Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 2
502 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skommu eftir að því lauk, kom honum í hug að vængur, sem hægt væri að leggja saman, gæti komið að margskonar gagni fyrir flug, ef hann hefði nóg burðar- magn. Hann fór þá þegar að búa til slíka vængi og notaði ýmis efni í þá. Kona hans hjálpaði honum til þess að sauma efnið saman. En hann skorti öll tæki til að reyna þessa vængi. Þess vegna kom honum til hugar að láta börnin í nágrenninu hjálpa sér til þess. Hann gaf þeim marga vængi, sem hann kallaði flugdreka. Börnin voru himinglöð út af þessu happi, og kepptust hvert við annað að reyna drekana. Þau höfðu auðvit- að ekki neina hugmynd um það, að með þessu voru þau að hjálpa til þess að koma nýrri uppgötvun á framfæri. Árið 1951 fekk Rogallo einka- leyfi á uppgötvun sinni, en svo gerðist ekkert meira fyr en farið var að senda gervihnetti á loft. Þá var það aðkallandi að finna eitthvert ráð til þess, að ná aftur til jarðar flughylkjum gervi- hnatta, og þó einkum geimfara, þegar þess yrði freistað að senda menn út fyrir jörðina. Þá var það að menn komu auga á Rogallo- vænginn. Efnið í vænginn getur verið með ýmsu móti. Við tilraunir sín- ar notaði Rogallo léreft. Nú hefir plastborið nælon verið reynt og gefizt vel, ef hraði er ekki of mikill. En betra efni verður að nota þar sem flogið er hratt og hiti mikill af mótstöðu loftsins. Þar hafa reynzt vel dúkar með málmþráðum. Það hefir komið í ljós, að flug- tæki, sem borið er uppi af slíkum væng, er hægt að stýra með því að breyta þungamiðju flugtækis- ias. Flugmaðurinn þarf ekki ann- Rogallo-vængir koma flughylkjum til jarðar. að en færa sig til hægri eða vinstri, hvort hann vill heldur að flugtækið snúi til hægri eða vinstri. Einnig er hægt að tempra hraðann með því að færa sig fram eða aftur eftir flugtækinu. Nú um skeið hefir Rogallo og samverkamenn hans unnið stöð- ugt að því að endurbæta vænginn og finna æ fleiri ráð til þess að nota hann. — ★ — Og það eru engar smábreyting- ar sem verða á loftferðum og geimferðum ef rætast allar þær vonir, sem nú eru bundnar við þennan væng. Lengi höfðu vísindamenn brotið heilan um hvernig það tæki skyldi vera, sem leitt gæti geimfara heilu og höldnu aftur til jarðar. Þetta tæki mátti ekki vera þungt, og það þurfti að vera fyrirferðar- lítið. Það þurfti að geta dregið sjálfkrafa úr hraða flughylkis geimmannsins þegar hann kom aftur inn á aflsvið jarðar, svo að hitinn yrði ekki of mikill. Og það þurfti helzt að geta borið flug- hylkið á hægu renniflugi til á- kveðins staðar á jörðu og lenda þar svo léttilega, að geimfaranpm væri engin hætta búin af hörðum árekstri. Tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið með Rogallo-vænginn, virðast sýna að hann muni fullnægja ^ flestum þessum kröfum. Vængur- inn hefír verið látinn fljúga með 4—5 földum hraða hljóðsins, og hann hefir staðizt þá prófraun. Hann er léttur og fyrirferðin er ekki mikil þegar hann hefir verið lagður saman. Samanbrotinn má festa vænginn við flughylki geim- farsins og dregur hann þá ekki úr hraða geimfarsins upp í háloftin. En þegar flughylkið er laust við eldflaugina og á að hverfa til jarðar aftur, getur flugmaðurinn með einu handbragði losað um vænginn og þanið hann út í þann mund er hann kemur inn í gufu- hvelið. Og þá vinnur vængurinn eins og fallhlíf og sviffluga í sam- einingu. Með þráðlausum skeytum frá jörð er svo hægt að beina þessu sérstaka flugtæki á þann stað þar sem það á að lenda. Þá er og talið að vængurinn geti orðið til mikils öryggis fyrir venjulegar farþegaflugvélar. Hann er hafður flatur og samanbrotinn á þaki þeirra, en ef eitthvert ó- happ kemur fyrir, getur flugstjór- inn þanið út vænginn og svo svíf- ur flugvélin á honum í renni- flugi til jarðar. Er talið að þetta muni geta afstýrt mörgum stór- slysum. Til flutninga í lofti verður vængurinn alveg ómissandi er tímar líða. Sé þyrlu beitt fyrir hann, getur hann borið sex sinn- um meira heldur en þyrlan sjálf. Þetta mundi geta komið sér sér- staklega vel í hernaði, og til ým- issa annara hernaðarþarfa er vængurinn útvalinn. Til dæmis mætti setja hann á venjulegan bíl, t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.