Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 805 Reykjavík (og væntanlega víðar á landinu) að lesa heillandi minn- ingabækur þessarar mikilhæfu konu. Svo þetta mál er þá í augum Rússa hégómamál. En líklega er það þeim með nokkuð sérstökum hætti hégómamál. Spilamenska er hreinn hégómi; því mun erfitt að neita, þó að útvarpið okkar telji fregnir af spilamensku með stór- tíðindum og rausi um það efni dag frá degi. En banna Rússar þann hégóma? Ég veit það ekki, en hefi aldrei heyrt þess getið. Hinn hégómann, þenna sem áður- nefnd vísindafélög leggja stund á, hann banna þeir stranglega — al- veg eins og fóstbræður þeirra á Þýzkalandi gerðu á veldisdögum Hitlers. En hvers vegna banna þeir sál- arrannsóknir, sem menn gætu þó gefið sig við í tómstundum sín- um, en eftir sem áður lagt fram orku sína óskerta í þágu ríkisins? Ég get aðeins leitt að því getum og þannig ekki svarað til fulls. En í merku tímariti erlendu var spurningunni nýlega svarað á þann veg, að þetta væri augljós- lega gert vegna þeirra ályktana sem slíkar rannsóknir hlytu að fæða af sér. Þetta er líklega rétta svarið, en hörmulegt svar er það. Var það ekki einu sinni sagt, að sannleikurinn mundi gera yður frjálsa? Jú; og þarna erum við komin að mesta alvörumálinu. Frelsi er ekki til þar sem svokallaður „kommúnismi“ ríkir. Það sem þannig er nefnt (alveg ranglega), er alger andstæða frelsisins. En er þetta þá ekki bannfær- ing rússnesks stjórnarfars? Ekki tel ég að svo sé, og ekki tel ég mig þess umkomin að bannfæra það í heimalandinu. (Níðingsverk unnin á öðrum þjóðum máttar- minni, verða aftur á móti aldrei nógsamlega fordæmd, og yfirleitt er rússnesk utanríkispólitík bein- línis ofboðsleg og virðist nú helzt stefna að tortímingu mannkyns- ins. En hún er hér ekki til um- ræðu). Allar ályktanir krefjast þess, að við eitthvað sé miðað. Nú verandi stjórnarhættir á Rússlandi voru grundvallaðir síðla árs 1917, þegar keisaraveldið leið þar undir lok. Og þó að þessir stjórnarhættir væru, að mínu viti, með öllu ó- hæfir þar sem lýðfrelsi hafði náð nokkrum þroska, t. d. á Bretlandi og Norðurlöndum, þá er mjög öðru máli að gegna um Rússland. Frá aldaöðli hafði lýðfrelsi aldrei þekst þar í landi: aldrei annað en hræðilegasta harðstjórn sem oft var framkvæmd með ægilegri grimd. Kjör almúgans voru með hreinum ósköpum. Þetta ætla ég að með engu móti verði sagt um stjórnarfar á Rússlandi nú á dög- um að því er líkamlegar þarfir varða. Og þó að fólkið hafi ekki frelsi, megi jafnvel ekki lesa nema það sem valdhöfunum þykir hentast að það lesi, og ekki hlýða á mál annara þjóða, þá er mjög ósennilegt að það sakni í þessum efnum mikils. Sá grét ekki gull sem aldrei átti það. Við meg- um í þessu ekki miða við okkur sjálf. Stjórnin er stjórn harð- stjóraklíku, en það er klíka raun- særra manna. Þeir vita sig vera stórveldi og vilja um fram alt halda áfram að vera stórveldi. En til þess að svo megi verða, er nausðynlegt að fólkið búi við nokkur líkamleg þægindi, og líka nauðsynlegt að það sé mentað (þó að mentuninni verði af skiljanleg- um ástæðum að halda innan þeirra takmarka sem að okkar skilningi eru meinlega þröng), því að á þessari öld tækninnar er ekki unt að notast við allskosta óuppfrædd- an múg. Ríkisstjómin fer sæmi- lega vel með fólk sitt líkamlega, á sama hátt og hagsýnn bóndi fer vel með skepnur sínar — og af nákvæmlega sömu ástæðu. — o — Það er ekki torvelt að skilja það, að þar sem ríkisreksturinn er grundvallaður á þessu við- horfi til lífsins, þá sé það hentugt að leyna fólkið þess andlega eðli; ekki hentugt að mannkindin fari að líta á sig sem eilífðarveru er eigi að þroska sig undir æðra líf hinumegin grafarinnar. Og það er líka skiljanlegt að mannslífið sé metið og mælt eftir öðrum regl- um þegar allur þessi sægur er sál- arlaus. Þá er það eðlilegt að líta á manninn aðeins sem gagnlega undirstöðu valds og auðæfa. Það fer þá að verða heldur smávægi- legt atriði að dæma barnið í móð- urkviði til þess að fæðast líkam- lega (og eftir okkar skilningi and- lega) vanskapað. Nokkurrar á- byrgðartilfinningar er ekki leng- ur unt að krefjast. Tilveran er orðin hrein markleysa. En það mun vonlítið um meg- inþorra íslendinga að þeir gleypi þessa heldur vanþroskuðu sálar- leysiskenningu. Þeir blátt áfram ekki bara trúa, heldur og vita að kenningin er ósönn. Þeir vita að sjálfsögðu að sólin sem gengur undir í kvöld, kemur aftur upp á morgun, og þeir vita hitt alveg eins vel, að þeir eiga að halda áfram að lifa eftir dauða líkam- ans. Því var það, að þessi demba mentamálaráðgjafans rússneska kom eins og regnskúr úr heiðu lofti yfir suma þá, er töldu og trúðu sig vera „kommúnista“. Þeir hrukku við, og einhverjir fóru þeir að líta ofurlítið í kringum sig — og það var þú eflaust ekki tilætl- unin. Meðal þessa fólks var ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.