Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 14
178 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tíð gera. Hallgrímur Pjetursson orti Passíusálma sína á seytjándu öld og þeir geyma því trúarhug- myndir þess tíma, sem að mörgu leyti eru alveg gagnstæðar hug- myndum okkar, sem nú lifum. En allur meginkjarninn stendur ó- haggaður og mun ávallt standa. Því njótum við Passíusálmanna enn í dag og elskum þá. Eg nefni þá hér sem hentugt dæmi. Eg hefi lengi kunnað lítið enskt erindi, sem ég man ekki (eða öllu heldur vissi líklega aldrei) hvaðan er komið. Það er á þessa leið: The eternal truth of God moves on In undisputed sway While all the little creeds of men Wax old and pass away. Það er einmitt þetta sem ger- ist: guðs eilífi sannleikur varir og *• ríkir óhaggaður, en lítilmótlegar kreddur mannanna úreldast og líða undir lok. En þó að spíritisminn sjálfur sé trúarbrögðum óháður og geti aldrei orðið að trú, þá rennir hann samt óhagganlegri stoð undir það, sem er insti kjarni flestra trúarbragða: trúna á framhaldandi tilveru mannsins að jarðlífinu loknu. Og líkast til er það rétt sem sá vitri guðfræðingur síra Magnús Helga- son hélt fram, að hver hugsandi spíritisti hljóti að sannfærast um guðlega stjórn tilverunnar. En þar erum við komin að efni sem prestunum stendur miklu nær en mér að fjalla um, enda hljóta þeir að hafa til þess margfallt betri skilyrði .Eitt er það þó sem okk- ur kemur öllum við og má vera okkur öllum ærið umhugsunar- efni: Spíritisminn kennir okkur að líta á allt í ljósi eilífðarinnar og minnir okkur á, að samferða- menn okkar hér verða líka sam- ferðamenn okkar þegar héðan er komið. Og allir vitnisburðir stað- festa það, að þegar yfir landa- mærin er komið, fáum við engu leynt, þó að okkur tækist að leyna mörgu hér. Þetta mætti verða okkur gagnlegt umhugsun- arefni. Gáfaður prestur tók þetta einhverntíma til meðferðar 1 stólræðu, sem svo var prentuð í tímaritinu Morgni og vakti margra athygli. Það var einmitt þetta atriði, sönnunin fyrir ábyrgð okkar, sem gerði spíritismann svo mikilvægan í augum Einars H. Kvarans — mikilvægastan af öll- um málum mannkynsins. Er auð- velt að neita því, að þar hefði hann rétt fyrir sér? Alveg væri ótilhlýðilegt að skiljast svo við þetta umræðuefni að láta þess ógetið, að þá þekk- ingu á framhaldslífinu, sem spírit- istar hafa aflað sér eftir sínum leiðum, hana hafa aðrir öðlast með öðrum hætti, og ekki allir á sama hátt. Hinn nafntogaði djúp- hyggjumaður John Stuart Mill (fslendingar þekktu hann um eitt skeið af bók hans Um frelsið, en nú þekkja þeir hvorki hann, bók- ina, né heldur frelsi) vildi alls ekki neita því, að maðurinn kynni að lifa líkamsdauðann, en taldi það fremur ósennilegt. En meðal þeirra ritgerða Mills, sem prent- aðar voru að honum látnum, er ein sem ræðir um framhaldslífið, hvernig því hljóti að vera háttað ef það á annað borð sé til. Og hann gerir þar ráð fyrir því alveg eins og spíritisminn lýsir því. Til spíritismans mun Mill þó alls ekk- ert hafa þekkt. Ein hinna allra- beztu bóka sem ég þekki um framhaldslífið er The Gospel of the Hereafter, eftir stórlærðan og ágætan guðfræ&ing, J. Paterson Smyth, prófessor. Hún víkur ekki að spíritisma eða spíritistiskum ritum, en byggir á allt öðrum heimildum. Þó gæti hún öll verið » rituð á grundvelli spíritistiskrar reynslu og rannsókna. Bók þessi er til í norskri snilldarþýðingu eftir Edward Hambro, dómara í hæstarétti, en hann hafði við þýð- inguna aðstoð tveggja nafnkunnra guðfræðinga norskra. Á ensku kemur árlega út sægur bóka um spíritistisk og önnur dulræn efni. Sumar eru þær að sjálfsögðu góðar, en þó eru hinar miklu fleiri sem eru lítils virði, og margar eru þær argasta hé- giljubull. Um það geta menn sannfærzt við lestur ritdómanna í Light, þar sem hlífðarlaust er flett ofan af hjátrúnni og hégóm- anum. Það tímarit lesa hér alltof fáir, og líklega enn færri amer- íska tímaritið Tomorrow, sem ég þekki því miður ekki af eigin lestri, en dómbærustu menn telja ákaflega merkilegt. Enda þótt Light sé enn markvert rit skal ég játa það, að mér fellur það ekki eins vel í höndum núverandi rit- stjóra eins og meðan Miss Mercy Phillimore var ritstjóri þess. En nú er tilkynnt að nýr ritstjóri eigi að taka við. Þá er illa farið ef spíritisminn (eða, réttara sagt, skrípamynd af honum) verður hér að andlegum óþrifum sökum þess að hann er ekki lengur ræddur á opinberum vettvangi. En ekki er ég óttalaus um að svo kunni að fara. (Aths. Grein þessi var komin rit- stjóranum í hendur áður en hugleið- ing Halldórs Stefánssonar um svipi framliðinna birtist í 3. tbl. Lesbókar. Þessa er getið til þess að ekki sé ætlað að áhrifa gæti af henni. En mjög er sú grein athyglisverð, eins og allt sem sá merki maður ritar.) <——■ Mjög fáar halastjörnur hafa verið á ferðinni síðan 1910 og hefir því meginþorri manna aldrei séð hala- stjörnu. En eftir rúm 24 ár er von á Halley’s halastjömunni, sem er fræg- ust allra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.