Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 509 Þarna liggja 13 lík og eru 1900 ára gömul. Þetta hafa eflaust verið góðir ná- grannar, eins og títt er um fólk sem heima á í úthverfum borga og verður að sækja margt hvað til annars. Þegar voðinn skall á hefir þetta fólk sennilega hópast saman, haldið skyndiráðstefnu um hvað gera skyldi, og ákveðið að leita skjóls í stærsta húsinu og sterk- asta, þar til eldhríðinni linnti. Þarna hefir það svo hnappast saman meðan grjóthríðin dundi á húsinu. Skyndilega breyttist allt til hins verra. Grjóthríðinni slotaði ofur- lítið, en í hennar stað kom önn- ur hættulegri hríð. Þá kyngdi nið- ur ösku sem var hlaðin eitruðum gufum, er settust í augu oglungu og ætlaði að kæfa menn. Þá varð ekki vært þama. Þessi litli hópur brauzt út úr húsinu og ætlaði að flýa. Menn heldust í hendur, því á hættunnar stund hefir vinátta þeirra orðið sterk- ari. — Þetta var flótti í blindni, flótti dauðskelfdra manna. Þeir óðu ösku og vikur beint áfram, því að nú var slétt af Öllu. Þeir hafa kallast á í myrkrinu og reynt að halda hópinn, þar til sér væri borgið. En björgunar var ekki að vænta. Eitruð askan hlóðst á þá svo að þeir gátu ekki náð andanum. Og svo hnigu þeir hver af öðrum nið- ur í öskudyngjuna. Seinast var enginn uppi standandi, og ösk- unni kyngdi niður. Þarna fundum vér þá nær 1900 árum seinna, og ekki nemá svo sem 30 metra frá heimilum sín- um. En það er alveg ótrúlegt hvernig þeir hafa varðveizt. Þarna komum vér ekki niður á fúin bein né slitur af klæðum. Þeir komu þarna upp eins og þeir voru þegar askan kæfði þá. Það mátti sjá hvernig þeir höfðu verið greiddii: og svipinn á andlitum þeirra. Fötin sjást einnig og það sem þeir hafa haft meðferðis. Þeir bera það með sér hverja atvinnu þeir hafa stundað og hvernig heilsufari þeirra hefir verið hátt- að. — Leifar manna, sem fundizt hafa í Pompei, eru með tvennu móti. Þeir ríku, sem ætluðu að haldast við í húsum inni, en dóu þar, eru nú ekki annað en beinin. Það var vikurinn, sem varð þeim að bana og gróf þá þar. En vikurinn er lau* í sér. Um hann hefir komizt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.