Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Síða 1
1. tbl. JUinrpmMnM}}£ Sunnudagur 15. janúar 1961 XXXVI. árg. BjÖrn í Bæ O • >£1 O •Ílc • • anjotlooio a Sviðnmgi á Þorláksmessu 1925 ÞÓTT nú sé orðið æði langt síðan þessi hörmulegi atburður gerðist á bænum Sviðningi í Kolbeinsdal, hefi eg reynt að skrá þessa frásögn sem réttasta. Snjóflóðið tók sex manns og þrennt kom ekki life.ndi úr þvL Eg var sjálfur við þegar líkin voru kistulögð og skrifaði þá ýmislegt mér til minnis, en auk þess hefi eg haft tal af þeim, sem af komust, og öðrum sem þama komu fyrstir að. SVIÐNINGUR stóð neðarlega í Kolbeinsdal, milli tveggja lækja og brött fjallshlíð þar upp af. Næsti bær fyrir innan er Saur- bær, en næsti bær fyrir utan Smiðsgerði og er fremur stutt bæarleið þar á milli. Á Sviðningi bjó þetta ár Sölvi Kjartansson. Kona hans var Jónína Jónsdóttir og áttu þau tvær dætur, Önnu og Sigríði. Þar voru einnig í heimili tvær gamlar konur, er hétu Guðbjörg og Hansína. Sigríður litla, sem ekki var nema ársgömul, svaf jafnan hjá móður sinni, en eldri systirin svaf hjá Hansínu. Fólkið svaf í nýbyggðri baðstofu. Hafði hún verið reist tma sumarið og var ætlunin að hafa hana svo stóra, að þangað gæti flutzt hjónin Anton Gunnlaugsson og Sigur- jóna Bjarnadóttir með 5 börn ung. En einhvern veginn fór það svo, að baðstofan varð minni en til var ætlast, svo að Anton og fjölskylda hans fluttu í skemmu, sem var fyrir framan baðstofuna og hugðist vera þar þennan vet- ur. Að kunnugra sögn mun skemma þessi, eða skáli, hafa ver- ið um 3x4 metrar að stærð, og þar var eldað og sofið. Mundu það þykja þröng húsakynni nú fyrir hjón með fimm ungbörn. Báðir bændurnir á Sviðningi, Sölvi og Anton, voru atorkumenn og svo mikil hraustmenni, að lík- lega hefir verið leitun á öðrum eins. Nú er að segja frá því, að undir kvöld á Þorláksmessu 1925, í grenj- andi stórhríð og fannfergi, kom unglingspiltur, Sölvi Jónsson frá Smiðsgerði, út að Sleitustöðum. Hann hafði þær fréttir að færa, Jónína Jónsdóttir, húsfreya, sem náð- ist lifandi eftir að hafa legið 18 klukkustundir í snjónum. að Anton á Sviðningi hefði kom- ið að Smiðsgerði aðfram kominn af þreytu og sagt að snjóflóð hefði fallið á bæinn og Sölvi og allt fólk hans orðið þar undir. Var hann kominn til að leita hjálpar. Eins og fyr segir var sortastór- hríð fram í aalnum og fannkoma afar mikil. Töldu húsbændur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.