Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
399
Sigurður og
Botler líta
eftir hrognun-
um. —
bilinu. Að vísu er þetta ekki
meðaltal, enda veiðitíminn stutt-
ur, ekki nema einn mánuður.
Hér eru líka heimkynni fugl-
anna. Þegar ísa leysir koma þeir
þúsundum saman frá suðlægari
stöðum og setjast hér að, endur,
gæsir og pelikanar. Tilsýndar eru
pelikanar ekki ósvipaðir álftum,
stórir og hvítir eins og þær. Má
vera að Álftaós sé rangnefndur,
mönnum hafi sýnzt svanir þar
sem pelikanarnir voru.
Hjá Álftaósi (Swancreek) var
reist klakstöð árið 1927 og hefir
verið rekin síðan á hverju vori.
Margar slíkar klakstöðvar eru
víðs vegar í Manitoba.
Á vorin, í öndverðum apríl, þeg-
ar snjó fer að leysa, streymir
leysingavatnið niður skurðina og
fram í ósinn. Straumurinn eyðir
ísnum af tjörnum og skurðum
löngu áður en vatnið leysir. Pikk-
urinn sækir í strauminn til að
hrygna. í Álftaósi á hann þó
erfitt uppgöngu. Net eru lögð á
ská frá báðum bökkum og mynda
V-myndaða kví. í broddinum er
lítið gat, sem fiskurinn kemst í
gegnum. En á bak við er svo lás
eða gildra. Þessi net eru fest á
staura, sem reknir hafa verið nið-
ur með fallhamri.
Vitjað er um daglega, pikkur-
inn aðgreindur frá öðrum fiskum
og settur í sérstakan lás til
geymslu, en hinum tegundunum
sleppt.
í klakstöðinni vinna aðeins ís-
lendingar að staðaldri og því er
þar venjulegast töluð íslenzka.
Yfirmaður er Óskar Sigurðsson,
vélstjóri er Einar Nordal og mat-
sveinn Þorbergur Eiríksson. En
svo eru þarna Marino Nordal, Karl
Björnsson, Björn Björnsson, Ger-
ald Sigurðsson og Sigurður
Brandsson. Stundum þarf einn
eða tvo aukamenn ef vel veiðist.
Þegar veitt hefir verið nokkra
daga og að því komið að fiskurinn
hrygni, er hann háfaður upp úr
geymslulásnum og hrogn og svil-
mjólk strokin niður í bala, sem
hafður er í bátnum. Balinn er
hálffullur af vatni, og svo er
hrært í þessu með hendinni, vel
og vandlega. Þegar inn í stöðina
kemur eru hrognin látin í þar til
gerð glös, og tekur hvert þeirra
um 10 lítra. Vatnskrani er yfir
hverju glasi og gengur úr honum
pípa niður í botn á glasinu og
rennur eftir henni ferskt vatn.
Stútur er á hverju glasi með síu-
hettu, svo að hrognin skolist ekki
út með vatninu. Eftir hér una bil
20 daga koma fiskaseiðin úr
hrognunum. Viku síðar er þeim
svo sleppt í vatnið. En nokkuð af
þeim er þó flutt á hverju ári í
önnur vötn, þar sem pikkur hefir
ekki verið áður.
Þegar öll glerílát stöðvarinnar
eru full, eru um 150 miljónir
hrogna í glösunum. Auðvitað er
allt á huldu um hve mikið af
seiðunum kemst upp. En enginn
vafi er talinn á því, að klakið sé
til stórmikils gagns fyrir fisk-
veiðar í vatninu.
Tvö smáljóð
MINNING FRÁ HELLISSANDI
Yfir sofandi þorp
út með sendinni strönd
fer sunnan þeyr,
— yfir sólroðið haf
inn í seiðbláa nótt
fljúga svanir tveir.
SUMAR
Sumarið líður —
— sólfar um daga
og seiðandi nætur
— söngur um daga
og draumar sem rætast
um dimmbláar nætur.
K.
Tilkynning í útvarpinu I San
Francisco:
— Veðurfregnir hafa ekkibor-
izt vegna þess hvað veðrið er
slæmt.