Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Side 4
464 LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS Ferðamenn, sem voru hér á öld- inni sem leið, líkja Búðum við Hafnarfjörð. Rétt er það að byggð- in á báðum stöðum stendur á hraunjaðri, en lengra getur sam- líkingin ekki náð, og allra sízt nú, þegar Hafnarfjörður er orðinn að stórbæ, en byggðin á Búðum hefir gengið mikið saman. Búðir eiga sér langa og allmerki- lega sögu. Er ekki rétt að rifja hana upp áður en gengið er til náða? Bærinn Hraunhöfn stóð austan Hraunhafnarár, kippkorn upp frá ósnum. Þetta hefir upphaflega ver- ið mikil jörð og góð, en saga henn- ar er mjög undarleg. Hún átti upp- haflega land milli Kálfárvalla og Axlar, fjalllendi mikið og hálft Búðahraim, sem upphaflega var skógi vaxið. Nokkrum árum fyrir kristnitöku var reist nýbýli vestan árinnar og nefnt Hraunhafnarbakki, þó aðeins Bakki fyrst í stað. Sá, sem byggði þennan bæ var Arnbjörn frá Kambi, bróðir Bjarnar Breiðvík- ingakappa. Hefir hann þá sennilega mægst við Hraunhafnarbónda. Fóru Þorbrandssynir úr Álftafirði þar að honum sama árið, eins og segir í Eyrbyggju: Þetta sumar kom skip í Hraunhafnarós. Snorri goði reið til skips og slógust Þor- brandssynir í för með honum. „Riðu þeir síðan út yfir hálsana og svo til Hofgarða og þaðan út um sanda með sæ. Og er þeir komu mjög út að ósinum, riðu Þorbrands- synir frá þeim og upp að Bakka, og er þeir komu að bænum, hljópu þeir af baki og ætluðu inn að ganga og fengu eigi upp brotið hurðina. Hljópu þeir þá upp á húsin og tóku að rjúfa. Arnbjörn tók vopn sín og varðist innan úr hús- unum. Lagði hann út í gegn- um þekjuna og varð þeim það skeinisamt. Þetta var snemma um morguninn og var veður bjart. Þenna morgun höfðu Breiðvíking- ar staðið upp snemma og ætluðu að ríða til skips. En er þeir komu inn fyrir Öxlina, sá þeir, að maður var í skrúðklæðum á húsum uppi á Bakka, en þeir vissu að það var eigi búnaður Arinbjarnar. Sneru þeir Björn þá þangað ferð sinni“. En Snorri goði kom fyr að Bakka og teygði þá Þorbrandssonu með sér niður til skips. Voru miklar dylgjur og viðsjár með þeim um daginn en hvorugir leituðu á aðra, og vildi Arnbjörn láta kyrt liggja. — Sést á þessu hvaða leið var farin vestur til óssins, og að skipið muni hafa verið vestan óssins. Þar er staður sem enn heitir Hróínes og má ætla að skipum hafi verið lagt þar upphaflega. Á þeim tíma voru skip svo grunnskreið, að þau gátu vel siglt upp ósinn með flóði og legið þar örugg í sandi er út fell. Hraunhöfn og Bakki áttu léngi óskift land og verstöð, þar sem nú heita Frambúðir. En 1384 var jörðunum skift. Risu síðan í land- areign beggja nokkur býli, svo sem Kinn, Bjarnarfoss og Landakot. Helgafellsklaustur eignaðist síðan öll þessi býli og síðan konungur, er klaustrið var lagt niður, nema Kinn, sem var eign Setbergskirkju í Eyrarsveit og talin 8 hndr. jörð. Allar jarðirnar, sem konungur tók af Helgafellsklaustri, voru settar undir eina yfirstjórn og var það kallað Arnarstapaumboð, og var sérstakt embætti, er konungur veitti á leigu. En enginn helt því embætti til lengdar. Er haft eftir Jóni Andréssyni í Andrésarbúð á Stapa, sem andaðist nær hálfni- ræður 1735, að um alla hans tíð og föður hans, sem líka varð áttræður, hefði enginn haldið Stapaumboð full 20 ár. Meðan Helgafellsklaustur átti Hraunhafnartorfuna, virðist ekki hafa verið skeytt mikið um landa- merki milli bæanna, og þá hafi það komið upp að hver bóndi átti ítök í annars garð eftir því sem bezt þótti henta. Mun þetta sennilega hafa haldizt fyrst í stað eftir að konungur hafði sölsað eignirnar undir sig. Þó var hver hluti jarðar- innar leigður sér þar til um 1670, að öll gamla Hraunhöfn er leigð einum manni og skyldi hann standa skil á öllum afgjöldum, hvort sem leiguliðarnir stæði í skil- um við hann eða ekki. Þessi maður hét Bent Lárusson og var sænskur, ættaður frá Skáni. Hafði hann um hríð verið verslunarmaður hjá Pétri Bladt kaupmanni á Stapa. Nú reisti hann sér forláta bæ að Búðum „þar sem aldrei hafði fyr hús verið“. Ekki ber þetta þó svo að skilja, að þarna hafi engin byggð verið áður. Þarna var þá Búðabær, sem talinn var V\ hluti Hraunhafnar. Og þar var einnig Balabúð, sem talin var annar fjórði hluti Hraunhafnar. Sam- kvæmt Jarðabókinni hafa þar einnig verið nokkrar „búðir“ og nefnir hún þar Valdísarbúð, Sverr- isbúð, Arabúð eða Arabíu, Bakka- fit og Klettabúð. Þetta voru kall- aðar Efribúðir til aðgreiningar frá Frambúðum, þar sem verstöðin var. „Bent var nýtur bóndi og auð- ugur“, segir í Sýslumannaævum og aðrir segja að hann hafi umbætt allt á Búðum, svo að þess muni lengi sjást merki. Hann lét sér annt um ræktun jarðarinnar og þó eink- um að draga þar að folk til þess að auka útgerðina. Á hans dögum rísa þar upp þessi grasbýli og þurra- búðir: Þórarinsbúð, Snæbjarnar- búð, Jörundarbúð, Gjóta, Odds- hjallur, Oddsbúð, Fjósbúð, Ólafar- kofi (þar sem volaðir vesalingar bjuggu), Brandsbúð, Teitsbúð,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.