Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 6
170 sannleikans. Og enginn er sá er hér í lífi höndli allan sannleikann. Af því sem þegar var sagt, læt- ur það að líkum, að ástríður þær, sem hér höfðu okkur á valdi sínu, hverjar sem þær voru, þær tök- um við með okkur inn á hitt til- verusviðið. Og ef þær eru illar, er hætt við að þar eitri þær líf okkar. Drykkjumaðurinn fer þang að með fýsn sína, en þar er þess ekki kostur að fullnægja henni á sama hátt og hér. Og þá er hætt við að hann leitist við að gera það með því að ná valdi yfir einhverj- um viljasljóvum meðbróður hér, tengjast honum með einhverjum þeim hætti er við skiljum ekki til fulls, æsa upp í honum sömu ástríðuna og leita sér fullnæging- ar með hann sem millilið. Öll erum við sömu hjálparþurf- arnir þegar við fæðumst inn í hina nýu veröld sem við vorum við komu okkkar inn í jarðlífið,' og öllum er hjálpin í té látin, sú hjálp er vel mætti nefnast fæð- ingarhjálp. En öll þurfum við líka á frekari handleiðslu að halda, og hana er ekki alltaf jafnauð- velt að veita. Það fer algerlega eftir hæfileika okkar sjálfra til að veita henni viðtöku. í sumum tilfellum (líklega býsna mörgum) getur það um sinn verið allsend- is ómögulegt. Ekki þarf slíkt endi- lega að stafa af því, að sá hafi verið illur mað>ur sem þar á hlut að máli, heldur getur það stafað af þeim rangsnúnu hugmyndum er ég hefi áður minnst á. Þótt ótrúlegt megi virðast, er það stundum auðveldara í byrjun að veita aðstoðina frá okkar veröld heldur en hinni nýu. Mun varla nokkur sá, er að ráði hefir sótt fundi hjá góðum miðlum að hann minnist ekki fleiri eða færri dæma er staðfesta þetta. Venjulega er það þá bænin sem hjálpar, og það LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þá jafnt þó að enginn miðill hafi verið við málið riðinn, heldur er það hitt, að vegna miðilsins fæst iðulega vitneskja um þörfina. Af mörgum dæmum, sem orðið hafa á vegi mínum, vil ég geta hér eins. Þjóðkunnur merkismað- ur og samvizkusamur embættis- maður, þá látinn fyrir fimmtán árum, kom í samband þar sem ég var á meðal fundarmanna. Hann hafði verið hið mesta karlmenni og nokkuð mikill fyrir sér, en sæmdarmaður í hvívetna. Nokkuð var hann gustmikill óg óhýr fyrst í stað og sagði að stjórnendur hefðu með hrekk komið sér í sambandið og kvaðst mundu gera það upp við þá er hann væri aft- ur laus. Hann hafði dáið sem harðsvíraður efnishyggjumaður og stóð við skoðun sína fram í rauð- an dauðann þegar prestur nokk- ur, sem átti að hafa þekkt hann betur en svo að trúa á árangur af slíku, reyndi að telja honum hughvarf. Og nú hafði ekkert ver- ið honum fjær skapi en að fara að viðurkenna villu sína, slík auðmýk- ing sem það var að honum fannst. En nokkuð mýktist skap hans, enda hafði hann alltaf verið still- ingarmaður. Hann kom með sann- anir fyrir því hver hann væri, auk þess sem orðalag hans eitt út af fyrir sig var nokkur sönnun, og um leið og hann kvaddi og fór, hreytti hann út úr sér til eins fundarmanna þeim orðum, sem bæði voru ákaflega sterk sönnun og svo spaugileg að allir skelli- hlógu, nema miðillinn einn, sem var steinsofandi. Þessi prýðismað- ur, Sem ég ætla að lítt hafi verið við ósannindi kenndur í sínu jarð- neska lífi, játaði nú með nokkr- um þrjózkukeim að sér hefði liðið allt annað en vel fyrsta skeiðið eftir að hann hóf sína nýju til- veru: því að hann væri stiginn yfir þröskuldinn gat hann ekki látið sér til hugar koma. En hann var gersamlega einmana og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar hann var að gera þessa játningu, herti hann sig loks upp og segir með greinilegri baráttu við stolt sitt: „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá voru það bænirnar hans séra N.N. sem hjálpuðu mér bezt“. Klerk- urinn sem hann nefndi, og þá var látinn fyrir örfáum árum, hafði verið einn þeirra er mest prýddu íslenzka kirkju, og þó að hann að sjálfsögðu prédikaði kristna trú, en hinn væri algerlega trú- laus á nokkur ósýnileg máttar- völd, spilti það ekki vináttu þeirra, sem verið hafði traust og einlæg í marga áratugi. Mjög er það sennilegt að prestur hafi beð- ið fyrir vini sínum látnum, því að bænrækinn maður var hann og bænheitur. Þeir hafa sumir komið á miðils- fundi handan frá, sem sízt mundu hafa gert svo meðan þeir voru hér. — o — Ekki kemur mér til hugar að minnast á Nýja testamentið sem óskeikula bók; það held ég að það geti ekki verið, enda ýmislegt ó- samræmi þar að finna, og á sumu sem þar er, hefi ég engan skiln- ing. En hin undursamlegasta bók er það, og menningartjón þjóðinni hve lítið hún les það. En þegar Matteusarguðspjall hvað eftir ann -að talar um myrkrið fyrir utan, þá er það ekki líkingamál, heldur virðist þar svo rétt lýst því, er sumra manna bíður handan landa- mæranna að nær sannleikanum verði ekki komist. Svo er að sjá sem sumir menn deyi inn í svarta myrkur, sökum breytni sinnar hér. Þetta þykir ef til vill ekki tilhlýði- legt að segja nú á tímum, svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.