Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Blaðsíða 8
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ættareinkenni haldast um 1000 ár Grásiðumaður (Mynd úr bókinni „Gengið á reka“) FYRIR réttum tuttugu árum (í sept. 1941) fannst fornmannsgröf skammt suðvestur frá gömlum túngarði á bænum Grásíðu í Kelduhverfi. Þarna voru sanda- börð áður en ræktun færðist út, en um þessar mundir var þar kartöflugarður. Bein þessi voru af ungum manni, líklega 18—20 ára, og höfðu beinin varðveizt furðuvel í send- inni jörðinni. Hjá beinunum fund- ust spjótsoddur og hnífur, er bentu til þess * að gröfin væri frá 10. öld. Ekki eru þetta neinir merkis- gripir, en það sem merkilegast var við fundinn er beinagrindin sjálf. Kristján Eldjárn rannsakaði staðinn og sagði síðan: „Engan fornmann hefi eg séð eins fríðan í gröf sinni og þennan“. En það þótti honum undarlegt, að ekki vottaði fyrir beinum vinstri hand- ar. Ef til vill hafa þau bein lent í lakari jarðvegi en hin og eyðst eða þá að maðurinn hefir verið einhendur. Þá þótti það einkenni- legt, að í hryggnum voru aðeins 11 brjóstliðir, en ekki 12, sem al- gengast er, og því aðeins 11 rif í hvorri síðu. En til uppbótar fyrir þetta voru lendaliðirnir sex, eða einum fleiri en vant er. Fleira kom hér merkilegt í Ijós, og skal um það fylgt frásögn Kristjáns Eldjárns sjálfs í grein í bókinni „Gengið á reka“. — Tennur hans voru hvítar og sterklegar. Einn ljóður var á þeim. í efra góm vantar eina tönn,- hægri miðframtönn, og er skarð- ið ófullt og opið. Ekkert bendir til, að maðurinn hafi nokkurn tíma tekið þá tönn, sem þarna hefði átt að vera. Þetta sérkenni er hann einn um allra íslenzkra fornmanna, sem enn hafa verið grafnir upp og rannsakaðir.----- Það þótti Kristjáni Eldjárn þó enn merkilegra, er hann komst að því síðar, að ýmsir Keldhverfing- ar eru með sama einkenni fædd- ir. Um það segir hann: — Öllum dettur vitanlega hið sama í hug, er þeir lesa þessa sögu. Hér er um ættareinkenni að ræða. Fornmaðurinn, sem legið hefir þúsund ár í gröf sinni ber sama sérkennið og nútímabónd- inn, sem býr á bænum fáeina faðma frá kumli hans .... Grá- síðurmaðurinn sýnir okkur svart á hvítu, að forfeðurnir lifa í okk- ur, þótt dauðir sé, með kostum sínum og göllum. Hann bar hið sama einkenni í munni sér og frændur hans á sömu slóðum þús- und árum síðar.....Hér er enn sama ættin, ætt landnámsmanns- ins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.