Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Blaðsíða 12
400
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Jökull Pétursson
Farkostir og ferðavísur
ALLA tíð, meðan hesturinn mátti
heita eina „farartækið“ hér á
landi, hefir hann notið mikillar
ástsældar, svo sem fram kemur
m.a. í hinum ótölulega mörgu
hestavísum. Skáld og hagyrðingar
lögð*u sig mjög fram um að lof-
syngja reiðhesta sína, lýsa kost-
um þeirra, gangi, þoli-, vilja, rat-
vísi og skynsemi. Margar þessar
vísur eru kveðnar af innilegri að-
dáun, hrifningu og þakklæti, og
var það oft ekki að ófyrirsynju.
Jafnvel þó menn ættu ekki
hestinn sjálfir, þá kváðu þeir um
hann; um unað þann sem hann
veitti þeim. Það þurftu ekki allt-
af að vera neinir sérstakir gæð-
ingar, sem í hlut áttu. Smalastrák-
urinn, sem reið berbakt við ein-
teyming á áburðarklárnum, þóttist
vera orðinn frækinn riddari og
gamli Skjóni var gunnfákur hans;
allra hesta beztur. Já, því þá ekki
að kveða um hann stöku ef kostur
var?
Þeir menn, sem vegna sérstakra
aðstæðna urðu að nota báta og
skip til fanga og ferðolaga, kváðu
einnig um þau á svipaðan hátt.
Má í því sambandi minna á hinar
mörgu formannavísur, sem víða
voru kveðnar í sjávarplássum.
Síðan koma bifreiðarnar til sög-
unnar. Þær leystu brátt hestinn
af hólmi, hvað viðkemur almenn-
um ferðalögum, og einnig bátana
og skipin að nokkru leyti.
En fóru menn þá ekki að yrkja
um þessa nýu farkosti? Mér vit-
anlega hefir ekki verið mikið um
það, en þó má vera að eitthvað
hafi verið um þá kveðið, en ekki
virðist það hafa komizt mikið á
kreik.
Loks koma svo flugvélarnar, og
grípa eftirminnilega inn í sam-
göngumál okkar. Hafa þær á
skömmum tíma, og í vaxandi
mæli, veitt bæði bifreiðum og
skipum harða samkeppni um
ferðalög og flutninga.
Kostir flugvélanna og yfirburð-
ir til þessara hluta eru svo furðu-
legir, miðað við það sem áður
var, að nærri má segja, að þær
hafi afmáð bæði vegalengdir og
tíma.
Nú setjast menn upp í hinar
stóru og glæsilegu flugvélar, og
láta fara vel um sig í þægilegum
sætum. Þeim eru bornar hvers
konar veitingar, og við þá stjan-
að á allan hátt af aðlaðandi flug-
freyum, meðan vélin þýtur um
himingeiminn, langt ofar skýum,
og áður en varir eru menn komn-
ir til fjarlægra landa; jafnvel til
annarra heimsálfa.
Hafa nú ekki þessi ævintýra-
legu fyrirbrigði og furðulegu far-
kostir, orðið mönnum að yrkis-
efni? Jú, eitthvað mun hafa kom-
izt á loft af flugvísum, en þó
miklu minna en ætla mætti. Þó
grunar mig að þær séu munfleiri
en vitað er um. Stafar það trúlega
af því, að nú á seinni árum, virð-
ast menn miklu tregari á að láta
vísur frá sér fara. En ástæðan til
þess er aftur sú, að menn þykjast
ekki finna sama hljómgrunn fyr-
ir vísur sínar og áður var.
Hinn linnulausi hávaði, og þá
ekki hvað sízt útvarp, sem glym-
ur í eyrum manna alla daga, virð-
ist hafa sljóvgað svo næmi eyrans
fyrir eiginleikum lausavísunnar,
að menn taka naumast eftir því,
þó einhver kasti fram stöku, jafn-
vel þó ágæt sé.
Það er þessi staðreynd, sem
hefir þráfaldlega vakið þá spurn-
ingu, nú sí&ustu 20—30 árin, hvort
hagmælskunni sé að hnigna, og
nýum vísum að fækka.
Áhugamenn um þessi mál,
munu vera á einu máli um að
svara þessu neitandi. Ég tel að
lausavísur, sem kveðnar hafa ver-
ið á síðustu 50—60 árum, séu í
heild miklu betur kveðnar, en áð-
ur var, og sennilega er vísnafjöld-
inn engu minni hlutfallslega, enda
þótt það sé, að mínum dómi, ekk-
ert aðalatriði.
En hverfum svo aftur að flug-
inu og flugvísunum. Um þessar
mundir hefir flugið verið mjög á
dagskrá hér á landi, og m. a. ver-
ið haldin mikil flugsýning hér í
Reykjavík í tilefni af 25 ára af-
mæli Flugmálafélags íslands.
Tilkoma flugsins hér á landi,
hefir markað stórmerkileg spor í
samgöngumálum okkar, og reynd-
ar í öllu athafnalífi, og mun enn
gera á næstu áratugum. Væri nú
ekki gaman, áður en lengra líð-
ur, að reyna að ná saman, og
halda til haga, þeim flugvísum,
sem til kunna að vera? Mundi
það ekki þykja girnilegt til fróð-
leiks og skemmtunar, t. d. á 100
ára afmæli flugsins að geta rifj-
að upp slíkar vísur? Jú, áreiðan-
lega.
Hinn 3. sept. sl. voru nákvæm-
lega 42 ár liðin síðan flugvél var
flogið í fyrsta sinn hér á landi.
Nokkuð mörg ár liðu þó þar til
flugmálin festu þær rætur, sem
þau hafa þróazt af síðan, eða um
aldarfjórðungs bil. Samkvsemt því