Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 16
180 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A 32 ¥ K ¥ DG965 * ÁK752 A 64 ¥ D 9 8 7 5 ♦ K7 * D 10 6 4 A ÁKD75 ¥ Á 10 3 ♦ 10 2 ♦ 983 ♦ G 10 9 8 ¥ G 6 4 2 ♦ Á843 ♦ G Sagnir voru þessar: s V N A 1 A pass 2 ♦ pass 2 A pass 3 * pass 3 G pass pass pass Út kom ¥ 7. S hrósaði happi að kóngurinn skyldi vera í borði. En spilið er samt ekki unnið. S verður að reyna að fá aukaslag, annað hvort í spaða eða laufi. Hann reynir laufið fyrst, slær út ♦ K og þegar gosi kem- ur í hjá A, fleygir hann ♦ 8 í. Næst kemur svo láglauf úr borði og er drep ið með ♦ 9. V fær þann slag. En nú hefir S vald á laufinu, því að hann getur fengið slag á ♦ 7 af því að hann geymdi þristinn á hendi. Fjórir slag- ir í laufi, þrír í spaða og tveir í hjarta! „Þú munt gera mér meira“ Loftur bóndi Guttormsson hinn ríki sat löngum að Skarði á Skarðsströnd. Segja menn að hann hafi verið ridd- ari að nafnbót og haft hvítan fálka í bláum feldi til einkennis eðalskapar síns. Einhverju sinni kom þangað með föður sínum ungur sveinn, er Illugi hét. Hann hafði prikaleik á gólfinu við annan svein, og tókst svo til fyr- ir honum, þá er Loftur reikaði á gólf- inu, að hann sló prikinu ófyrirsynju utan á fót Lofti. Varð honum við það mjög dátt í fætinum, settist niður og RAUÐMAGINN er kominn og nýlega bárust fyrstu rauðmagarnir á land í Reykjavík. Þetta er einn vorboðinn hér syðra. Og fólkið keppist um að ná í rauðmagann. Varla hafa bátarnir kennt grunns, er þangað er kominn hópur manna til þess að fá sér í soðið. (Ljósm.: Ól. K. Magn.) mælti: „Þú slærð ógætilega, piltur; það er ennþá ekki úti fyrir þér, þú munt gera mér til meira, áður en þú deyr“. — Seinna varð Illugi þessi þjónustumaður Lofts, og komst þá í kærleik við Ólöfu dóttur hans. Áttu þau fyrst dóttur er Ástríður hét, en ekki mátti hún kalla Ólöfu móður sína, og lét hún hana frá sér vestur; síðan áttu þau son er Sigvaldi hét. Ólöf eignaði hann þjónustumey sinni. — Ólöf var væn kona og stórmannleg. Hennar fékk Björn Þorleifsson ríki. Sigvaldi sonur hennar fór austur á Síðu. Hann var mikill maður vexti og sterkur, hverjum manni hærri, ofur- hugi í skapi. Hann var kallaður Sig- valdi Langalíf. (Úr Árb. Esp.). Flóð og veðrátta Af 60 ára reynslu er aðgætt, að flóð hafi orðið mest um og eftir vetur- nætur, veður mest um jól fram yfir miðjan vetur af land- og hafsuðri til útsuðurs, en vestan og útnorðanáttir hafa verið skæðastar sjófarendum í Höfnum. — í Reykjanesröst er aðfall venjulega meira en útfall, stundum ber til að þar er ekki skiplægur sjór, þó annarsstaðar sé ládeyða. Vestan og sunnanáttir eru þar beztar, þá hægar eru, en austanáttir hættulegastar, því að sækja er á einn landsodda í austur, en haf á allar síður, en straumar oft óviðráðanlegir. (Úr lýsingu á Höfnum um 1840 eftir Brand' Guðmundsson). Magnús Gíslason amtmaður var höfðingi mikill. Hann fór vel með hjú sín, sem honum líkaði við og spaugaði mikið við þau, en þoldi undarlega vel, þótt honum væri ekki svarað sem hans standi sómdi; hló hann þá ákaflega og hljóp til konu sinnar og sagði henni frá, en hún færði allt á betri veg. — Einu sinni er þess getið, að vinnukona hans, er Steinunn hét, þvoði keituþvott nálægt stofudyrunum, og lagði reykinn inn í d^rnar, en hvass vindur var á. Kom amtmaður út og segir: „Þú átt ekki að vera svona nærri dyrunum, það gerir soddan ódaun“. Hún gengdi: „Eg bað engan að gína ofan yfir því“. (Úr ævisögu Sveins Þórðarsonar).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.