikar koma fram við það. En svo
getur líka verið um stökkbreyting-
ar að ræða, þessar einkennilegu
kenjar náttúrunnar. Og þeir ein-
staklingar, sem hafa fengið þann
eiginleika í arf,. eða með stökk-
breytingu, að þola eitur, eru miklu
hæfari í lífsbaráttunni heldur en
forfeðurnir. Það eru þeir sem bera
sigur af hólmi og auka kyn sitt.