Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
465
Mynd þessi er af teikningu, sem Magnús Ólafsson ljósmyndari gerði um 1880, er hann var verslunarmaður á Búðum hjá
Thejll, og mun hún gerð eftir eldri mynd, því að sum húsin, sem sjást á myndinni, voru horfin um þær mundir. Talið frá
vinstri eru húsin í þessari röð: Fyrst koma þrjár búðir, Flensborg og Bakkabúðir tvær. Þá kemur Norskahús, sem brann
1895; í því var Sæmundur Halldórsson kaupmaður fæddur og þar bjó Páll Melsted sagnfræðingur tvö ár meðan hann var
settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu (1849—1854). Þá kemur hin svo kallaða Gamla sölubúð, en hún brann upp úr 1860.
Þá kemur Sandholtshús, sem upphaflega var mnrhús, en A. Clausen lét stækka og breyta handa Árna Sandhoit; þetta
hús er stofninn í gistihúsinu sem nú er. Þá kemur svonefnt Litla pakkhús og þar næst Heimapakkhús. Lengst til hægri er
hús sem nefnt var Sjávarborg; það var rifið um 1888 og flutt til Stykkishólms og stóð þar þangað til það brann. — Gamall
bátur sem Ægir hét, hvolfir á sjávarbakkanum þar sem kallað var Naust. — (Uppl. frá Bjarna Kjartanssyni)
Börguhjallar og Snoppa. Þegar
hann fell frá 1709 voru fjórar af
þessum búðum komnar í eyði, en
eftir voru byggðar 13 búðir auk
bæanna og átti þarna heima nær
100 manns.
Bent var tvígiftur, en átti ekki
börn með konum sínum. Seinni
kona hans var Marín Jensdóttir.
Hún hafði verið tvígift áður og átt
sýslumennina í Snæfellssýslu
hvorn af öðrum, Matthías Guð-
mundsson og Jakob Benediktsson,
en þeir fórust báðir voveiflega.
Með Jakob hafði hún eignast tvö
börn og ól Bent þau upp sem sín
börn. Annað þeirra var Soffía, er
giftist Eiríki Steindórssyni hins
sterka í Selkoti. Hann tók við búi
á Búðum eftir Bent og allri Hraun-
hafnareigninni. Hann var lögréttu-
maður og mikils metinn. Að honum
látnum tók Jakob sonur hans við
jörð og búsforráðum og bjó þar til
dauðadags 1767. Var þá uppgang-
ur Búða sem mestur, því að hann
hafði þar stórbú og svo mikla út-
gerð, að hann átti 20—30 báta er
reru úr ýmsum verstöðvum und-
ir Jökli. Var Jakob svo mikill
gæfumaður að aldrei hlekktist á
báti sem hann átti. Jakob var
læknir góður og hjálpaði mörgum.
Hann var og heljarmenni að burð-
um eins og Steindór afi hans, og
helzt það lengi í þeirri ætt. Hann
var afi Jóns Espólins sýslumanns.
Allan þennan tíma frá því að
Bent tók við jörðinni, var hið forna
Hraunhafnarland nýtt svo sem um
eina jörð væri að ræða, enda þótt
ábúð heldist að nafninu til á hverj-
um hlut jarðarinnar. En nú hafði
mikil breyting á orðið og nú voru
Búðir tvímælalaust aðalkjarni
jarðarinnar. Og vegna þess hve
býlum hafði fjölgað þar, hafa
Búðamenn orðið að sækja heyskap
í þau lönd er áttu að fylgja Hraun-
höfn og Bakka, ennfremur torf-
ristu, mótekju og beit. Virðist svo
sem allt hafi þá verið í sukki um
nytjar jarðarinnar.
Eftir Jakob bjuggu ýmsir á Búð-
um fram um aldamót, en þá gerð-
ist ný bylting þarna. Verður nú að
hverfa um stund að sögu verslun-
arinnar.
Miklar líkur eru til þess að sigl-
ing hafi verið á Hraunhafnarós
fram undir siðaskifti. Sóttu þangað
verslun flestir bændur vestan
Hvítár, því að þá hafði lagzt niður
kaupstefna á Hvítárbökkum. Er
þess getið um Straumfjarðar-
Höllu, sem uppi var á 15. öld, að
hún hafi farið lestarferð til Hraun-
hafnar. Þjóðtrúin hefir gert þá ferð
sögulega, vegna þess að Halla var
talin göldrótt: „Fór hún nú með
marga hesta í lest og lét auk þess
reka 12 sauði gamla vestur, til að
selja kaupmönnum þá. Kemur hún
nú í kaupstaðinn og finnur kaup-
mann. Leggur hún inn allmikið af
smjöri og tólg, og sauði þá er hún
hafði haft með sér. Tekur hún síð-
an út hjá kaupmanninum það er
hún vildi, og hún gat komið á lest-
ina, og fer síðan á stað. En þegar
hún var komin á stað, verður kaup-
manni litið á vöru þá, er hann
hafði fengið hjá henni; var þá