Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 piltunum austur að sjó, sem svo var kallað, einkum ef við höfðum heyrt þá minnast á við kaffiborð- ið, að nú mundi verða „lá“. Þá heldu okkur engin bönd, og upp úr rúmunum rukum við og eltum þá, til þess að horfa á þegar ýtt væri á flot í „lá“. Þegar flóð var að morgni og alda í sjónum, brotnaði hún við landið og gengu þá tíðum ólög inn í vörina. Það var kallað „lá“. Þegar skipi hjá okkur var hrundið til sjávar, var skuturinn jafnan látinn ganga á undan. Þeg- ar „lá“ var, þá var skipið sett fram á fremsta hlunn, alveg við sjó, og þurfti þá stundum að bíða eftir lagi. Formaðurinn fór þá upp í skipið aftast og stóð þar með 12—14 feta langa stöng, sem kölluð var stjaki. Var broddur í enda stjakans og notaði formað- ur stjakann ef rétta þurfti skipið þegar ýtt var. Öllum árum var stungið niður í „sog“, það er við kjöl, og risu þær svo frá borði. Hver maður stóð við sinn keip, og árin í keipnum. Nú var beðið með eftirvænt- ingu þangað til hið stóra augna- blik kom, að formaður „kallaði lagið“. Sagði hann þá oft: „Áfram nú, blessaðir", eða einhverja aðra hvatningu til hásetanna. Þá máttu engin mistök verða, ef vel átti að takast ýtingin, halda skip- inu á réttum kili og fylgja því, en komast þó upp í það sem fyrst, maður á móti manni og allar árar 1 sjó á svipstundu. Seinastir fóru fremstu mennirnir upp í, þeir voru kallaðir framámenn. Svo varð að róa lífróður til þess að verða ekki fyrir næsta ólagi. Það kom fyrir, þegar ýtt var í „lá“, að ýmis smámistök áttu sér stað, einkum í vertíðarbyrjun, meðan menn voru óvanir og ekki samæfðir. Þá var alltaf brýnt fyr- ir óvönum mönnum, að þeir mætti alls ekki sleppa hönd af skipinu, og kæmist þeir ekki upp í það, þá að halda sér sem fastast í það og dragast út með því þangað til það væri úr hættu. Þetta vildi koma fyrir, að menn kæmist ekki upp í skipið, stundum tveir eða þrír. Og svo drógust þeir með skipinu út á legu, en þar voru þeir innbyrtir. Það þótti alltaf leiðinlegt afspurnar að láta inn- byrða sig. En við strákarnir skemmtum okkur kostulega við að horfa á mennina dragast með bátnum og síðan innbyrta. Þetta skeði ekki eftir að sjómennirnir fóru að æfast, en þeim var hætt- ast við þessu, sem ekki höfðu ró- ið í Grindavík áður, eða voru ó- vanir brimlendingum. Bátur á útsiglingu frá Grindavík. Skinnklæddir sjómenn í Grindavík. D K

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.