Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Qupperneq 4
440
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ar þar hafi annað ásigkomulag en
sömu bergtegundir hér á jörð;
getur vel verið að þær sé mjúk-
ar og seigar og límkenndar, jafn-
vel svo að farartæki myndi fest-
ast þar, ef mönnum skyldi ein-
hvern tíma takast að flytja farar-
tæki þangað.
Auðvitað er þar ekkert ætilegt
að hafa. Tunglfarar yrði því að
nesta sig vel. En ef þeim skyldi
detta í hug að setjast að á tungl-
inu, verða þeir að reyna að rækta
þar eitthvað. Þar er þó enginn
jarðvegur. Menn þyrftu líklega
að flytja með sér svo mikið af
vatni að þeir gæti ræktað græn-
meti í því í lokuðum kerjum.
Vísindamenn eru ekki í neinum
vafa um það lengur, að hægt er
að senda menn til tunglsins, og að
þeir geti haft með sér farartæki
til þess að ferðast þar um. Og
þessa verður freistað áður en
langt um líður. En hvað ætla
menn þá að sjá á tunglinu? Þeir
þykjast þar muni geta l^omizt að
raun um á hvern hátt sólhverfið
hefir skapazt. Tunglið sé svo að
segja ósnortið, og mikill munur á
því og jörðinni, sem hefir verið
vindum skekin og hreggi lamin
frá upphafi.
En skyldi það þá ekki geta
komið í ljós, að skoðanir manna
á tunglinu verði enn að breytast?
Undirbúningur Bandaríkjanna
Árið 1965 eru hundrað ár síðan
Jules Verne skrifaði skáldsögu
sína „Förin til tunglsins“. Ýmsir
tala um að gaman væri að geta
þá komist til tunglsins, en banda-
rískir vísindamenn telja tormerki
á að það geti orðið. Þeir segjast
varla munu geta sent mann til
þess að lenda á tunglinu, fyr en
um 1970. En þrátt fyrir það þykj-
ast þeir munu hafa rannsakað
tunglið nákvæmlega fyrir bann
tíma. Þeir hafa gert áætlun um
þessar rannsóknir og er hún í
mörgum liðum, en þetta er hið
helzta:
1. Sjónvarpsmyndir teknar af
tunglinu mjög nærri því, og þær
jafnharðan sendar til jarðar.
2. Að senda til tunglsins lítið
áhald, sem ekki getur skemmst
við lendinguna. Þetta áhald á síð-
an að mæla segulmagn tunglsins
og tunglskjálfta.
3. Árið 1964 er búist við að
hægt verði að senda ljósmynda-
tæki til tunglsins og eiga þau að
taka myndir af næsta umhverfi,
en myndunum jafnharðan sjón-
varpað til jarðar.
4. Þá verða og send þangað
áhöld til þess að rannsaka hvaða
efni sé þar í jarðveginum. Þessi
áhöld hafa bæði X-geisla og
gamma-geisla til þess að skyggn-
ast inn í efnið, og ennfremur
fylgja þeim Ijósmælar.
5. þá er í ráði að senda til
tunglsins sjálfstýrt farartæki á
uppblásnum belghjólum. Það á að
fara um tunglið eins langt og það
kemst og kraft sinn fær það úr
sólhlöðnum rafgeymum. í því
verða senditæki, sem skýra ná-
kvæmlega frá því hvernig vegur-
inn er. Með þessu móti hyggjast
menn komast að því hvemig yf-
irborð tunglsins sé, og hvar
mundi heppilegur staður til að
lenda, þegar maður verður send-
ur þangað.
6. Þá er enn í ráði að senda
þangað sjálfvirkt tæki, sem taka
skal sýnishorn af „jarðvegi“
tunglsins. Það er með rákettu og
á að geta flogið aftur til jarðar
með sýnishornið.
Allar þessar rannsóknir kosta
stórfé, eins og bezt má sjá á því
hvað fyrstu tilraunimar hafa
kostað. Fyrstu þrjú árin eftir að
Bandaríkin hófu geimrannsóknir
sínar, sendu þau út í geiminn
5000 pund af vísindaáhöldum. Þau
eru auðvitað mjög dýr, en auk
þess kostaði það 100.000 dollara
að koma hverju pundi upp í há-
loftin.
Maðurinn nauðsynlegur
En þrátt fyrir allar þessar vfs-
indalegu rannsóknir, geta áhöld-
in, þótt fullkomin sé, aldrei orðið
einhlít. Þau skortir bæði skyn-
semi og mál. Um þetta segir Ge-
orge M. Low, einn af aðalforingj-
um geimferðanna:
— Það er erfitt að hugsa sér
að hægt sé að finna upp áhöld,
sem geti að fullu komið í stað
jarðfræðings, mælingamanns, ljós-
myndara, efnafræðings, lífffræð-
iiigs og ótal margra annara vís-
indamanna. Hve góð, sem áhöld-
in eru, hafa þau ekki athyglis-
gáfu né ályktunargáfu mannsins.
Maðurinn verður því fyr eða síð-
ar að koma til skjalanna.
— Það er enginn vafi á því að
þetta er rétt, segir eðlisfræðingur-
iinn Ralph E. Lapp, en í öllu
starfi sínu þurfa vísindamenn þó
á áhöldum og mælitækjum að
halda. Og menn verða orðnir
þaulkunnugir tunglinu áður en
þeir ferðast þangað. Menn munu
líka fara til Marz, en þar er við
meiri erfiðleika að etja, svo engu
verður spáð um hvenær það tekst.
Til tunglsins er hægt að ferðast
fram og aftur á viku, en það
verður að minnsta kosti þriggja
ára ferðalag að fara til Marz og
heim aftur.
Hver er ávinningurinn?
Eldflaugasérfræðingurinn Willy
Ley hefir skrifað grein um það
hvers ávinnings sé að vænta af
ferðum til annara hnatta, og seg-
ir þar meðal annars:
Ýmsir hafa haldið því fram, að