Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 471 Nú eru gömlu ferjuskipin horfin, en þessi bátur í Þykkvabæ er með sama lagi og þau voru, breið og grunnskreið. berjast við að flytja allan daginn myrkranna á milli oft í roki og rigningu eða gaddi og ísskriði, stundum á milli skara. Þá varð að hrinda hestunum ofan af ísskör- inni í jökulelfuna sem tók þeim í miðjar síður eða meir. Þegar svona stóð á varð fyrst áður en farið var með hestana, að brjóta skarð í ísskörina hinu megin ár- innar, þangað til vatnið var ekki dýpra en það að hestarnir gætu hoppað upp á skörina. Það er hægt að ímynda sér hvernig skepnunum hefur liðið undir þessum kringumstæðum, og mönnunum, sem að þessu urðu að vinna. En þetta var ill nauðsyn. Menn kostuðu kapps um að kom- ast leiðar sinnar. Það var ekkert gaman að liggja lengi við ána með marga hesta heylausa. Þó í henni skriði, var óvíst hvenær kæmi á hana hestheldur ís. Þess vegna var lagt svo mikið kapp á að komast yfir. Mikil vinna og erfið var að flytja stóra fjárrekstra, þegar um búferlaflutning og sölurekstra var að ræða. Þá þurfti sérstaka að- gæzlu við fermingar skipanna og alla meðferð fjárins svo það meidd- ist ekki eða yrði fyrir verri með- ferð en nauðsyn krafði. Versti flutningurinn þóttu nautgripirnir. Kýr og ungviði varð að skip- leggja, en gömul naut voru teymd á eftir skipunum. Þegar stórgripir voru skiplagðir var borðum og þykku torfi raðað á botn skipanna til þess að hlífa þeim við troðningi gripanna og að þeir brytu þau ekki. Einstöku hestavinir létu skip- leggja reiðhesta sína ef þeir voru sveittir og kalt var í veðri. Hestar voru oftast gæfir og rólegir þegar þeir voru ferjaðir, en nautgripir stirðir og erfiðir viðureignar. Það var ekki vanda- né hættulaust að flytja stórgripi á skipum þeim sem notuð voru, ekki stærri og sterk- byggðari en þau voru. Fyrir sér- staka aðgæzlu þeirra er að þessu unnu heppnaðist það svo vel að aldrei hlauzt af slys svo vitað sé. Ferjutollurinn var lögákveðið gjald fyrir það sem flutt var. Hann var reiknaður í landaurum (álnum og fiskum) og oftast borgaður í þeim, því peningar voru lítið í umferð manna á milli á þeim ár- um. Ferjutollurinn var borgaður í ýmsri vöru, svo sem: harðfiski, smjöri, tólg, skinnum, sokkum, vetlingum, klyfberum, rullu (munntóbaki) og ýmsu fleiru. Um og eftir miðja síðustu öld var ferjutollur á Sandhólaferju þessi: Fyrir gangandi mann Vt fisk- ur (12—15 aurar). Fyrir lausríð- andi mann 1 fiskur, og eins 1 fiskur Þessi gamla ferja var einu sinni á Tungnaá, en hefir nú verið flutt til byggöa. Hún er með sama lagi og ferjurnar á Þjórsá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.