Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 12
512 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * Myndasögur blaðanna Hvernig þær byrjuðu hættuna líða hjá. Einn hafði þó orðið eftir úti, maður með múl- asna. Hann hafði barið og ham- ast á hurðunum, en er ekki var lokið upp fyrir honum, hafðihann dáið þar. Beinin úr múlasnanum voru skammt þaðan. Hann hafði verið með glerperlufesti um háls- inn, eins og enn er títt í Neapel. Þeir sem lokuðu sig inni, lifðu ekki mikið lengur. Þeir voru nokk uð öruggir þarna meðan vikur- hríðin var. En þegar askan fell, þá kom hún inn um gluggana og kæfði þá. — o — Þrátt fyrir alla þessa dauðu menn, finnst mér Pompei þó enn lifandi borg. Þegar eg geng þar um hinar uppgröfnu götur, milli búðanna og íbúðarhúsanna með hinum skínandi veggmálverkum, á eg altaf von á því að heyra klið mannfjölda frá hringleikahús- inu, eða þá að vagn komi brun- andi á eftir mér. Auðvitað heyri eg þetta aldrei. Hér er ekki annað en fegurð, heið- bjartur himinn — og Vesúvíus, sem stendur álengdar jafn hátign- arlegur og hann var fyrir 19 öld- um. — (Amedo Maiuri). Sokkin ey V E S T U R af Góðrarvonarhöfða í Afríku, um 550 sjómílur vestur í Atlantshafi, hafa menn fundið fjall á sjávarbotni, og er talið að þarna muni hafa verið ey fyrir 8000—10000 árum. Fjallið er talið 15.980 fet á hæð frá sjávarbotni. Neðst er það um 50 km. á breidd og 8 km. á breidd efst, og nokkurn veginn flatt að ofan. Mest dýpi á því er 210 fet, en á ein- um stað skagar tindur upp úr því og niður á hann er ekki nema 120 feta dýpi. Jarðfræðingar segja að enginn efi sé á því, að þetta sé gamalt eld- fjalL ÞAÐ var í New York um 1890. Þá voru þar blaðakóngarnir Pul- itzer og Hearst. Pulitzer átti blað- ið „World“ og Hearst átti blaðið „Journal“. Með þessum blöðum voru þeir að gera byltingu í blaða- heiminum, og samkeppnin milli þeirra var hörð og miskunnarlaus. Fram að þessu höfðu blöð verið alvarleg yfirleitt og ræddu mest um pólitík, viðskipti og menn- ingu. Þau voru ætluð hugsandi mönnum. En Pulitzer og Hearst höfðu endaskipti á þessu. Blöð þeirra fjölluðu um glæpi, íþróttir, mat og ástir, og frásagnirnar voru þannig að hvergi var skorið utan af. Og svo dubbuðu þeir efni sitt upp með stórum fyrirsögnum, inn- skotsgreinum og myndum. Þeir sneru sér ekki til hugsandi manna og fræðimanna, heldur til fjöld- ans. Efni blaðanna höfðaði ekki til gáfna, heldur tilfinninga. Þau skeyttu ekkert um að skapa al- menningsálit, þau lögðu mesta rækt við æsifregnir. Og til þess að ná sem bezt til fjöldans, byrjuðu þau snemma á því að nota myndir í stórum stíh Myndir krefjast engrar sérþekk- ingar og eru því auðmeltari en ritað mál. Með myndunum náðu blöðin til hinna fáfróðustu. Það var alls ekki nauðsynlegt að menn kynni að ,lesa, myndirnar gátu þeir skilið. Og sunnudagsblöðin voru fyllt af litprentuðum mynd- um. Svo skeði það hinn 16. febrúar 1896, að „World“ kom með stóra mynd af nokkrum drengjum, sem voru að gera einhver prakkara- strik. Og í miðjum hópnum var foringi þeirra, drengur í gulri skyrtu. Um næstu helgi kom guli drengurinn aftur í blaðinu. Það sem hann sagði, stóð ekki prentað undir myndinni, heldur á nokkurs konar loftbelg, sem hann virtist blása út úr sér. Með þessu voru sköpuð tvö helztu einkenni myndasagnanna: söguhetjan sem kemur aftur og aftur, og loftbelgurinn. Teiknarinn sem fann upp á þessu hét Outcould, og þarna hafði hann dottið niður á gull- námu. Þetta gramdist Hearst stórkost- lega, en hann var þó ekki á því að láta sinn hlut. Og einn góðan veðurdag „keypti“ hann alla starfsmenn sunnudagsblaðs „Worlds“, þar á meðal Outcould og gula drenginn, og flutti þá yfir í ritstjórnarskrifstofu „Journ- als“. Pulitzer keypti Outcould og gula drenginn aftur. En það stóð ekki lengi, því að Hearst keypti þá að nýu, og nú var Outcould kominn í slíkt geypiverð, að Pul- itzer treysti sér ekki til þess að bjóða hærra í hann. Þess vegna réði hann til sín nýan teiknara og lét hann halda áfram með gula drenginn. Varð út af þessu hinn mesti fjandskapur, en almenning- ur gaf blöðunum sameiginlegt nafn og nefndi þau „gulu press- una“.N Þetta stríð gat ekki gengið ó-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.