Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1960, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
475
um slóðum og að Líkavarða hafi
staðið þar sem eg þóttist finna
leifar hennar.
Þá hefir Valdimar Kr. Árnason
bent mér á, að nöfnin Fúlatjörn og
Fúlutjarnarlækur sé afbakanir.
Tjörnin hafi upphaflega heitið
Fuglatjörn, en vegna þess að Dan-
ir kalla fuglinn „fúl“, hafi nafnið
afbakazt meðan Reykjavík var enn
hálfdönsk.
Þórður Jóhannesson frá Viðey
hefir og bent mér á, að það sé
ekki leifar af bryggju Miljónarfé-
lagsins, sem myndin var af, heldur
hafi starfsfólk Kárafélagsins í Við-
ey hlaðið þessa bryggju í sjálf-
boðavinnu fyrir nær 35 árum.
Á. Ó.
Hlaupagikkir
MÖNNUM er alltaf að fara fram að
hlaupa, það sýna úrslitin á seinustu
Olympíuleikunum. Það er því nógu
gaman að bera saman spretthraða
mannsins og ýmissa dýra og athuga
hver eru frárri á fæti.
Afríkufíllinn er stærsta og luraleg-
asta skepna jarðarinnar, og hann veg-
ur 6—7 lestir. Þegar hann gengur, er
gönguhraði hans álíka og manns, sem
gengur hratt, eða um 7 km. á klukku-
stund. En ef fíllinn tekur sprettinn, þá
hafa beztu spretthlauparar ekki við
honum. Einu sinni sáu tveir menn
hvar fíll stóð í skógarrjóðri. Þeir
læddust á bak við hann, annar gerði
honum bylt við með þvj að hleypa af
skoti upp í loftið, en hinn var með
tímaklukku. Fíllinn tók sprettinn og
hljóp þvert yfir rjóðrið. Hann var ná-
kvæmlega 10 sekúndur að því, en veg-
arlengdin mældist 120 metrar. Það
samsvarar rúmlega 43 km. á klukku-
stund.
Nashyrningurinn er líka fljótur að
hlaupa, þótt hann sé luralegur. Maður,
sem var að ljósmynda villudýr í
Afríku, lét eitt sinn reiðan nashyrning
elta sig í bíl og hraðinn var nær 45
km. á klukkustund. Seinna komst hann
Skemmtilegar frásagnir þakkaðar
EKKI má minna vera en einn af fjöl-
mörgum unnendum breiðfirzkrar nátt-
úrufegurðar og fagurs mannlífs á Snæ-
fellsnesi þakki þær ágætu frásagnir
úr Helgafellssveit og af Skógarströnd,
sem í sumar hafa birzt í Lesbók Morg-
unblaðsins.
„En þetta átti annars hreint ekki að
verða nein náttúrufræðiritgerð, heldur
óbrotinn ferðapistill“, segir í nýustu
greininni, „Bliður er árblær“. En þetta
eru dálítið meira en óbrotnir ferða-
pistlar. Um það geta allir sannfærzt af
lestri frásagnanna. Þar helzt í hendur
óvenju næmt skyn á fegurð náttúrunn-
ar og sögu íslenzkrar þjóðar í þessu
landi og skemmtilegur og léttur frá-
sagnarstíll. Og hin Ijúfa og látlausa
frásögn af fermingarsunnudeginum á
Narfeyri ásamt nærfærinni lýsingu og
sannri á hinum hógværa spekingi, Vil-
hjálmi Ögmundssyni, hlýtur að verða
mönnum hugstæð.
Á þeim tíma, er langferðir út í heim
eru í tízku og ferðabóka- og ferða-
sagnahöfundar virðast þurfa mörg
lönd og jafnvel margar heimsálfur til
að fá byr undir vængi frásagnargáfu
sinnar, tekst höfundi að segja frá ná-
lægum stöðum í mannabyggðum á ís-
landi af svo næmri skynjun og ríkri
hrifningu, að unaður verður að lesa.
Jafnvel lítill járnsmiður, er skríður
leiðar sinnar á svefnpoka höfundar,
verður efni til undrunar og hrifni.
Mér lízt greinar þessar þann veg rit-
aðar, að þær séu vel til þess fallnar að
kenna mönnum að ferðast um land sitt
opnum augum. Þeir munu því miður
margir, sem þveitast um landið þvert
og endilangt án þess að njóta þess und-
arlega samspils íslenzkrar náttúru og
sögu, sem hefir verið dýr fjársjóður
íslenzkrar þjóðar, allt frá því Jónas
týndi lestinni forðum og jafnvel enn
lengur.
Hafi höfundur heila þökk fyrir frá-
sagnirnar.
Ólafur Haukur Árnason.
í kynni við grimma nashyrningskú og
flýði undan henni, en þá varð hann
að aka á 56 km. hraða.
Spretthraði veiðihunda og hesta hef-
ir verið mældur einna nákvæmast.
Veiðihundar geta hlaupið 100 metra á
5 sekúndum. Það eru hinir svonefndu
gráhundar. En aðrir veiðihundar, sem
nefnast á ensku „whippets", geta
hlaupið 200 metra á 12 sek. Fljótustu
veðhlaupahestar hafa hlaupið 400 m.
á 20.8 sek.
Antilópur í Mongólíu eru næstbeztu
hlauparar í heimi. Þær geta hlaupið
sem svarar 96 km. á klukkustund á
fyrsta sprettinum, en svo hægja þær
á sér. Kálfar þeirra geta hlaupið jafn
hratt þegar þeir eru tveggja klukku-
stunda gamlir. Þessi mikli flýtir þeirra
er sjálfsvörn til þess að komast und-
an sléttuúlfunum.
En fótfráasta dýrið er þó ameríski
hlébarðinn, eða „cheetah", eins og
hann er nefndur. Hann hefir bæði
ótrúlegan viðbragðsflýti og þol. Þess
er dæmi, að „cheetah“ hefir hlaupið
700 metra á 20 sekúndum, en það sam-
svarar um 126 km. á klukkustund.
Fiskar ná yfirleitt ekki miklum
hraða, miðað við landdýr, en við-
bragðsflýtir þeirra er þó enn meiri.
Þeir ná hámarkshraða á 1/20 úr sek.
Það var réttarhald út af bifreiða-
slysi og dómarinn spyr mann ,sem haf ði
slasast illilega:
— Er það satt að þér hafið sagt við
bílstjórann eftir slysið, að þér væruð
ómeiddur?
— Já, það er satt, en orsök var til
þess. Ég kom þarna akandi í gömlu
kerrunni minni og hafði beitt henni
gömlu Skjónu minni fyrir hana, og þá
veit ég ekki fyr til en bíllinn ekur á
okkur, og við hendumst út í vegar-
skurðinn. Og þarna lágum við bæði upp
í loft, Skjóna mín og ég og gátum okk-
ur enga björg veitt. Bílstjórinn kom út
og leit á okkur. Hann sá að Skjóna
var fótbrotin. Þá hljóp hann að bílmum,
sótti marglhleypu og skaiut Skjónu. Síð-
an sneri hann sér að mér og sagði: Og
hvað er um þig, ertu meiddur?
*