Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 6
410 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Messufallsástæður síra íggerts í Vogsósum SÉHA Eggert Sigfússon (1840—1908), sem síðast var prestur að Vogsósum 1 Selvogi, var sérkennilegur gáfumaður og ekki við alþýðuskap. Lítið yndi hafði hann af því að messa og bar þá oft ýmsu einkennilegu við sér til af- sökunar, þegar messufall varð. Hér fer á eftir skýrsia hans um messuföll yfir eins árs tímabil, sem hann sendi próf- asti. Nýjársdagur ....... 2. sunnud. eft. þrett. 7 vikna fasta...... 2. sunnud. í föstu .. 3. sunnud. í föstu .. Miðfasta .......... 5. sunnud. í föstu .. Pálmasunnud........ Skírdagur.......... Föstud. langi ..... 1. sunnud. eftir páska 2. sunnud. eftir páska 3. sunnud. eftir páska 5. sunnud. eftir páska Uppstigningard..... 6. sunnud. eftir páska Illviðri daginn áður. Frost, kuldi. Slagveður. Slagveður. Organisti fjarv. Illveður. Organisti fjarv. Frost, kuldi. Einungis 5 menn komu . Illveður. Organisti fjarv. Organisti fjarv. Mikil rigning. Organisti fjarv. Organisti fjarv. Prestur lasinn af gigt. Trinitatis ......... 1. sunnud. eftir Tr. 2. sunnud. eftir Tr. 3. sunnud. eftir Tr. 4. sunnud. eftir Tr. 5. sunnud. eftir Tr. 6. sunnud. eftir Tr. 7. sunnud. eftir Tr. 9. sunnud. eftir Tr. 10. sunnud. eftir Tr. 11. sunnud. eftir Tr. 12. sunnud. eftir Tr. 14. sunnud. eftir Tr. 15. sunnud. eftir Tr. 16. sunnud. eftir Tr. 17. sunnud. eftir Tr. 18. sunnud. eftir Tr. 20. sunnud. eftir Tr. 22. sunnud. eftir Tr. 23. sunnud. eftir Tr. 24. sunnud. eftir Tr. 1. sunnud. 1 jólaföstu Mikið illveður daginn áður. Enginn kom. Enginn kom. Prestur á héraðs fundi. Prestur ókom- inn þaðan. Einungis 5 komu. Organisti fjarv. Organisti fjarv. Stórrigning dag- inn áður. Einungis 4 komu. Forsöngvari kvaðst þreyttur. Ýmsir fjarv. Nokkur rigning. Allmikil rigning. Enginn kom. Riðið á fjall. Enginn kom. Mikil rigning. Margir fjarv. Einungis 2 komu Mjög mikið rok. Nokkur rigning. Prestur gleymdi gleraugum. kaupunum og veifa skýrslum, vott- orðum, eyðublöðum, tollverndar- löggjöf, vöruskiptasamningum, kvótaákvörðunum, innflutnings- bannsfyrirmælum og haftaákvæð- um. „Verndunin' felst blátt áfram í því, að ef fólk gimist ekki varn- inginn, þá kaupir það hann ekki. Svo einfalt er það. Af þessu getuir við lært, að fyrr á dögum byggðu Norðurlönd frjáls- lyndir og framtakssamir menn. Þeir höfðu verzlunarvit og voru framúrskarandi sjómenn. Mikils- verðast af öllu var þó, að þeir voru gæddir raunsæi og veruleikaskyni. Það er greinilegt; að þeir miðuðu verzlunarhætti sína við innflutn- inginn. Hann var lokatakmark alls kaupskapar. Þá var ekki verið að styrkja útflutninginn, uppbætur eða annar stuðningur þekktist ekki. Það tíðkaðist he>dur ekki, að rík- ið, stjórnin, alþingi eða höfðingjar væru að skipta sér af því, hvað fólk keypti fyrir eigin peninga eða kaupeyri. Þar á ég við það verð- mæti, sem láta verður af hendi fyr- ir þann varning, er maður girnist. ★ ~ 'k — ★ Þetta eru þá hin norrænu ráð, sem íslenzku fomsögurnar geta lagt Norðurlandaráðinu. Þessi ráð fela í sér boðskap frelsisins, fram- taksseminnar og raunsæisins. Heiður sé íslandi! \ Viggo Starcke. 2. sunnud, í jólaföstu Enginn kom. 3. sunnud. í jólaföstu Slæm færð. 2. í jólum........... Presti illt í auga. Sunnud. m. jóla og Mikið norðan- nýjárs...............rok, enda prest- ur fullur. Önnur messuföll voru t.d. þessi: UU- arþurrkun. — Fjallseðill ritaður. — Messufall eftir samkomulagi. — Messu fall Þorsteini að kenna. — Flestir karl- menn í veri. — Einungis organisti kom. Sögn um Sæmund fróða og Sólarljóð. Þegar Sæmundur fróði lá banaleg- una, og mönnum virtist hann andafiur, hreyfðust á honum þrír fingur hægri handar, sem vildu þeir taka um eitt- hvað. Lengi voru menn í efa um, hvað slíkt hefði að þýða; loksins voru ýmsir hlutir bornir að fingrunum, en þeir héldu áfram að hreyfast, þangað til þeim var fenginn penni, þá beygði sig einn fingurinn utan um hann; síðan var réttur pappír hinum fingrunum, og beygði sig annar fingurinn að honum. Þá var sjálfsagt að skorða blekbyttu við hinn þriðja. Eftir það skrifuðu fingurnir Sólarljóð, og þegar þeim var lokið, slepptu þeir ritfærunum og urðu máttvana og hreyfðust aldrei siðan. Páll galdramaður. Páll hét galdramaður nokkur, sem bjó í koti nokkru hjá Stóruborg í Húna- vatnssýslu, og lagðist kot þetta í eyði eftir hans dag. Páll drap konu sína með göldrum, þannig að hann risti henni helrúnir á ostsneið og drap smjeri yfir og gaf henni svo að snæða. En þetta komst upp um hann, og var hann dæmdur til að verða brenndur, en það henti aldrei hina fróðari galdra- menn. Hann var brenndur á Nesbjörg- um, en þegar kannað var í öskunni, var hjartað óbrunnið. Var það þá rifið sundur með járnkrókum, og hrukku þá svartar pöddur út úr því. Síðan brann hjartað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.