Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Síða 2
442 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kristmann Guðmundsson skáld í garði sínum. blóm með öðrum gulum blæ. Það reynist vera laukjurt, náskyld æti- lauknum okkar. Skáldið romsar nöfnum á ís- lenzku og latínu og bendir og sýn- ir. Kristmann er beint kominn í vígamóð. Þarna eru gríðarstórar bóndarósir og þarna handan minni hundarósir, dverg-írisar af ýmsum litum og hvítar risa-mellifólíur. Einhvers staðar er túlípan-tréð, sem talið er eiga sitt heima í Pó- dalnum í Ítalíu, og enginn hélt að gæti tórað hérlendis. Við girðing- una eru berbisrunnar með rauð- bleikum blöðum og spirea með fallegum, mjúkhvítum blómum. Þá eru þær ekki ólaglegt augna- gaman ferskjurnar, sem vaxa á trénu í glerskálanum hans og senn hafa náð fullum þroska. Þar er einnig plómutré, en það ber enn ekki ávöxt. — En þarna eru sem sagt fleiri nöfn trjáa og blóma nefnd á skammri stundu en ólærð- ur leikmaður getur fest í minni. — Þó gleymist manni ekki að hafa séð þarna í eigin persónu hina eitr- uðu Bella Donna-jurt, sem ungfrúr í eina tíð notuðu til þess að fríska upp á bjlrma augna sinna. — — Og er þetta svo allt jarðhitan- um að þakka? spyr fáfróður. — Þetta er allt hægt þrátt fyrir jarðhitann, segir skáldið og brosir góðlátlega. — Hér er enginn jarð- hiti. Hann eyðileggur allt. Jörðin bólgnar svo upp á veturna, að fjöl- æru jurtirnar skemmast. — — Ég þykist með tilraunum mín- um hafa fundið a. m. k. 2400 jurtir, sem vel má rækta í venjulegum görðum án jarðhita, af sæmilega nötnum mönnum. — — Vinna, jú, það kostar talsverða vinnu, ja, mikla vinnu. — Þarna í pottunum eru græðlingar, allir merktir eftir tegundum. — Það kom sveppur í þetta tré. Ég skar sveppinn í burtu og málaði í sárið. — Ég hef verið að ditta að plómu- trénu, vafið legginn. Þrýst þarna niður með stofninum. — Svona græða Japanir trén saman, ekki niður við rót, heldur fyrst beinan legg og svo græðlinginn. Hann bendir á háan runna: — Þessi promus var dásamlega falleg- ur í sumar, alþakinn þessum fínu, hvítu blómum. — Jú, ég á gullregn. Það blómstraði í fyrsta sinn í ár. — Þá ættir annars að koma hingað vikulega eitt sumar, þá myndurðu sjá margt dásamlega fallegt, segir skáldið með hálflygndum augum, eitthvað nýtt í hvert sinn. Á skammri stundu höfum við ferðazt um allan blómaheiminn, því að á þessum hektara í hlýju kvosinni undir heiðinni eiga allar heimsálfur og e. t. v. flest lönd sinn fulltrúa á blómapingi í garði skáldsins. Við göngum úr garðinum eftir trjágöngum að húsinu. Kristmann bendir þar á dálítinn steindrang og segir: — Þetta er nátttröllið. — Ég skil — „Nátttröllið glottir“ Drangurinn minnir vissulega á steinrunnið smátröll. Þetta tröll er þó agnarögn óvenjulegt, því að það virðist hafa kímnigáfu og á því má sjá ýms svipbrigði. Kannske er það eylítið upp með sér af að vera fræg sögupersóna. Kristmann bíður okkur inn. Tíminn er naumur, og við skygn- umst aðeins inn í vinnuherbergi hans. Við sjáum bækur á veggj- unum, þótt hálfrökkur sé annars þarna inni vegna laufskrúðsins, Úr garði skáldsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.