Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Qupperneq 6
466
LESBÖK MORGTJNBLAÐSINS
smjörið og tólgin orðið að grjóti
og sauðirnir að músum. Hafði
Halla gert þá sjónhverfing, að
grjótið sýndist smjör og tólg, en
mýsnar sauðir. Þegar kaupmaður
varð var við þessa pretti, brá hon-
um mjög í brún, og safnaði þegar
mönnum og veitti Höllu eftirför.
En þegar Halla verður vör við eft-
irförina, slær yfir niðdimmri þoku,
svo hvergi sá. Þó náðu leitarmenn-
irnir Höllu og lest hennar við Haf-
fjarðará, en hún villti þeim svo
sjónir, að þeir sáu ekki annað en
móa og kletta þar sem hestar henn-
ar voru. Urðu þeir svo að hverfa
aftur, að þeir fundu hvorki Höllu
né föruneyti hennar. En hún helt
tálmunarlaust áfram og komst með
heilu og höldnu heim í Straum-
fjörð“.
Á öndverðri 16. öld byrjuðu
Brimakaupmenn að versla á Fram-
búðum. Þeim hefir sennilega þótt
ósinn viðsjáll, og svo var líka út-
gerðarstöðin á Frambúðum og þar
var fiskurinn, en höfn sæmileg í
flestum áttum. Sennilega hafa þeir
reist þar krambúð í landi utan við
sjóbúðirnar. Var Búðakaupstaður
þá um skeið aðalkaupstaður á Snæ-
fellsnesi. Síðan kom danska einok-
unarverslunin og lagði undir sig
verslunarstaðinn, og tók honum
þá þegar að hnigna. Árið 1662 rak
kaupskipið þar í land og brotnaði.
Það varð til þess, að skipalegan var
færð þaðan inn í ósinn, eins og að
fornu hafði verið, en verslunarhús
voru reist austan óssins á eyrinni.
Það land áttu að vísu Kálfárvellir,
en þeir voru þá konungseign og
því mun verslunin hafa fengið það
án þess að neitt kæmi í staðinn. En
það var eigi aðeins að land þyrfti
undir húsin og athafnasvæði með
þeim, heldur var þarna ógurlegur
átroðningur af ferðamönnum, sem
komu með marga hesta ' kaupstað.
Til Búðaverslunar hafði þá verið
lagt allt umdæmið frá Hvítá í
Borgarfirði vestur að Breiðuvík,
og máttu ekki versla annars staðar
þeir er á því svæði bjuggu. Árið
1700 var Tómas nokkur Konráðs-
son dæmdur til aleigumissis og
þrælkunar á Brimarhólmi fyrir
það að hann hafði selt nokkra fiska
á Búðum sem hann hafði aflað í
Dritvík, og átti því að leggja inn
í Stapaverslun. Varð þetta mál
álíka alræmt og sektarmál Holm-
fasts á Brunnastöðum á Vatns-
leysuströnd, sem oftar er þó vitn-
að til þegar rætt er um þrælatök
einokunarverslunarinnar.
En um það hvern ágang verslun-
in sýndi Kálfárvallabónda segir
Stykkishólmur ........... 1575 rdl.
Arnarstapi............. 1370 —
Rif ................... 1195 —
Grundarfj. og Kumb-
aravogur ................ 950 —
Búðir ................... 455 —
Samt. 5545 rdl.
Hér má og sjá hvað Búðir hafa
dregizt aftur úr, því að nú eru þær
ekki hálfdrættingur á við Rif.
Aðfaranótt 9. jan. 1799 gerði
ógurlegt sjávarflóð í Faxaflóa og
víðar, og gengur það vanalega und-
ir nafninu Básendaflóðið því að þá
tók af þann verslunarstað. í Stað-
arsveitinni, sem er láglend, gekk
sjór víða langt á land upp. Þetta
flóð tók af verslunarstaðinn austan
við Hraunhafnarós. Segir svo í Ár-
bókum Espólíns: „Af tók nær
Búðakaupstað, eitt hús brotnaði að
öllu nema rjáfrið, kom gat á ann-
að, en grundvöll gróf undan því
þriðja“. Þetta varð til þess, að
verslunarhúsin voru flutt vestur
fyrir ósinn og byggð upp á Búð-
um, og voru þar síðan meðan þar
var verslað.
Eftir að einokunni lauk versluðu
svo í Jarðabókinni 1714: „Slægju-
land var þar áður, sem nú standa
kaupmannsbúðirnar. Þar er nú
aldeilis eyðilegt, en bóndinn þigg-
ur ekkert á móti og hefir mátt þola
þetta nú yfir 40 ár. Stór ágangur
af lestamanna troðningi, mest við
Búðakaupstað“.
Hinn 15. febrúar 1706 voru hafn-
ir á íslandi leigðar til 10 ára og var
hæst leiga á höfnum á Reykjanes-
skaga og Snæfellsnesi. Það gerði
fiskurinn, sem var aðalútflutnings-
varan. Er fróðlegt að bera saman
hvernig fiskhafnirnar voru metn-
ar, því að þær tölur sýna hvar
mest var gróðavonin. Hér koma
fimm hafnir á hvorum stað:
Keflavík ............. 1570 rdl.
Reykjavík ............ 1340 —
Básendar ............. 1205 —
Hafnarfjörður ........ 1005 —
Grindavík .............. 505 —
Samt. 5625 rdl.
ýmsir á Búðum. Norðborgarversl-
un í Reykjavík (Jes Thomsen)
hafði þar útibú og var verslunar-
stjóri hans Guðmundur Guð-
mundsson. Þarna kom Holland
1810 og segir í ferðabók sinni að þá
hafi verið þar íbúðarhús úr tígul-
steini, vörugeymsluhús úr timbri
og nokkrir torfkofar. Múrhúsið
hefir sjálfsagt verið timburhús,
„múrað í binding“, eins og það var
kallað.
Kona Guðmundar var Steinunn
Sveinsdóttir bónda Jónssonar í Sól-
heimatungu, hinn mesti kvenskör-
ungur og verður hennar getið síð-
ar. Þau bjuggu á Búðajörð og sein-
ustu árin, sem Guðmundur lifði,
rak hann eigin verslun. Hann and-
aðist 1837, en Steinunn helt áfram
búskapnum með mikilli rausn til
dauðadags.