Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 255 Neckam með skýringuna. Hann sagði að það kæmi fyrir, að mjög gamlir hanar ættu egg, skráp- tuðra ungaði því svo út og úr því kæmi basiliki. Þess vegna mætti basiliki ekki heyra hanagal, þá dræpist hann. Á myndum er basiliki sýndur sem hani með skriðdýrshala. í grískri goðafræði voru ýmsar verur, sem að hálfu leyti voru menn en að hálfu dýr. Satyrar voru með kiðfætur, horn og rófu. Kentárar voru menn niður að mitti, en hestur þar fyrir neðan. En Minotaur var maður með nautshöfuð. Þá má nefna slíkar furðuskepn ur sem varðhundinn Cerberus hjá Helju, sem hafði þrjú höfuð, en hár hans voru snákar. Þá var ófreskjan Chimaera, sem var ljón að framan, geit að aftan og með drekasporð. Bellerophon lagði þessa ófreskju að velli, en naut þess að hann var á fljúgadi hest- inum Pegasus, sem var eitt furðu- dýrið enn. Auk þessa voru til alls konar sjóskrímsli, svo sem Tritonar, sem höfðu mannsmynd niður að mitti, en sporð þaðan, og líktust þar um hafmeyunum. Ófreskjan Scylla sat fyrir sjómönnum í Messina- sundi hjá Sikiley. Homer sagði að hún væri með tólf fætur og sex höfuið á löngum hálsum og í hverj -um haus þrjár raðir að vígtönn- um. En Virgill sagði að hún væri í kvenmannslíki með stökk- ulshöfuð. Hér í norðurhöfum var nóg af sjóskrímslum, eins og sjá má á Konungsskuggsjá. En merkilegasta sjóskrímslið úr norrænni goða- fræði er Jörmungandur, eða Mið- garðsormur, sem hringar sig um jörðina og bítur í sporð sér. Björn Dúason; „£g v/7 elska mift land" Seinasta myndin af próf. séra Bjarna Þor- steinssyni. — Hann var heiðursborgari Siglufjarðar- kaupstaðar og heiðursfélagi Karlakórsins „Vísis". FYRIR nokkrum mánuðum efndi Sigurður Benediktsson frá Barna- felli í Þingeyjarsýslu til bóka- uppboðs í Reykjavík og seldist allt, sem í boði var. Sigurður er mesti afbragðsmaður að mér er sagt. Meðal annars, sem hann hefir unnið sér til ágætis — auk þess að selja hæstbjóðanda list- muni og fágætar bækur, er að bjarga móður sinni og bróður úr bráðri lífshættu, þá aðeins 13 ára að aldri. En það var ekki þetta afrek, sem ég ætlaði um að skrifa, held- ur hitt, að á einu af þessum bóka- og listmunauppboðum, sem Sig- urður heldur af og til í Reykja-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.