Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1961, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 Hvit jól í Reykjavík. dágóð. Fyrsta des. komu Akranes- bátar t. d. inn með 6 þúsund tunn- ur (2.) Síldveiði enn ágæt í Faxaflóa. — Síldin er brædd, fryst og söltuð. — Höfrungur II fékk t. d. metafla 2. des., 1600 tunnur í einu kasti (3.) Námskeið haldin á vegum sölu- miðstöðvar Hraðfrystihúsanna á ísa- firði, Akureyri og Seyðisfirði fyrir fólk, sem vinna á að gæðaeftirliti (7.) Afli togaranna var 38% minni í ár en árin 1957 og 1958 (23.) Samkomulag náðist um ferskfisk- verð milli fiskkaupenda og stjómar og verðlagsráðs LÍÚ (31.) Samningar um kjör bátasjómanna hófust þegar er samkomulagið náð- ist um fiskverðið (31.) FRAMKVÆMDIR Skurðgröfur Vélasjóðs hafa grafið 26 millj. rúmmetra (1.) Áburðarverksmiðjan h.f. hefir gert samning um sölu 7000 smálesta af áburði til útlanda. Nemur verðmæti hins selda áburðar um 14 millj. kr. (1.) - Nýtt og veglegt dagheimili fyrir böm á vegum Reykj avikurbæj ar og Sumargjafar, tekur til starfa í Rvík (4. og 6.) Nýr bátur, Jón Garðar, 120 lestir, eign Guðmundar Jónssonar á Rafn- kelsstöðum, kominn til Sandgerðis (6.) Tekizt hafa samningar milli ríkis- ins og Reykjavíkurbæjar um að þess- ir aðilar reisi sameiginlega sérstak- an æfingaskóla fyrir Kennaraskóla íslands (6.) Hestamannafélagið Fákur reisir hús fyrir 112 hesta á skeiðvellinum við Elliðaár (9.) Til mála hefur komið að vinna málningu úr íslenzkum rauðleir (9.) Miklar símaframkvæmdir hafa ver- ið í Stykkishólmi og Grundarfirði á þessu ári (11.) Vinningum fjölgar í Happdrætti Háskóla íslands og miðar hækka í verði (14.) Flugfélag Islands semur við dönsku stjórnina um ískönnunarfiug við Grænlandsstrendur (14.) Nýr stálbátur, Eldey, 150 smálestir, kemur til Keflavíkur. Eigandi báts- ins er samnefnt hlutafélag (15.) Gerðar hafa verið tilraunir með útflutning síldar, sem unnin er á annan hátt en áður hefur verið gert hér (17.) ' Unnið er að frumteikningu að nýrri ölvusárbrú (17.) Brúarfoss, nýtt skip Eimskipafélags íslands, komið til landsins. Skipstjóri er Jónas Böðvarsson (18.) Talstöðvar settar í leigubíla á Hreyfli og Bæarleiðum (21.) Bifreiðastöðin Hreyfill er nú að reisa byggingar yfir starfsemi sina á landi sem stöðinni var úthlutað á milli Grensásvegar, Miklubrautar og Fellsmúla (22.) Lánveitingar til framkvæmda í sveitum meiri í ár en nokkru sinni fyrr (22.) 13 bæir í Laxárdal og Haukadal fá rafmagn frá Rafnmagnsveitum ríkis- ins (22.) Þegar nýasta gufuholan í Hvera- gerði var reynd, reyndist hún hin þriðja bezta (22.) Nýr 100 tonna stálbátur, Halkion, kom til Vestmannaeya. Eigendur eru Gerðisfeðgar (28.) Nýr 140 tonna bátur, Anna, kom til Siglufjarðar. Eigandi er Þráinn Sigurðsson, útgerðarmaður (28.) Byrjað er að rífa „Veltuna“, eitt hinna gömlu húsa við Austurstræti (29.) Ný gerð brunaboða sett upp I Hafnarfirði til reynslu (30.) Um 70 brennur hafa verið leyfðar í Reykjavik á gajnlárskvöld (30.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.