Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 173 vörum komið þannig fyrir að þær gangi sem mest í augun. Fæstir koma svo á flugvöllinn, að þeir fái sér ekki þann drykk, sem kall- aður er írskt kaffi. Það er blanda af kaffi og viskí með rjómafroðu- ofan á. Þessi drykkur er fundinn upp til þess að fagna með far- þegum, sem fljúga heimsálfa milli. Allt er gert í fríversluninni til þess að losa ferðamenn við sein- ustu aura sína. Þar eru afgreiðslu- stúlkur valdar vegna fegurðar og hlýlegs málróms, og þær eru eins og konungsdætur í framkomu. MIKIL BREYTING verður á landslagi þegar komið er norður til Galway. Þar er hið gamla ír- land. Þarna standa stráþaktir og hvítkalkaðir bóndabæir meðfram vötnunum og út við hafið. Þarna eru fjöll, sem verða dimmblá í kvöldskuggunum þegar sólin sezt í áttinni til Ameríku. Þeir segja líka að Kolumbus hafi lagt í vesturför sína frá Gal- way. Hann hafi beðist þar fyrir í Nikulásarkirkjunni áður en hann lagði á stað, og til vonar og vara fengið mann frá Galway til að vera á skipi sínu „Sancta Maria“. Norðvestur frá Galway liggur vegurinn milli vatna, elfa og strandar, en klettótt fjöll ber við loft. Þar eru litlir kartöflugarðar upp um allar brekkur, og grjót- garðar umhverfis. í Connemara töluðu allir gelisku. Ef eg spurði börn um eitthvað, voru þau svo feimin að þau þorðu ekki að svara, eða þau tóku til fótanna og hlupu burt. En hvílík dásamleg börn í þessu hrjóstuga landi! Eg dáðist að hinum björtu augum þeirra, rjóðum vöngum, þrýstn- um leggjum og óhreinum, berum fótum. Mér hnykkti við að sjá hve mörg tún voru komin í órækt og kofarnir þaklausir. En þarna mátti enn sjá asna undir mó- klyfjum og ungar og gamlar kon- ur rogast með mó á bakinu. Þarna frétti eg að hákarlsveiðar á Archill-ey væri nú í fullum gangi. Hákarlinn kemur í torfum undir írland seint í marz og held- ur þar til fram í júní. Og þetta er einn af þeim stöðum þar sem það er atvinnuvegur að veiða hákarl. Eg fór því rakleitt til Archill. Þessi ey er hálend og hrjóstug, en hún er tengd við land með garði og brú. Helzti maðurinn þarna er Joe Sweeney. Hann á búð rétt við garðinn og hann er helzti maður hákarlaveiðanna. „Við veiðum hákarlinn vegna lifrarinnar", sagði hann. „Úr ein- um hákarli getum við fengið allt að 500 kg. af lýsi. Stærstu hákarl- arnir eru 30 fet á lengd. Við fáum um 800 hákarla á ári. Þeir eru ekki hættulegir, en það er ekki gott að verða fyrir sporðaköstun- um í þeim“. Eg fór út á vestasta höfðann. Þar var illur daunn af hákarls- þjósum og frá bræðslustöðinni í Kjalvík. Þessi ódaunn fylgdi mér margar vikur; hann sat fastur í fötunum mínum og gaus upp úr ferðatöskunni þegar eg opnaði hana. En þarna var góður gisti- staður og þar fekk eg þann bezta lax, sem unnt er að fá. Um morguninn hætti eg mér aftur niður í ólyktina hjá vör- inni, en komst blessunarlega fljótt um borð í ferju, og svo var hald- ið út k- veiðistöðvarnar, sem eru þrjár sjómílur undan landi. Þar voru fyiýr þrír „curraghs“ og vöktu yfir netjunum. Þau eru lögð beint út frá landi og hvert net er 100 feta langt. (Þessir cur- raghs eru flatbotnaðir bátar, grind -in er úr tré, en segldúkur strengd -ur yfir í stað skinna áður). Við sáum hvar nokkrir hákari ar lentu í netjunum. Þar skaut upp haus, ugga eða sporði og óðar reru mennirnir þangað. Einn mað- ur stóð í hverjum báti með stöng í hendi og lagði hákarlana, svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.