Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Page 2
S90 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bylt fjöll, svo sem Stakkfell, Kambur og Lýsuhyrna. Hér eru á litlu svæði svo fjölbreytilegir tind- ar, að þeir sýnast vera komnir sinn af hverju heimshorni. Rétt hjá gististaðnum er ósinn, þröngur yzt, og hann er með nokkrum hætti lifandi, því að það er eins og hann andi fjórum sinn- um á sólarhring. Og aldrei er hann kyrr. Það er stöðugt straumur í honum, út eða inn, og stundum strangur. Með aðfalli sogast ó- hemju mikið af sjó inn um ósinn, færir í kaf leirur og kletta, og breiðir úr sér er innar kemur og myndar þar líkt og stöðuvatn. Með útfallinu þarf allur þessisjór að komast til hafs aftur, útsogið togar í hann og árnar, sem í ós- inn renna, reka á eftir. Leirur koma upp, klettar hækka og sein- ast hefir sjórinn verið hrakinn á flótta og um leirurnar rennur tær bergvatnsá í mörgum hlykkjum meðan á liggjandanum stendur. Kýrnar hans Magnúsar bónda á Búðum vaða yfir ósinn kvölds og morgna, því að beitilandið er fyr- ir innan ósinn. Þær eru 9 eða 10 og fylgja þeim 7 kálfar. Ekki geta þær alltaf farið yfir ósinn á sama tíma, því að þær verða að sæta sjávarföllum. En hvemig vitaþær hvenær ósinn er fær? Eg komst að því, og það kollvarpaði al- gjörlega rótgróinni skoðun frá bamæsku, að allar kýr sé heimsk- ar. Og hér er sagan af því. Það var eitt sinn síðla dags að eg sá út um glugga hvar kýmar komu allar vagandi austan engj- arnar með kálfana í eftirdragi. Þær gripu ekki niður, svo að mér kom til hugar að nú ætluðu þær að leggja í ósinn. En þá var að- eins að byrja að falla út og ós- inn hyldjúpur. Eg sat kyr við gluggann, því að mér var for- vitni á að sjá til ferða þeirra. Þegar kýrnar áttu skammt ófar- ið að ósnum, námu þær staðar eins og þær væri að ráðgast um eitthvað sín á milli. Eftir stutta stund tók grá kýr sig út úr hópn- um og gekk niður að ósnum. Hún óð út í hann í miðjan legg og drap grönum í vatnið. Svo sneri hún við til hinna kúnna og þá fóru þær allar að kroppa. Leið svo um hálf stund. Þá gengur sú gráa aftur fram að ósnum og fer eins að, veður í miðjan legg og drep- ur grönum í vatnið, en snýr síðan við. Þá varð mér ljóst hvað hún var að gera. Hún var að rann- saka hvort ósinn væri fær. Og hún gerði það á þann einfalda hátt að bragða á vatninu. Meðan vatnið var brimsalt var ósinn ó- fær, þá fell enn um hann óbland- aður sjór. En þegar fór að gæta áhrifa bergvatnsins úr ánum, og saltbragðið varð minna, þá fór að líða að því, að ósinn væri fær. Þetta hafði kussa uppgötvað af hyggjuviti sínu. Nú var auðséð að hún taldi að þess yrði langt að bíða að ósinn yrði fær, því að hún fór rakleitt til kúnna og teymdi þær með sér langt inn á engjar. Og þarna stóðu þær svo á beit í hálfa aðra klukkustund. Þá tóku þær að síga heim á leið, en fóru sér ósköp hægt, eins og ekkert lægi á. En þegar út að ósnum kom, virtust sumar orðnar heimfúsar því að nú fóru þær með þeirri gráu nið>- ur að ósnum. Hún reyndi vatnið sem áður, stóð svo kyr nokkra stund og var sem hún væri að velta því fyrir sér hvort ósinn myndi nú fær. Svo hristi hún hausinn og sneri frá. En þá lögðu hinar kýrnar í ósinn, fimm eða sex og allir kálfarnir. Allur hóp- urinn fór á sund. En sú gráa gekk lengra upp með ósnum og þær kýr, sem henni fylgdu. Hún virtist athuga strauminn mjög vandlega, og svo valdi hún sér vað og þar var vatnið ekki nema í kvið. Það getur verið góð tilbreyting í sumarfríinu að athuga háttu dýranna. Miklar leirur koma upp með- fram ósnum þegar lágsjávað er, og þær eiga að vera gráar á lit, en tilsýndar eru þær svartdröfn- óttar. Og þegar betur er að gáð, eru þær þéttsettar svörtum hrúg- um eftir fjörumaðk. Þúsundum saman hafa þeir borað sig niður í leðjuna og sandinn. Þarna er veiðisvæði tjaldranna. Þeir eru að vísu ekki margir, en koma þangað daglega fjórir í hóp. Þeir setjast þétt fyrst og stinga eldrauðum og löngum nefjum upp að augum niður í sandhrúgurnar. En þar er oft sýnd veiði en ekki gefin. Og skjótt kippa þeir nefj- unum upp, ef þeir verða einkis varir vegna þess að maðkarnir hafa farið of djúpt, og svo er reynt við aðrar hrúgur. Skyndilega tekur einn tjaldur- inn viðbragð. Hann spyrnir við fótum og hleypir sér í hnút, eins og hann þurfi að taka á af öllum kröftum. Þegar hinir verða þess varir, koma þeir hlaupandi, eins og þeir vilji fá hlutdeild í aflan- um, og hefjast nú hinir mestu skrækir og gjallandi. Sá heppni dregur stóran maðk upp úr sand- inum og hleypur burt með hann eins og fætur toga og þangað sem hann getur kyngt honum í næði. Þá dreifast hinir um leiruna og er nú svo langt á milli, að enginn áreitir annan. Nú hefjast veiðarnar fyrir al- vöru og er gaman að horfa á. Þeir eru jafn brennandi af áhuga eins og síldveiðimennirnir fyrir Aust-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.