Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 177 — Lndur dularheima Frh. af bls. 171 þekkjum við í okkar heimi æðri en starf hjúkrunarkonunnar, þeg- ar hún er vandanum vaxin, og um ekkert fáum við fegurri frá- sagnir handan yfir landamærin en sífórnandi starfsemi hennar þar. Það er líka mannkærleikinn og fórnarlundin sem okkur skilst að þar greiði okkur bezt veginn og lyfti okkur hæst. Yfir höfuð stað- festir allt þá fornu kenningu að þar uppskeri hver eftir því sem hann sáði hér. Haraldur Níelsson, lúterskur guðfræðingur, varaði okkur við að treysta á náðina. Þá viðvörun virðist spíritistisk reynsla eindregið staðfesta. Enda þótt dauðinn sé án alls efa mikill og afdrifaríkur atburður á lífsleiðinni, er hann samt ekki ann- að en atburður þar. Og persónuleiki mannsins er nákvæmlega sá sami fyrir og eftir þann mikla atburð. Þess vegna segir það sig sjálft að dauðinn megnar ekki að slíta bönd sannrar vináttu eða bræðra- lags, og enn síður sannrar ástar. Öll spíritistisk reynsla sannar það líka ótvíræðlega að það gerir hann ekki. Það er mannlegt að hefir þetta breytzt. „Hvernig þolir gamalt fólk þetta?“ spurði eg. „Það er furðulegt“, sagði hún. „Sumir virðast verða ungir að nýu“. „En má eg spyrja hvers vegna þér komið hér öðru sinni?“ „Já, eg hét því þegar drengur- inn minn fekk lungnabólgu, að eg skyldi fara hingað aftur, ef hon- um batnaði. Honum batnaði, og nú er eg hér“. spíritistinn syrgir látna ástvini, eins og hver annar. Jafnvel meist- ari kristinna manna gat tekið svo einlægan þátt í sorg annarra að hann táraðist sjálfur. En sá sem kynnzt hefir af raun boðskap spíritismans, hann getur aldrei fallið fyrir vonlausri sorg, þeirri er postulinn mikli minnist á. Hann á ekki aðeins von heldur fulla vissu. — o — Endurholdgunarkenninguna ber oft á góma nú á tímum, og sumir flækja hana inn í spíritismann. En það er gagnger misskilningur; hún er honum með öllu óviðkomandi og hann lætur hana með öllu af- skiftalausa. Ummæli þeirra er handan-frá hafa talað af mestum þroska, eru á þá leið, að til end- urholdgunar þekki þeir ekkert og viti ekkert um það, að hún eigi sér stað. Þar með er kenningunni hvorki játað né neitað, enda mun það sanni næst, að fyrir þeirri kenningu höfum við engar gildar sannanir. En getum ekki afsann- að hana. Séð hefi ég á bókum fjölda- mörg dæmi, er talin hafa verið styðja eða jafnvel sanna þessa kenningu, en ekki enn neitt það er mér virtist ekki mega skýra með öðrum hætti. Kemur það þá fyrst til greina að svo virðist sem atburðir geti með einhverjum hætti líkt og ljósmyndast þar sem þeir gerast og þeir sjást endurtak- ast þar óralöngu síðar. Dæmi þessa eru fjölmörg, en fyrirferð- armest í bókmenntunum hefir orð- ið atburður frá tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar. Þó eru það sálfarirnar sem gera ennþá stærra strik í þennan reikning. Þær eru margsannaðar og all-tíðar, svo að hér á landi er fjöldi fólks sem haft hefir reynslu af þeim. Sigfús Blön- dal drepur á sína reynslu í hinum merku og hugnæmu endurminn- ingum sínum, er út komu í vetur. í sálförum er maðurinn kominn út fyrir takmörk rúms og tíma, og þá er sízt fyrir að synja hvað orð- ið getur á vegi hans, og hann svo máske tekið með sér. Hvað er spíritisminn, í stuttu máli sagt? Hann er einfaldlega sannfæring um það, byggð á reynslu og rannsóknum, að mað- urinn lifi líkamsdauðann, lifi per- sónulegu lífi og varðveiti einstak- lingseðli sitt eins og það var hér á jörðu; ennfremur að hann geti þá ef tiltekin skilyrði eru fyrir hendi, látið eftirlifendur vita af sér með ýmsu móti, talað til þeirra og svarað spurningum þeirra, ef hann á kost á aðstoð eða meðalgöngu þeirra manna, er sér- stökum hæfileikum eru gæddir til þess að veita þá hjálp. Þessa hæfi- leika, eða þennan hæfileika, nefn- um við miðilshæfileika, en meðal- göngumennina miðla. Miðilshæfi- leikinn er með ýmislegu móti. Stundum, og þó sjaldan, með þeim hætti að hinn framliðni get- ur gert sig sýnilegan eða jafnvel áþreifanlegan. Það liggur þannig í augum uppi að spíritisminn er óháður trúar- brögðum. Spíritistinn getur játað hvaða trú sem vera skal, alveg eins aðhylst boðskap Múhameðs sem Krists, og alveg eins staðið utan allra trúarbragða; sem slíkur lætur hann sig ekki annað skifta en reynsluþekkinguna eina. Alla tíð hafa trúarhugmyndir manna breytzt með tímanum og svo munu þær væntanlega alla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.