Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1961, Síða 6
442 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Helgi Valtýsson Verni gamli og Þorgeirsboli i. Verni gamli HANN hét Vernharður Jónsson, en var alltaf kallaður Verni gamli. Verni gamli át munntóbak eins og geithafur. En þeir éta tóbak eins og grængresi, nái þeir í það! Og yrði Verni gamli tóbakslaus, varð hann snarvitlaus, og að lok- um allt að því kolbrjálaður. Hann tuggði tjöru-kaðal, ef til var, og át fóðrið úr öllum þeim vösum sínum, þar sem hann hafði stung- ið tóbakspísa, meðan hann var birgur, og síðan tóbakstuggum sínum, meðan nokkur raki var í þeim. Og er allar bjargir voru bannaðar, varð ekki við hann tjó- að. Hann varð reikull í ráði, eirð- arlaus og ófær til alls og vart við- mælandi. Hann var vinnumaður hjá föður mínum um nokkurra ára skeið á ■bernskuárum mínum. Við strákarnir, sérstaklega þeir eldri, notuðum okkur þennan breiskleika Verna gamla. Við sníktum okkur 2—3 tóbakstölur hjá hinum vinnumönnunum og keyptum svo Verna gamla fyrir tölu og tölu til alls konar vitleysu og óhæfuverka, t. d. að stinga höfðinu á kaf upp að herðum nið- ur í fulla fötu af ísköldu vatni, fara á bak á bola eða einhverri kúnni og berja fótastokkinn o. s. frv. Hann var til alls fús fyrir slíkan pening! Verni gamli var enginn skyn- skiptingur. Hann var vitgrannur og fáfróður, en vel viðmælandi um dagleg störf og fyrirbrig&i og hafði sæmílegt verksvit á flest- um störfum á sjó og landi. Hón- um þótti dágott í staupinu og kunni hrafl af lausavísum og rímna-slitur, sem hann hafði gaman af að raula fyrir munni sér. Enda var það víst allur hans andlegi auður. II. Þorgeirsboli Þorgeirsboli var ættarfylgja Verna gamla. Aldrei varð hans þó sýnilega vart. En nautsöskur heyrðust úr óvæntri átt úti, um hávetur. Og rétt á eftir kom Verni gamli frá næsta bæ. En þar var hann þá fjósamaður. Um veturinn varð ein kýrin kolbrjáluð í fjósinu hjá Verna gamla og náði sér ekki aftur. Minnir mig að henni væri slátrað skömmu síðar. — Veturinn eftir var Jón frændi fjósamaður hjá okkur, föður mín- um og afa, sameiginlega. Jón var karlmenni að burðum, rólyndur og fáorður og virtist aldrei verða kjarks né krafta vant, og allra sízt er á reyndi. í fjósi voru sex kýr og bola- kálfur. Bezta kýrin og fallegasta var Rauðskjalda móður minnar, fríð kýr og fönguleg og mesta kostakýr. Komst venjulega í 20 merkur eftir burð og hélt vel á nytinni. Skjalda var borin fyrir skömmu og komin í 18 merkur. Þá er það eitt heiðskírt vetrar- kvöld með nokkru frosti. Jón Helgi Valtýsson. frændi hefir gefið kúnum, hverri úr sínum kláf, góða töðu og vel hirta. Og kýrnar ganga með glöð- um dugnaði að mat sínum. Friður og ró ríkir í fjósinu, þessi dásam- lega fjósró, sem engu öðru er lík. Fjóskolan hangir efst í miðstoð fjóssins, vel fyllt og með nýum kveik, svo að allvel bjart er um allt fjósið. Jón frændi tekur brynningar- föturnar til að sækja vatn út í bæarlækinn, sem rennur skammt frá fjósveggnum. Var þar gerður dálítill hylur með bunurennu til að fylla í föturnar. Þegar Jón er kominn út fyrir fjósdyrnar og hefir lokað á eftir sér og gengið af stað, heyrir hann sterkt nautsbaul og dimmt að baki sér. Furðar hann mjög, að slíkur órói skuli vera kominn að kún- um, og þykir enda eigi þeim líkt. Hann setur þá niður fötumar og gengur inn aftur í fjósið. Þar er bjart sem fyr, og allt með ró og spekt. Kýrnar líta ekki upp úr gjöfinni sinni. Jón gengur út aftur og tekur upp föturnar og gengur af stað til lækjarins. En sama sagan end- urtekur sig. Nautsbaulið drynur á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.