Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 455 í k eim tií d tth ayanna Nú lengir daginn og loftiö er blátt, þaö lifnar í moldu og birtir af nátt, en voriö nálgast meö vökunnar mátt og vonir til beggja handa, sem enginn má eyöa né granda. Á apríldögum er logn um lá og lygnt um eyar og nes og sjá, en ceöurinn fer þá oft á stjá, því altaf skal hreiöriö vanda og ált þaö sem á aö standa. Og Höföinn og Kaldbákur kveöast á um Kinnarfjöllin, sem báöir þrá. svo Skjálfandaflóinn fellur í dá, hann finnur ei báruna anda um vikur, voga né sanda. 1 Flóans spegli má fleyin sjá, og fœri er rennt í djúpin blá, og furöulegt er í þann flöt aö gá er fjöllin á höföi standa, en Ijóst er til beggja landa. Þaö rennur örar í æöum blóö viö elda sólar og dagsins Ijóö, er iiimininn bálar i geislaglóö, sem gyllir heiöar og sanda. Og fuglar fljúga til stranda. Senn þrútnar bariö og brumar á viö og bráöum fara lœkir á skriö, þeir vilja sólinni leggja liö, því loks skal þér, vetur minn, granda, hér er voriö með vœngi þanda. </ 0 — OoO — Mín átthagaþrá er söm viö sig, mig sífellt leiðir á noröurstig, þm fjöllin og dalirnir draga mig meöan dreg ég i brjósti anda og neytt fœ ég hugar og handa. LÁRA ÁRNADÓTTIR vallarspilda, sem vökvuð hafði verið með „gibberellin“, var algró- in að vori áður en nokkur nál sást annars staðar. Vísindamaðurinn, sem stóð að þessari tilraun, heitir dr. S. H. Wittwer, og hann hefir látið svo um mælt: „Þessi reynsla virðist benda til þess að „gibber- ellin“ geri grasið harðgerara, svo að það þoli meiri kulda. Má því vera að gróðurríkið eigi eftir að færast nær heimskautinu“. Máske þetta efni verði líka hinn mesti happafengur fyrir skógrækt- ina á íslandi. Það eykur mjög vöxt hjá sumum trjátegundum, sérstak- lega allskonar runnum, sem notað- ir eru í skjólbelti. Segir í „Science Digest“ að það hraði mjög vexti skjólbelta. Sá er einn kostur við þetta efni, að það er algjörlega óskaðlegt mönnum og dýrum. Stjornuhrop NÍUTÍU miljónir loftsteina berast inn 1 gufuhvolf jarðar á hverjum degi. Um leið og þeir koma inn í gufuhvolfið, verða þeir glóandi og eyðast. Þetta er það sem menn hafa frá alda öðli kallað stjörnuhröp. En blossarnir sem mynd- ast þegar steinarnir eyðast, eru ekki sýnilegir á daginn, og ekki fyr en rökkva tekur. Það er vísindastöð í New Mexikó í Bandaríkjunum, sem athugað hefir um fjölda stjörnuhrapa. Þar eru notaðar sérstakar myndavélar, sem ná mynd- um af blossunum um leið og þeim bregður fyrir, en það er í 80 km hæð yfir jörð. Þroskinn kemur í hrotum DR. JEAN LAPERE við háskólann í Michigan, segir að börn og unglingar taki út þroska í hrotum, í þau komi vaxtarkippir og um leið og líkaminn stækkar, aukist þeim andlegur þroski. Ef líkamlegur og andlegur þroski haldist ekki þannig í hendur, sé ungl- ingunum hætt við geðsjúkdómum. Rannsókn á 66 börnum og unglingum leiddi í Ijós, að örustu vaxtarskeiðin eru á aldrinum 8—9 ára og 14—15 ára. Þetta á við um drengi eingöngu. Læknirinn heldur því fram að beina- vöxtur og aukinn andlegur þroski fari saman, „en það er engin ástæða til að ætla að þeir sem lengstir eru, sé gáfaðastir."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.