Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ljósadýrð á fföt- um Reykjavikur fyrir jólin. Þetta gerðist í desember 4 FJÁRLÖG 1961 Fjárlög fyrir árið 1961 voru endanlega afgreidd á Alþingi 19. des. Fór atkvæðagreiðsia um fjár- lögin fram á síðdegisfundi í sam- einuðu þingi. Breytingatillögur þær, sem fjárveitinganefnd stóð öll að voru samþykktar en aðrar felldar. Fjárlagafrumvarpið var svo endanlega samþykkt með 32 samhljóða atkvæðum og afgreitt sem lög. Niðurstöðutölur á sjóðs- yfirliti eru: Inn kr. 1588.668.000,00. — Út kr. 1588.239.005,00. Greiðslu- afgangur kr. 428.995,00 (20.) VAXTALÆKKUN Seðlabankinn ákvað 28. desem- ber að tillögum ríkisstjórnarinnar að lækka útláns- og innlánsvexti um2% þannigað vijílavextir verða nú 9% í stað 11%, en Almennir vextir af sparisjóðsbókum 7% í stað 9% áður. Sé féð þó bundið í eitt ár eru vextirnir 9%. Þetta skref hefur verið hægt að taka vegna hinnar heilbrigðu þróunar í peninga- og gjaldeyrismálum undanfarna mánuði (29.) FRAMLAG VEGNA TEKJUMISSIS Samkomuiag hefir náðst við rik- isstjórn Bandaríkjanna um að hún greiði íslendingum 6 millj. dollara sem óafturkræft framlag til þess að draga úr erfiðleikum íslend- inga af minnkandi gjaldeyristekj- um frá vamarliðinu vegna gengis- breytingarinnar (31.) VEÐRIB Fyrsta raunverulega vetrarveðrið á þessu hausti hófst 2. og 3. desember. Fjallvegir, sem höfðu verið opnir miklu lengur en venja er, tepptust þá víða. í Reykjavík snjóaði í fyrsta sinn 2. des. og urðu þá margir bíla- árekstrar á hálkunni. Veðurfar batn- aði þó fljótlega aftur og flestir fjall- vegir urðu færir að nýju. — Jóla- veðrið var talsvert misjafnt hér á landi, hvít jól og gott veður fyrir sunnan, bleytuhríð víða á Vestfjörð- um og fyrir norðan og hríðarbylur á Austfjörðum. — A Norðurlandi versnaði veður upp úr jólum. Snjó- koma var þár nokkur, ísing mikil og veðurhæð var mikil einkum út við sjávarsíðuna, 9—10 vindstig. Síma- sambandslaust varð víða, rafmagns- línur urðu ónothæfar svo sveitir urðu Ijóslausar og flugvöllurinn á Akureyri lokaðist alveg þannig að ekki var hægt að fljúga þangað í nokkra daga. Fyrir áramótin gekk svo veðrið niður. — Á árinu 1960 var meðalhiti hér um einu stigi meiri en í meðalári. ÚTGERÐIN Síldveiði við Faxaflóa hefur verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.