Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
463
lengi, en ekki lengur:
Einn byggi eg, stoð steina,
stafnrúm Atals hrafni;
skalat of þegn á þiljum
þrangbýlt á mar ranga.
Rúm es böðvitrum betra
brimdýris knáum stýri,
lifa mun það með lofðum
lengi, en illt of gengi.
Hér kemur fram rétt hugsun, hann
vill heldur vera einn í skipinu en
hafa þar þrælinn hjá sér, og segir
svo berum orðum, að almannaróm-
ur muni lengi sanna að betra sé
autt rúm en illa skipað.
Ekki vita menn með vissu hvar
Langaholt hefir verið, en gizka á
að það hafi verið á svipuðum slóð-
um og nú er bærinn Vatnsholt. En
að Ásmundur skyldi flytjast að
Öxl í Breiðuvík, bendir til þess að
landnám hans hafi náð lengra en
að Hraunhafnará, og hafa þeir
feðgar ef til vill numið Breiðavík
líka, því að ósennilegt er að Ás-
mundur hafi farið út fyrir land-
nám sitt. Hefði þá landnám þeirra
átt að ná út að Sleggjubeinsá, þvi
að þar tekur við annað landnám.
— ★ —
Frá upphafi íslandsbyggðar og
fram til skamms tíma lá þjóðveg-
urinn eftir Ölduhrygg og vestur
með sjónum allt að Hraunhafnar-
ósi. En þar varð að sæta sjávar-
föllum til þess að komast yfir ós-
inn. Var vaðið því viðsjált, enda
drukknuðu margir menn í ósnum
vegna þess að þeir fóru ekki nógu
gætilega. Eftir að bílferðir hófust
þarna var hinni sömu leið haldið
og farið yfir ósbotninn. Fór þá oft
svo sem áður, að menn gerðu sér
ekki grein fyrir því hvernig stóð
á sjó og hve djúpur ósinn mundi
vera, svo bílar tepptust þar mörg-
/ um sinnum. Nú hefir veginum
Uppdráttur af Búðum. Hér eru merkt-
ar á Ieifar gamalla býla og mann-
virkja, sem enn mótar fyrir.
»
verið breytt svo að hann liggur frá
Vatnsholti upp undir Bláfeld og
þaðan vestur með fjallinu, yfir
Hraunhafnará og upp í Öxlina. Þar
verða vegaskil. Liggur þar vegur
til'norðurs upp Hraunhafnardal og
yfir Fróðárheiði til Ólafsvíkur.
Annar liggur vestur með Öxlinni
að Stapa, Sandi og Rifi. Hinn þriðji
liggur niður að Búðum.
Nú er komið glaðasólksin, og svo
hefir verið hér í allan dag á Búð-
um. Það sýnir hvað veðrátta getur
verið ótrúlega mismunandi á ýms-
um stöðum, þótt skammt sé á milli.
Vegamótin liggja hátt og er fal-
leg útsýn þaðan. Niður að Búðum
bugðast heiðgulur vegur eftir
grænum lautum og milli grárra
kletta. Hraunhafnarósinn gengur
eins og blikandi fjörður inn á milli
hraunsins og skrúðgrænna engja,
því að nú er flóð og mikið í honum.
En framundan er heiðblátt hafið.
Þegar komið er heim á staðinn
og litið til baka, blasir við önnur
sýn, en þó heillandi fögur: brattar
hlíðar rísa upp af grænu slétt-
lendi, en upp af þeim rísa margir
tindar eins og fylking, sumir slétt-
ir að vöngum, aðrir alla vega
sundur sorfnir. Þar er yzt Axlar-
hyrna (433 m.), þá Mælifell (566
m.), þá Stakkfell (844 m.), þá Kálf-
árvallahyrna (535 m.), þá Lýsu-
hyrna (649 m.) og innst Þorgeirs-
fell (622 m.) Nú eru fjöllin flest
dökk undir brún að líta, vegna
kvöldskugganna, en ótal litir koma
fram í þeim þegar sól skín á þau.
í vestri yppir Búðaklettur gráleit-
um kolli og út við sjónhring rís
Stapafell sem svartur pýramídi, en
hátt yfir það gnæfir fannafeldur
Snæfellsjökuls með roðalit af
kvöldsól, og er sem ægishjálmur
yfir allri fjallaþyrpingunni.
Gistihúsið stendur rétt við ós-
inn og eru innan við það vogar og
klettagjögur og sker á milli. En
með fjöru verða vogarnir að leir-
um og skerin landföst.